Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

332. fundur

Árið 2003, mánudaginn 10. mars kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Barnaverndarnefnd 5/3. 1. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 4/3. 200. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjarstjóra. - Samþykkt um kattahald í Ísafjarðarbæ. 2003-03-0034.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. mars s.l., varðandi kattahald og hugleiðingar um hvort setja ætti samþykkt um kattahald í Ísafjarðarbæ. Bréfinu fylgir samþykkt um kattahald í Neskaupstað.

Bæjarráð felur landbúnaðarnefnd í samstarfi við umhverfisnefnd að semja reglur um húsdýrahald í samræmi við sérstakt erindisbréf sem bæjarstjórn setur. Nefndin gerir einnig tillögu varðandi frístundabúskap í samræmi við sérstakt erindisbréf. Bæjarráð óskar eftir tilnefningu umhverfisnefndar á einum fulltrúa til að starfa með landbúnaðarnefnd. Bæjarstjóra falið að gera drög að erindisbréfi.

3. Bréf bæjarstjóra. - Tillaga að þingsályktun um miðstöð atferlis- og eldisrannsókna á þorski á Vestfjörðum. 2003-02-0022.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. mars s.l., þar sem hann leggur fram drög að umsögn vegna fyrirspurnar sjávarútvegsnefndar Alþingis um tillögu til þingsályktunar um miðstöð atferlis- og eldisrannsóknir á þorski á Vestfjörðum.

Drög að umsögn eru svohljóðandi. ,,Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar framkominni þingsályktunartillögu um miðstöð atferlis- og eldisrannsókna á þorski á Vestfjörðum. Tillagan er í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að byggja Ísafjörð upp sem einn þriggja byggðakjarna landsbyggðarinnar. Bæjarráð leggur áherslu á að Alþingi afgreiði þingsályktunartillöguna á yfirstandandi þingi og geri ráð fyrir nauðsynlegu fjármagni svo hægt sé að koma verkefninu sem fyrst í framkvæmd."

Bæjarráð samþykkir drög bæjarstjóra að svari til sjávarútvegsnefndar Alþingis.

4. Bréf Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar. - Forkaupsréttur að Skólavegi 13, Hnífsdal. 2003-03-0025.

Lagt fram bréf frá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., Ísafirði, dagsett 6. mars s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær muni neyta forkaups- réttar að Skólavegi 13, Hnífsdal. Bréfinu fylgir afrit af undirrituðum kaupsamningi.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti að Skólavegi 13, Hnífsdal.

5. Bréf fjármálastjóra. - Aukavatnsgjald. 2002-06-0021.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 6. mars s.l., varðandi gjaldskrá Vatnsveitu Ísafjarðarbæjar og aukavatnsgjalds. Í bréfinu leggur fjármálastjóri til að veittur verði 25% afsláttur af gjaldskrá aukavatnsgjalds til þeirra aðila sem nota 200 þúsund tonn eða meira á ári.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga fjármálastjóra verði samþykkt.

6. Bréf Andra Árnasonar hrl. bæjarlögmanns. - Dómur Hæstaréttar í máli Auðuns J. Guðmundssonar gegn Ísafjarðarbæ. 2002-08-0052.

Lagt fram bréf frá Andra Árnasyni hrl. bæjarlögmanni, dagsett 28. febrúar s.l., varðandi dóm Hæstaréttar í máli Auðuns J. Guðmundssonar gegn Ísafjarðarbæ. Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Vestfjarða frá 17. maí 2002, þar sem Ísafjarðarbær er sýknaður af kröfu Auðuns J. Guðmundssonar.

Lagt fram til kynningar.

7. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 701. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 701. stjórnarfundi er haldinn var þann 21. febrúar s.l., að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

8. Drög að kaupsamningi með afsali vegna Austurvegar 2, kjötvinnslu, Ísafirði. 2002-10-0026.

Lögð fram drög að kaupsamningi með afsali vegna kaupa Ísafjarðarbæjar á Austurvegi 2, fastanúmer 211-9167, Ísafirði, af Hornsteini-fasteignum ehf., Ísafirði. Kaupverð verði kr. 4.000.000.-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn með afsali verði samþykktur.

Ragnheiður Hákonardóttir vék af fundi bæjarráðs við afgreiðslu þessa liðar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:03

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.