Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

331. fundur

Árið 2003, mánudaginn 3. mars kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Rafrænt samfélag. - Fulltrúar frá atvinnumálanefnd og Atvinnuþróunar-félagi Vestfjarða mættir til fundar við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð eru mættir eftirtaldir fulltrúar frá atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar, til viðræðna um ,,Rafrænt samfélag". Dagný Sveinbjörnsdóttir, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi og Elías Guðmundsson, formaður atvinnumálanefndar. Á fundinum var lögð fram umsókn Ísafjarðarbæjar, Tálknafjarðar og Vesturbyggðar vegna forvals í ,,Rafrænt samfélag". Verkefnið hefur hlotið nafnið Brunnur.

2. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 11/2. 24. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Atvinnumálanefnd 24/2. 25. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 18/2. 199. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 19/2. 165. fundur.
1. liður. Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að Hörður Ragnarsson verði ráðinn skólastjóri við Grunnskólann á Þingeyri.
Bæjarráð mælir með við bæjarstjórn að Hörður Ragnarsson verði ráðinn skólastjóri við Grunnskólann á Þingeyri.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 25/2. 166. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 28/1. 7. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 12/2. 8. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 26/2. 9. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um byggingu íþróttahúss og framtíðarnotkun félagsheimilisins á Suðureyri 12/2. 3. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynninga.

Starfshópur um byggingu íþróttahúss og framtíðarnotkun félagsheimilisins á Suðureyri 26/2. 4. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynninga.

Umhverfisnefnd 26/2. 165. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf fjármálastjóra. - Umsögn um bókun atvinnumálanefndar vegna dráttarvaxta. 2003-02-0103.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 27. febrúar s.l., er varðar bókun atvinnumálanefndar í fundargerð frá 7. febrúar s.l., um að Ísafjarðarbær greiði ekki dráttarvexti af almennum viðskiptakröfum dragist greiðsla fram yfir eindaga. Í lok bréfsins mótmælir fjármálastjóri bókun nefndarinnar sem órökstuddri fullyrðingu sem ekki verður svarað á efnislegan hátt, þar sem fullyrðingin er ekki studd neinum skráðum viðhlýtandi fylgiskjölum eða gögnum.

Bæjarráð þakkar greinargerð fjármálastjóra.

4. Bréf bæjartæknifræðings. - Lóðin Mánagata 1, Ísafirði. 2003-02-0032.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings, dagsett þann 25. febrúar s.l., varðandi sölutilboð er borist hefur í lóðina Mánagötu 1, Ísafirði og bæjarráð leitaði álits bæjartæknifræðings á. Niðurstaða bæjartæknifræðings varðandi tilboðið er sú að ekki sé hagkvæmt að kaupa lóðina og að ekki er nauðsynlegt að fá umráð yfir henni hvað skipulag varðar.

Með hliðsjón af tillögu bæjartæknifræðings hafnar bæjarráð sölutilboði lóðareiganda að svo stöddu.

5. Bréf Flugmálastjórnar á Ísafirði. - Þjónusta á Ísafjarðarflugvelli. 2003-01-0027.

Lagt fram bréf frá Guðbirni Charlessyni f.h. Flugmálastjórnar á Ísafjarðarflugvelli dagsett 25. febrúar s.l., varðandi þjónustu Flugmálastjórnar á Ísafjarðarflugvelli á hátíðis- dögum svo sem nýársdag, föstudaginn langa, páskadag og jóladag. Í bréfinu kemur fram að ef óskað er þjónustu þessa daga þarf sú beiðni að berast með minnst mánaðar fyrirvara.

Bæjarráð þakkar Guðbirni Charlessyni fyrir svarið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að upplýsa Flugfélag Íslands hf. um stöðu mála.

6. Bréf Eldingar félags smábátaeigenda. - Línuívilnun til dagróðrarbáta. 2003-03-0009.

Lagt fram bréf frá Eldingu félagi smábátaeigenda dagsett 20. febrúar s.l., varðandi áskorun á bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að hún lýsi yfir stuðningi við kröfu Eldingar um línuívilnun til dagróðrarbáta. Bréfinu fylgja afrit af tveimur undirskriftalistum, áskorun til sjávarútvegsráðherra um málið.

Bæjarráð vísar til samþykktar sveitarfélaga á Vestfjörðum í ,,Vestfirskri byggðaáætlun".

7. Bréf Ágústar og Flosa ehf., Ísafirði. - Innréttingar safnahúss. 2003-03-0010.

Lagt fram bréf frá Ágústi og Flosa ehf., Ísafirði, óundirritað en dagsett 24. febrúar s.l., varðandi framhald innréttinga í safnahúsinu á Eyrartúni. Gerð er athugasemd við að ekki sé fyrirhugað að bjóða verkið út, en samið verði við verktaka þess áfanga sem nú er í gangi.

Bæjarstjóri lagði fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 3. mars 2003, þar sem m.a. er skorað á bæjaryfirvöld að falla frá fyrri áformum um að samið verði við verktaka án útboðs. Jafnframt lagði bæjarstjóri fram tölvubréf frá Andra Árnasyni hrl., bæjarlögmanni, dagsettur 3. mars 2003, er varðar útboðsskyldu sveitarfélaga samkvæmt lögum nr. 94/2001 grein 10 og reglugerðar nr. 513/2001.

Bæjarráð tekur fram að meginregla Ísafjarðarbæjar er að bjóða út öll stærri verk. Í þessu tiltekna verki var það niðurstaða í ljósi tillagna bæjartæknifræðings að semja sérstaklega við núverandi verktaka við Safnahús um verklok.

8. Bréf Tönsberg kommune. - Hugleiðingar um breytt vinabæjarsamskipti. 2003-02-0071.

Lagt fram bréf Tönsberg kommune, vinabæ Ísafjarðarbæjar í Noregi, dagsett 17. febrúar s.l., varðandi hugsanlegar breytingar og útvíkkun á vinabæjarsamskiptum vinabæjanna á norðurlöndum.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

9. Bréf Félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimers sjúklinga. 2003-02-0087.

Lagt fram bréf frá Félagi áhugafólks og aðstandenda Alzheimers sjúklinga á Íslandi dagsett 24. febrúar s.l., varðandi þing norrænu Alzheimerssamtakanna er haldið verður hér á landi í apríl n.k. Leitað er eftir styrk frá sveitarfélögum ekki hvað síst á ári fatlaðra og þegar þing samtakanna er haldið hér á landi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

10. Bréf samgöngunefndar Alþingis. - Tillaga til þingsályktunar um aðgang landsmanna að GSM-farsímakerfinu. 2003-02-0097.

Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis dagsett 25. febrúar s.l., ásamt tillögu til þingsályktunar um aðgang landsmanna að GSM-farsímakerfinu. Óskað er umsagnar sveitarfélaga á tillögunni fyrir 10. mars 2003.

Bæjarráð óskar umsagnar atvinnumálanefndar á erindinu.

11. Bréf Úrvinnslusjóðs. - Samstarf um endurnýjun úrgangs. 2003-02-0054.

Lagt fram bréf Úrvinnslusjóðs dagsett 11. febrúar s.l., varðandi samstarf Úrvinnslusjóðs og sveitarfélaga eða sorpsamlaga um endurnýtingu úrgangs. Bréfinu fylgir greinargerð um lög um úrvinnslugjald, framkvæmd laganna og samstarf við sveitarfélögin í landinu.

Lagt fram til kynningar.

12. Samningur sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum, um barnaverndarnefndir og barnarverndarmál. 2002-06-0039.

Lagður fram samningur Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkur- hrepps, um meðferð barnaverndarmála og kosningu í sameiginlega barnaverndarnefnd fyrir þessi sveitarfélög. Samningurinn var undirritaður í Súðavík þann 18. febrúar 2003.

Lagður fram til kynningar eftir undirritun hefur verið samþykktur í bæjarstjórn.

13. Afrit bréfs bæjarstjóra til Ofanflóðasjóðs. - Varnir gegn ofanflóðum í Ísafjarðrbæ. 2002-06-0053.

Lagt fram afrit af bréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til Ofanflóðasjóðs dagsett 20. febrúar s.l., varðandi varnir gegn ofanflóðum í Ísafjarðarbæ. Í bréfinu gerir bæjarstjóri grein fyrir fjárveitingu Ísafjarðarbæjar til ofanflóðavarna í fjárhagsáætlun ársins 2003 og áréttar forgangsröðun verkefna í samræmi við forgangsröðun Ísafjarðarbæjar og Ofanflóðasjóðs frá árinu 1999.

Bæjarráð óskar eftir úttekt Veðurstofu á því hvaða áhrif stytting varnargarðs hefur á gildi snjóflóðavarna í Seljalandshverfi í Skutulsfirði.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdir við snjóflóðavarnargarð í Seljalandshverfi verði hafnar sem fyrst.

14. Ársreikningur rekstrarnefndar Sjórnsýsluhúss 2002.

Lagður fram ársreikningur rekstrarnefndar Stjórnsýsluhúss fyrir árið 2002. Í reikningnum kemur fram að tekjur umfram gjöld á árinu voru kr. 1.070.023.- og er það viðsnúningur frá fyrra ári er tap var á rekstri rekstrarnefndar.

Lagt fram til kynningar.

15. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Ráðstefna um Staðardagskrá 21. 2003-02-0088.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 24. febrúar s.l., þar sem boðað er til landsráðstefnu um Staðardagskrá 21 á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin dagana 14. og 15. mars n.k. á Kirkjubæjarklaustri. Bréfinu fylgir dagskrá ráðstefnunnar.

Bæjarráð vísar erindinu til Staðardagskrárnefndar.

16. Bréf bæjartæknifræðings. - Skógarbraut og Efriskógarvegur. 2003-03-0011.

Lagt fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni, bæjartæknifræðingi, dagsett 28. febrúar s.l., varðandi tilboð er bárust í útboðsverkið ,,Skógarbraut og Efriskógarvegur í Skutulsfirði. Neðangreind tilboð bárust.

Tilboðsgjafi:

Upphæð

Hlutf. kostn.áætl.

Gröfuþjónusta Bjarna ehf.

15.026.410,-

89,2%

Kubbur ehf.

11.717.175,-

69,5%

Græðir ehf.

17.841.684,-

105,9%

Hólsvélar ehf.

12.818.894,-

76,1%

Úlfar ehf.

15.185.554,-

90,1%

Kostnaðaráætlun verkkaupa er kr. 16.850.680,-
Lagt er til í bréfinu að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Kubb ehf., Ísafirði, á grundvelli tilboðs hans.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga bæjartæknifræðings verði samþykkt.

17. Kaupsamningur vegna sölu jarðarinnar Fremri Breiðadals í Önundarfirði.

Lagður fram undirritaður kaupsamningur vegna sölu Ásgeirs K. Mikkaelssonar á jörðinni Fremri Breiðadal í Önundarfirði, til Bænda ehf., Súgandafirði. Samningurinn er dagsettur þann 31. desember 2002. Meðfylgjandi samningnum er lagt fram afrit af bréfi Jarðanefndar Vestur-Ísafjarðarsýslu dagsett 22. febrúar s.l., þar sem fram kemur að nefndin samþykkir fyrir sitt leyti ofangreindan kaupsamning.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:18

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.