Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

337. fundur

Árið 2003, mánudaginn14. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefndar 9/4. 3. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
3. liður. b. Bæjarráð samþykkir að fela barnaverndarnefnd að gera tillögu að sameiginlegri framkvæmdaráætlun fyrir sveitarfélögin þrjú.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 18/3. 168. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um hvað sé ábótavant í brunavörnum í grunnskólanum á Flateyri og Þingeyri.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 1/4. 169. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um hvað sé ábótavant við starfsmannaaðstöðu í leikskólunum Tjarnarbæ, Bakkaskjóli og Eyrarskjóli.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 8/4. 170. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 10/4. 11. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Nefnd um uppbyggingu íþróttasvæðisins á Torfnesi 7/4. 2. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 9/4. 167. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Tilnefning stjórnarmanns. 2003-04-0047.

Lagt fram bréf frá Sparisjóði Vestfirðinga dagsett 4. apríl s.l., þar sem óskað er eftir tilnefningu Ísafjarðarbæjar í aðalstjórn sjóðsins. Í samþykktum sjóðsins er kveðið á um að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og sveitarstjórn Súðavíkurhrepps skuli sameiginlega tilnefna einn mann í aðalstjórn Sparisjóðs Vestfirðinga. Aðalfundurinn verður haldinn þann 30. apríl n.k. á Þingeyri.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að sameiginlegir fulltrúar Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps í stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga verði Óskar Elíasson, aðalmaður og Jón Grétar Kristjánsson, varamaður, báðir búsettir í Súðavík.

3. Erindi bæjarritara. - Vínveitingaleyfi fyrir einstaka samkomur. 2003-04-0048.

Lagt fram erindi frá bæjarritara dagsett þann 10. apríl s.l., þar sem þess er óskað að bæjarráð setji skýrar reglur um úthlutun vínveitingaleyfa þegar um einstaka samkomur eða dansleiki er að ræða. Bæjarritari leggur til að aðeins veitingaaðilar með rekstur í Ísafjarðarbæ fái leyfi til vínveitinga, þegar eingöngu er um dansleikjahald að ræða, enda uppfylli viðkomandi húsnæði öll skilyrði um slíkar samkomur. Fyrirkomulag við aðrar leyfisveitingar verði með sama hætti og verið hefur.

Bæjarráð frestar afgreiðslu að sinni.

4. Kvennahlaup ÍSÍ. - Beiðni um fjárstyrk. 2003-04-0035.

Lagt fram dreifibréf frá aðstandendum Kvennahlaups ÍSÍ dagsett 9. apríl s.l., er varðar styrkbeiðni, til sveitarfélagsins að upphæð kr. 45.000.- vegna ,,Kvennahlaupsins" er haldið verður í 14. sinn þann 21. júní n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

5. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð 36. fundar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis. 2002-01-0184.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 7. apríl s.l., ásamt fundargerð stjórnar heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis frá 36. fundi er haldinn var þann 4. apríl s.l.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytis. - Stjórnir sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana. 2003-04-0046.

Lagt fram bréf frá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti dagsett 10. apríl s.l., þar sem greint er frá að með samþykkt frumvarps til laga um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990, voru ákvæði 21. gr. laganna um stjórnir heilsugæslustöðva og ákvæði 3. málsgr. 30. gr. um stjórnir sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana felld niður. Þær stjórnir er skipaðar hafa verið eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar eru því lagðar niður með gildistöku framangreindra laga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera fulltrúum Ísafjarðarbæjar í stjórn Heilbrigðis- stofnunarinnar Ísafjarðarbæ grein fyrir þessum breytingum.

7. Afrit bréfs Lögfræðiskrifst. Suðurlandsbr. 6 sf., til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála 10. apríl 2003. 2003-02-0052.

Lagt fram afrit af bréfi Lögfræðiskrifstofu Suðurlandsbraut 6 sf., Reykjavík, til áfrýjunarnefndar samkeppnismála dagsett 7. apríl s.l., þar sem komið er á framfæri athugasemdum Ísafjarðarbæjar vegna áfrýjunar á ákvörðun samkeppnisráðs nr. 4/2003, um úthlutun byggðakvóta til Þingeyrar.
Jafnframt er lagður fram úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 10. apríl s.l., varðandi sama mál, þar sem fram kemur að áfrýjunarnefnd lítur svo á að ekki sé nægjanlegur grundvöllur til aðgerða í þessu máli.

Lagt fram til kynningar.

8. Drög að húsaleigusamningi vegna efri hæðar Aðalgötu 2 á Suðureyri.

Lögð fram drög að húsaleigusamningi Ísafjarðarbæjar og Ágústar & Flosa ehf., þar sem gert er ráð fyrir að Ísafjarðarbær taki á leigu efri hæð húseignarinnar Aðalgötu 2 á Suðureyri undir félagsstarf aldraðra á Suðureyri. Félagsstarfið var áður til húsa í Túngötu 2 á Suðureyri, fyrrum heilsugæslustöð, sem nú hefur verið seld.

Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.