Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

325. fundur

Árið 2003, mánudaginn 13. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 7/1. 196. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 8/1. 7. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Gunnlaugs Magnússonar. - Fjarðargata 62, Þingeyri, lóðarleiga. 2003-01-0004.

Lagt fram bréf frá Gunnlaugi Magnússyni, Þingeyri, dagsett 3. janúar s.l., er varðar lóðarleigu vegna fasteignarinnar Fjarðargötu 62 á Þingeyri. Í bréfinu kemur fram að Gunnlaugur telur sig hafa verið að greiða of háa lóðarleigu vegna lóðarinnar Fjarðargata 62 á Þingeyri og óskar leiðréttingar þar á.
Jafnframt er fram lagt minnisblað Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, er varðar málið.

Bæjarráð felur Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, að halda áfram með vinnslu málsins.

3. Bréf Björns L. Bergssonar hrl. - Lagt fram sem trúnaðarmál. 2002-05-0051.

Lagt fram bréf frá Birni L. Bergssyni hrl., dagsett 19. desember 2002. Farið er með erindið sem trúnaðarmál.

Bæjarráð felur Andra Árnasyni, bæjarlögmanni, málið fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

4. Bréf fjármálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. - Vörslufé vegna sölu eignarhluta í Orkubúi Vestfjarða. 2002-01-0095.

Lagt fram bréf frá fjármálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti dagsett 31. desember 2002, er varðar vörslufé vegna sölu Ísafjarðarbæjar á eignarhluta sínum í Orkubúi Vestfjarða. Í lok bréfsins kemur fram að ráðuneytin hafa tilkynnt Landsbanka Íslands, um að greint vörslufé í ofangreindu bréfi sé til frjálsrar ráðstöfunar af hálfu Ísafjarðarbæjar.
Bréfinu fylgir afrit bréfs ofangreindra ráðuneyta dagsett 31. desember 2002, til Landsbanka Íslands varðandi málið. Jafnframt er fram lagt minnisblað Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, til fjármálaráðuneytis dagsett 7. desember 2002, er varðar áður greint vörslufé.

Lagt fram til kynningar.

5. Afrit bréfs til Flugmálastjórnar. - Flug til Ísafjarðar um páska. 2003-01-0027.

Lagt fram afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til Flugmálastjórnar dagsett 7. janúar s.l., þar sem þess er farið á leit við Flugmálastjórn, að starfsmenn hennar hér á Ísafjarðarflugvelli verði til staðar til vinnu um páskahelgina setji Flugfélag Íslands upp ferðir á föstudaginn langa og páskadag.

Lagt fram til kynningar.

6. Svar bæjarstjóra við fyrirspurn Lárusar G. Valdimarssonar. - Holræsaútrásir í Pollinn í Skutulsfirði. 2002-03-0060.

Lagt fram skriflegt svar Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra og Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings, við fyrirspurn Lárusar G. Valdimarssonar um kostnað vegna holræsaútrása í Pollinn í Skutulsfirði.

Lagt fram til kynningar.

7. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. - Fundargerðir stjórnar. 2002-01-0191.

Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða hf., dagsett 8. janúar s.l., ásamt fundargerðum stjórnar Atvinnuþróunarfélagsins frá 59. og 60. fundi.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf menntamálaráðuneytis. - Sjálfsmatsaðferðir í skólum. 2003-01-0016.

Lagt fram bréf frá menntamálaráðuneyti dagsett 6. janúar s.l., þar sem fjallað er um væntanlega úttekt menntamálaráðuneytis á sjálfsmatsaðferðum skóla. Á árinu 2003 verða gerðar úttektir á 39 grunnskólum í Norðvesturkjördæmi og í þremur grunnskólum á Suðurlandi. Grunnskólinn á Ísafirði, Grunnskólinn á Suðureyri, Grunnskóli Önundarfjarðar og Grunnskólinn á Þingeyri eru meðal skóla í úrtakinu.

Bæjarráð vísar bréfinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

9. Bréf staðardagskrárfulltrúa. - Erindisbréf staðardagskrárnefndar.

Lagt fram bréf Rúnars Óla Karlssonar, staðardagskrárfulltrúa, dagsett 19. desember 2002, ásamt drögum að erindisbréfi staðardagskrárnefndar. Erindisbréfið var samþykkt á fundi nefndarinnar þann 18. desember 2002, en var á fundi bæjarstjórnar þann 9. janúar s.l. vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindisbréfið verði samþykkt.

10. Bréf bæjarstjóra. - Orkubú Vestfjarða, virkjun Tunguár í Skutulsfirði. 2002-12-0020.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 10. janúar s.l., er varðar væntanlega virkjun Orkubús Vestfjarða á Tunguá í Skutulsfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með bæjarráði og Kristjáni Haraldssyni, orkubússtjóra.

11. Bréf bæjartæknifræðings. - Fremstuhús í Dýrafirði, frumathugun á ofanflóðavörnum. 2002-04-0064.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, bæjartæknifræðings, dagsett 8. janúar s.l., varðandi frumathugun á ofanflóðavörnum vegna Fremstuhúsa í Dýrafirði. Í bréfinu koma fram einir fimm valkostir varðandi ofanflóðavarnir.
Bréfi bæjartæknifræðings fylgir bréf Veðurstofu Íslands frá 30. september 2002, ásamt greinargerð Verkfræðistofu Austurlands frá því í október 2002, um frumathugun á ofanflóðavörnum vegna Fremstuhúsa.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að leið C við ofanflóðavarnir fyrir Fremstuhús í Dýrafirði verði valin. Sú leið gerir ráð fyrir 11 m háum varnargarði.

12. Bréf bæjarstjóra. - Skyndilokanir út af Sauðanesi, skyndilokun nr. 003-2003.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 13. janúar 2003, er varðar skyndilokun Hafrannsóknarstofnunar á veiðisvæði út af Sauðanesi, nánar tilgreint 16 mílur út frá Deild og 19 mílur út frá Barða og mótmæli smábátasjómanna á norðanverðum Vestfjörðum.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur fulla ástæðu til þess að sjávarútvegsráðherra láti endurskoða þær reglur sem eru í gildi varðandi skyndilokanir veiðisvæða, reglur sem byggjast eingöngu á lengdarmælingu fisks en ekki aldursgreiningu.
Lokun veiðisvæðis samkvæmt skyndilokun 003-2003 hefur í för með sér að hætta er á að smábátar fari út fyrir svæðið, það er út fyrir 19 mílur, sem býður upp á stóraukna slysahættu sérstaklega á þessum árstíma. Auk þess njóta veiðisvæði smábáta í venjulegu árferði nægilegrar friðunar og ekki síst yfir vetrartímann.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ingi Þór Ágústsson. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.