Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

336. fundur

Árið 2003, mánudaginn 7. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnarnefnd 31/3.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Atvinnumálanefnd 1/4. 27. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 1/4. 202. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 1/4. 74. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf. - Innheimtuþjónusta. 2003-04-0021.

Lagt fram bréf frá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., Ísafirði, dagsett 31. mars s.l., er varðar innheimtuþjónustu, mögulegar breytingar og þróun. Í bréfinu er komið á framfæri þeirri hugmynd að í Ísafjarðarbæ verði komið upp þeirri þjónustu er gengur undir heitinu milliinnheimta, svipað því sem t.d. fyrirtækin Intrum og Momentum eru að bjóða sveitarfélaginu. Við að koma þessu á fót hér í Ísafjarðarbæ gætu orðið til eitt til tvö störf í sveitarfélaginu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

3. Bréf Lögmanna, Faxafeni, Reykjavík. - Stefna. 2003-04-0022.

Lögð fram stefna frá Lögmönnum, Faxafeni í Reykjavík, dagsett 28. mars s.l., er lögð verður fram í Héraðsdómi Vestfjarða þann 16. apríl 2003. Í stefnunni kemur fram að stefnandi Guðjón P. Einarsson, kt. 160167-4249, þurfi að höfða mál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða vegna galla á sumarbústað er byggður var af fyrirtækinu Særeka ehf., Flateyri. Stefndir eru Sævar I. Pétursson f.h. Særeka ehf., Flateyri, Bjarni Kristinsson, Ytri Veðrará, Önundarfirði og bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar f.h. Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur Andra Árnasyni hrl., bæjarlögmanni, að fara með málið fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

4. Afrit bréfs byggingarfulltrúa. - Lóðin Aðalstræti 13, Ísafirði. 2003-01-0059.

Lagt fram afrit af bréfi Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 13. mars s.l., til Kristínar Þórisdóttur, Aðalstræti 13, Ísafirði, þar sem hann fyrir hönd Ísafjarðarbæjar gerir tilboð í 393 fermetra eignarlóð að Aðalstræti 13, Ísafirði. Kaupverð í tilboði er kr. 650.000.- og gert með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Menntaskólans á Ísafirði. - Heilsudagur 26. apríl 2003. 2003-04-0023.

Lagt fram bréf frá Menntaskólanum á Ísafirði, Hermanni Níelssyni f.h. ,,Heilbrigðs menntaskóla fyrir Vestan". Þar sem greint er frá að haldinn verði ,,Heilsudagur" þann 26. apríl n.k. í Ísafjarðarbæ. Þess er vænst að bæjaryfirvöld bjóði öllum íbúum sveitarfélagsins í sund á þessum degi, þeim að kostnaðarlausu.

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar.

6. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fulltrúaráðsfundur 10. apríl 2003. 2003-03-0045.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 31. mars s.l., ítrekun á fundarboði vegna fulltrúaráðsfundar þann 10. apríl n.k. Bréfinu fylgir dagskrá, drög að ályktunum og ársreikningur Samb. ísl. sveitarf. fyrir árið 2002.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Ráðstefna um sveitarstjórnarstig í Evrópu 14.-17. maí 2003. 2003-03-0101.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. mars s.l., þar sem getið er á um einstakt tækifæri fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn til að fræðast um stöðu og framtíðarhorfur sveitarstjórnarstigsins í Evrópu. Ráðstefna um málefnið verður haldin í Poznan í Póllandi dagana 14.-17. maí n.k.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja ráðstefnuna hafi hann tök á því.

8. Afrit af bréfi Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. - Kæra vegna úthlutunar byggðakvóta. 2003-02-0052.

Lagt fram afrit af bréfi Áfrýjunarnefndar samkeppnismála til Lögfræðiskrifstofu Suðurlandsbraut 6, Reykjavík, dagsett 2. apríl s.l., þar sem tilkynnt er að nefndin hafi móttekið kæru frá Elísabetu Sigurðardóttur hdl., f.h. Fiskvinnslunnar Íslandssögu hf. og Fiskvinnslunnar Kambs hf., vegna ákvörðunar samkeppnisráðs nr. 4/2003. Málið varðar úthlutun Byggðastofnunar á byggðakvóta til fyrirtækis á Þingeyrar.

Lagt fram til kynningar.

9. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ. - Fundargerðir stjórnar. 2002-06-0042.

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ frá 40., 41., 42. og 43. fundi.

Lagt fram til kynningar.

10. Skýrsla Þorbjarnar J. Sveinssonar, slökkviliðsstjóra. - Olíutankar á Ísafirði. 2002-12-0011.

Lögð fram skýrsla Þorbjarnar J. Sveinssonar, slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar, dagsett 28. febrúar s.l., er fjallar um lausa olíutanka á Ísafirði. Skýrslan er unnin að beiðni umhverfisnefndar samkvæmt samþykkt á 162. fundi nefndarinnar þann 11. desember 2002.

Þar sem málið er í vinnslu hjá hafnarstjórn og umhverfisnefnd, er skýrslan lögð fram til kynningar í bæjarráði.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:37

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.