Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

333. fundur

Árið 2003, mánudaginn 17. mars kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 7/3. 26. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
2. liður. Greinargerð atvinnumálanefndar lögð fram á fundi bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 11/3. 73. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 12/3. 53. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 12/3. 89. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundagerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um byggingu íþróttahúss og framtíðarnotkun
félagsheimilisins á Suðureyri. 4/3. 5. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Íþróttasvæðið á Torfnesi. - Gervigrasvöllur.

Til fundar við bæjarráð undir þessum lið dagskrár er mættur Sigurður Mar Óskarsson, bæjartæknifræðingur. Sigurður Mar lagði fram gögn á fundinum er varða hugsanlega gerð gervigrasvallar á íþróttasvæðinu á Torfnesi.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í byggingu gervigrasvallar á íþróttasvæðinu á Torfnesi.

Bæjarráð felur nefnd um uppbyggingu Torfnesvallar að vinna áfram að málinu enda verði verkið unnið á ábyrgð og undir stjórn Ísafjarðarbæjar.
Formaður bæjarráðs stýri starfi nefndarinnar.

3. Bréf Langa Manga ehf. - Vínveitingaleyfi. 2003-03-0048.

Lagt fram bréf frá Langa Manga ehf., Ísafirði, dagsett 13. mars s.l., þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir kaffihúsið Langa Manga að Aðalstræti 22 á Ísafirði.
Hjálagt bréfinu er afrit af leyfisbréfi frá sýslumanninum á Ísafirði þar sem ofangreindum aðila er veitt leyfi til að reka kaffihús er selur kaffi og léttar veitingar, ásamt smásölu á minjagripum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um vínveitingaleyfi verði samþykkt.

4. Bréf Bílagarðs-Eyrarsteypu ehf. - Nýbygging, nýting rúmmetra. 2003-03-0049.

Lagt fram bréf frá Bílagarði-Eyrarsteypu ehf., Ísafirði, dagsett 13. mars s.l., varðandi beiðni um að fá að nýta rúmmetra þá er töpuðust í brunanum 1999 til nýbyggingar í Ísafjarðarbæ. Meðfylgjandi er mat frá Tækniþjónustu Vestfjarða á stærð og rúmmetrafjölda eignanna sem töpuðust.

Bæjarráð frestar erindinu en vísar því til umsagnar Andra Árnasonar hrl., bæjarlögmanns og tæknideildar Ísafjarðarbæjar.

5. Bréf Bílagarðs-Eyrarsteypu ehf. - Uppkaup rústa við Grænagarð. 2003-03-0049.

Lagt fram bréf frá Bílagarði-Eyrarsteypu ehf., Ísafirði, dagsett 13. mars s.l., þar sem þess er óskað að rústir eftir brunann á Grænagarði árið 1999, það er þeir byggingarhlutar sem enn eru uppistandandi en skemmdir og hefðu nýst við endurbyggingu á sama stað, verði keyptir upp. Ekki má byggja upp á sama stað og telur bréfritari því að Ofanflóðasjóði beri að kaupa upp ofangreindar eignir. Meðfylgjandi er verðmat Tækniþjónustu Vestfjarða og neitun byggingarleyfis frá Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð frestar erindinu en felur bæjarstjóra að kynna erindið fyrir Ofanflóðasjóði og óska svars um hvort uppkaup komi til greina.

6. Bréf frá Joensuu kommune. - Vinabæjarmót 29.maí - 1.júní 2003. 2003-03-0047.

Lagt fram bréf frá Joensuu vinabæ Ísafjarðarbæjar í Finnlandi dagsett 18. desember 2002, þar sem boðið er til vinabæjarmóts dagana 29. maí til 1. júní á komandi sumri. Erindið hefur verið til skoðunar hjá menningarmálanefnd er vísar því til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í bæjarstjórn.

7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fyrri fulltrúaráðsfundur 2003. 2003-03-0045.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 7. mars s.l., varðandi fyrri fulltrúa- ráðsfund sambandsins á árinu 2003. Ákveðið hefur verið að fundurinn sem er nr. 63 í röðinni verði haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík fimmtudaginn 10. apríl n.k.

Lagt fram til kynningar.

8. Fundargerð 74. fundar skólanefndar MÍ.

Lögð fram fundargerð 74. fundar skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði er haldinn var þann 3. mars 2003.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Reglur um húsaleigubætur og reglur um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta. 2003-03-0046.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 11. mars s.l., ásamt reglum um húsaleigubætur og reglur um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna húsaleigubóta.
Bréfinu ásamt reglugerðum vísað til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fjármálastjóra til kynningar.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:44

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.