Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

328. fundur

Árið 2003, mánudaginn 3. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 28/1. 163. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 30/1. 52. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Starfshópur um byggingu íþróttahúss og framtíðarnotkun félagsheimilisins á Suðureyri 28/1. 2. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundagerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 29/1. 164. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Undirbúningshópur vegna byggingar framtíðarhúsnæðis fyrir Grunnskólann á Ísafirði 27/1. 2. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Samningur Ísafjarðarbæjar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði. 2002-11-0024.

Lagður fram samningur milli Ísafjarðarbæjar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði, dagsettur 30. janúar s.l., um styrkveitingu Ísafjarðarbæjar til skólans samkvæmt samþykkt í fjárhagsáætlun fjárhagsársins 2003. Samningurinn hljóðar upp á greiðslur til LRÓ samtals kr. 2.500.000.-, en sambærilegur samningur var á síðasta ári að upphæð kr. 1.600.000.-

Bæjarráð staðfestir ofangreindan samning við LRÓ.

3. Bréf bæjarstjóra. - Barnaverndarmál, drög að samningi sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum. 2002-06-0039.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 30. janúar s.l., varðandi drög að samningi sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum, Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps, um meðferð barna-verndarmála og kosningu í sameiginlega barnaverndarnefnd þessara sveitarfélaga.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningsdrögin verði samþykkt.

4. Samkomulag Ísafjarðarbæjar og Gamla apóteksins. 2002-09-0013.

Lagður fram samningur Ísafjarðarbæjar og Gamla apóteksins dagsettur 28. janúar s.l., þar sem staðfest er að Ísafjarðarbær leggi fram kr. 1.000.000.- í peningum gegn því að aðrir sem tengjast framlögum til rekstrar Gamla apóteksins leggi fram fjármagn og/eða slái af viðskiptakröfum, til að greiða niður viðskiptaskuldir Gamla apóteksins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur og kostnaður verði færður á liðinn ófyrirséð í fjárhagsáætlun.

5. Greinargerð vegna gæsluvalla og opinna leiksvæða frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. 2003-01-0078.

Lögð fram greinargerð Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, varðandi fyrirspurn frá bæjarráði þann 9. desember 2002, við 194. fundargerð félagsmálanefndar, varðandi tillögur nefndarinnar þar sem annars vegar er lagt til, að starfsemi gæsluvalla sem slík fari undir fræðslunefnd og hinsvegar að opnir leikvellir verði færðir undir íþrótta- og æskulýðsnefnd.

Bæjarráð þakkar greinargerð forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu og leggur til við bæjarstjórn að ofangreindar tillögur frá 194. fundi félagsmálanefndar 10. lið b. og c. verði samþykktar.

6. Bréf Leifs Halldórssonar. - Neðri-Tunga í Skutulsfirði. 2003-01-0079.

Lagt fram bréf frá Leifi Halldórssyni, Eyrargötu 6, Ísafirði, dagsett 27. janúar s.l., þar sem hann spyrst fyrir um hvort til greina komi að selja íbúðarhúsið í Neðri-Tungu í Skutulsfirði. Ef svo er lýsir Leifur vilja sínum til að fá húsið keypt.

Bæjarráð tekur fram að komi til sölu eignanna að Neðri-Tungu verði þær auglýstar til sölu á almennum markaði. Bæjarráð felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að koma með tillögu að lóðarstærð fyrir íbúðarhúsið og framtíð útihúsa komi til sölu eignanna.

7. Bréf Eiríks F. Greipssonar, til undirbúningshóps ,,Félags- og menningarmiðstöðvar á Flateyri". 2002-05-0011.

Lagt fram afrit bréfs Eiríks F. Greipssonar, Flateyri, dagsett 27. janúar s.l., til aðila í undirbúningshópi ,,Félags- og menningarmiðstöðvar á Flateyri". Á fundi undirbúningshópsins þann 25. janúar s.l., var Eiríki Finni falið að gera drög að samstarfs- samningi um rekstur starfseminnar að Hafnarstræti 11, Flateyri.
Meðfylgjandi bréfi Eiríks Finns fylgir afrit fundargerðar frá 25. janúar s.l., svo og drög að samstarfssamningi er eftirtaldir yrðu aðilar að. Ísafjarðarbær, Félag eldri borgara í Önundarfirði, Önundarfjarðardeild Rauðakrossins, Minjasjóður Önundarfjarðar, Handverkshópurinn Purka og Íbúasamtök Önundarfjarðar.

Bæjarráð telur að setja eigi inn í samstarfssamninginn endurskoðunarákvæði varðandi eignarhald og rekstur.

8. Bréf Nordjobb. - Störf í Ísafjarðarbæ sumarið 2003. 2003-01-0072.

Lagt fram bréf frá Nordjobb dagsett 22. janúar s.l., þar sem leitað er eftir sumarstörfum fyrir norræn ungmenni á aldrinum 18-25 ára í Ísafjarðarbæ sumarið 2003.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

9. Undirskriftalisti. - Áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar vegna grunnskólamála á Ísafirði. 2003-01-0057.

Lagður fram undirskriftarlisti, áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá foreldrum barna við Grunnskólann á Ísafirði, þar sem þess er krafist að nemendum verði þegar í stað tryggð fullnægjandi aðstaða til náms í húsnæði sem uppfyllir þær kröfur sem gerðar eru til nútíma skólahúsnæðis. Skorað er á bæjaryfirvöld að koma upp færanlegum kennslustofum strax í vetur til bráðabirgða fyrir yngstu bekkina svo skólahald geti farið fram með eðlilegum hætti.

Bæjarráð þakkar undirskriftarlistann og vísar til þess að sérstök nefnd er að störfum varðandi byggingu á framtíðarhúsnæði Grunnskólanns á Ísafirði. Vegna þess vanda er kom upp vegna of lítils hita í húsnæðinu hefur Skóla- og fjölskylduskrifstofu og skólastjóra GÍ verið falið að bregðast strax við ástandinu.

10. Bréf Guðmundar P. Óskarssonar. - Forkaupsréttur að Stekkjargötu 38, Hnífsdal. 2003-02-0001.

Lagt fram bréf Guðmundar Páls Óskarssonar, Skólavegi 11, Hnífsdal, dagsett 31. janúar s.l., þar sem hann leitar svara um hvort Ísafjarðarbær muni neyta forkaupsréttar að Stekkjargötu 38 í Hnífsdal. Bréfi Guðmundar Páls fylgir afrit af kaupsamningi hans við Byggðastofnun vegna sölu eignarinnar.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.