Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

327. fundur

Árið 2003, mánudaginn 27. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Gamla Apótekið. - Fulltrúar mæta til fundar við bæjarráðs.

Á fund bæjarráðs eru mættir fulltrúar frá Gamla Apótekinu þau Sigríður Magnús- dóttir, Hlynur Snorrason, Ólafur Ö. Ólafsson og Halldór Hlöðversson, til viðræðna um rekstur og framtíðaráætlanir Gamla Apóteksins. Í gögnum bæjarráðs er minnisblað stjórnar um upphaf, stöðu og framtíð Gamla Apóteksins, ásamt greinargerð frá Sigríði Magnúsdóttur. Gerð var m.a. grein fyrir fjárhagslegri stöðu Gamla Apóteksins, sem um þessar mundir er mjög erfið og óskað eftir frekari stuðningi Ísafjarðarbæjar til starfseminnar.

Bæjarráð lýsir yfir vilja til að koma til móts við rekstraraðila Gamla Apóteksins til að leysa þann rekstrarhalla er myndast hefur s.l. eitt og hálft ár. Bæjarráð felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að fara í viðræður við forsvarsmenn Gamla Apóteksins.

2. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 21/1. 197. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 21/1. 86. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf bæjarstjóra. - Samningsdrög við Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. 2002-11-0024.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 23. janúar s.l., varðandi samningaviðræður við Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Í bréfi bæjarstjóra er minnst á bréf Menntaskólans á Ísafirði frá 21. janúar s.l., þar sem getið er á um áform MÍ um að koma á fót listnámsbraut við skólann með myndlistar- og tónlistarkjörsviði. Bréfi bæjarstjóra fylgja samningsdrög um fjárframlag Ísafjarðarbæjar til LRÓ, ásamt bréfi Menntaskólans á Ísafirði frá 21. janúar s.l.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samningi Ísafjarðarbæjar við Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar með þeim breytingum á framlögðum drögum, að niður falli önnur málsgrein 2. gr. og orðalagsbreyting verði í síðustu málsgrein 3. gr.

4. Bréf Andra Árnasonar hrl. - Stefna ASÍ v/Verkalýðsfélags Vestfjarða. 2002-05-0051.

Lagt fram bréf frá Andra Árnasyni hrl., bæjarlögmanni, dagsett 21. janúar s.l., ásamt afriti af stefnu ASÍ v/Verkalýðfélags Vestfjarða fyrir Félagsdómi, vegna uppsagnar trúnaðarmanns á þjónustudeild Hlífar.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Svæðisskipulag fyrir Vestfirði. 2003-01-0060.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 20. janúar s.l., er varðar hugmynd um gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði í heild. Erindi bréfsins er að kanna hug sveitarfélaga til þessa verkefnis og ef af verður muni Fjórðungssambandið hafa forgöngu um að koma verkefninu af stað og kanna leiðir til fjármögnunar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær taki þátt í gerð sameiginlegs svæðisskipulags fyrir Vestfirði.

6. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum. 2002-07-0048.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 22. janúar s.l., varðandi námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn. Fram kemur í bréfinu að fyrirhugað er að halda námskeið á starfssvæði FV dagana 15. og 16. febrúar n.k. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða við Eyrargötu á Ísafirði og þarf skráningu að vera lokið eigi síðar en 3. febrúar n.k.

Bæjarráð felur bæjarritara að kanna þátttöku bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar og ganga frá skráningu.

7. Bréf Kristínar Þórisdóttur. - Eignarlóðin Aðalstræti 13, Ísafirði. 2003-01-0059.

Lagt fram bréf frá Kristínu Þórisdóttur, Aðalstræti 13, Ísafirði, dagsett 17. janúar s.l., þar sem óskað er eftir að Ísafjarðarbær kaupi eignarlóðina Aðalstræti 13, Ísafirði, en jafnframt verði gerður lóðaleigusamningur við bréfritara um lóðina, eins og venja er um leigulóðir. Jafnframt er farið fram á bætur vegna lóðarskika er tekinn hefur verið af lóðinni.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:56

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.