Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

323. fundur

Árið 2002, mánudaginn 30. desember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 17/12. 195. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd. 18/12. 5. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Atvinnumálanefnd 20/12. 20. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 20/12. 6. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
2. liður. Bæjarráð samþykkir styrk menningarmálanefndar til Héraðsskjalasafns, sem millifærslu milli bókhaldslykla 05-89-995-1 / 05-31-202-1 í fjárhagsáætlun ársins 2002.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Húsaleigubætur til fatlaðra á sambýlum. 2002-12-0036.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 11. desember s.l., varðandi greiðslu húsaleigubóta til fatlaðra íbúa á sambýlum. Í bréfinu kemur fram að frá og með 1. janúar 2003 eiga allir fatlaðir íbúar á sambýlum rétt til greiðslu húsaleigubóta.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

3. Bréf Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. - Styrkur vegna húsaleigu. 2002-12-0060.

Lagt fram bréf frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða dagsett 4. desember s.l., þar sem sótt er um styrk til Ísafjarðarbæjar, er nemur húsaleigu Fræðslumiðstöðvar af húsnæði að Eyrargötu 2-4 á Ísafirði, en húsaleiga er samkvæmt leigusamningi kr. 50.000.- pr. mánuð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara um erindið.

4. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 699. stjórnarfundar. 2002-01-0193.

Lögð fram fundargerð 699. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 3. desember s.l., fundar er haldinn var að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. - Þjónustusamningur. 2002-12-0007.

Lagt fram bréf frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna dagsett 29. nóvember s.l., þar sem m.a. kemur fram að Ráðgjafarstofan óskar eftir að gerður verði þjónustusamningur milli stofunnar og Ísafjarðarbæjar um nánara samstarf og aukna þjónustu.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og óskar umsagnar um það.

6. Bréf UMFÍ. - Aðstaða fyrir aldraða í íþróttahúsum. 2002-12-0038.

Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands dagsett 10. desember s.l., þar sem sveitarfélögum er kynnt tillaga frá 33. sambandsráðsfundi UMFÍ þar sem skorað er á m.a. umsjónarmenn íþróttahúsa að þeir sjái til þess að aldraðir njóti sömu aðstöðu í íþróttahúsum og aðrir aldurshópar.

Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og æskulýðsnefndar Ísafjarðarbæjar.

7. Bréf Olíudreifingar ehf. - Lóðaumsókn fyrir bensínstöð. 2002-12-0046.

Lagt fram bréf frá Olíudreifingu ehf., Reykjavík, dagsett 13. desember s.l., umsókn um lóð undir bensínstöð, lóð nr. 1 við Safnbraut á Tunguskeiði í Skutulsfirði.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

8. Bréf Stjörnubíla ehf. - Ferðaþjónusta við fatlaða. 2002-12-0045.

Lagt fram bréf frá Stjörnubílum ehf., Ísafirði, dagsett 17. desember s.l., er varðar ferðaþjónustu við fatlaða í Ísafjarðarbæ, væntanlega uppsögn gildandi samnings og áhuga Stjörnubíla ehf. á að taka þátt í væntanlegu útboði varðandi ferðaþjónustu við fatlaða.

Lagt fram til kynningar. Guðni G. Jóhannesson lét bóka hjásetu sína við afgreiðslu þessa erindis.

9. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Fundargerð frá 13. desember 2002. 002-01-0184.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 16. desember s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 13. desember s.l.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá frekari upplýsingar frá heilbrigðisnefnd um úttekt á leiktækjum skóla, leikskóla og opinna svæða. Erindið lagt fram til kynningar.

10. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn. 2002-07-0048.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 16. desember s.l., er varðar námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn er haldin verða 15.-16. og 22.-23. febrúar 2003. Námskeiðin verða öllum opin, en við undirbúning þeirra hefur verið tekið mið af stöðu kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum. Meðfylgjandi er nánari námskeiðslýsing.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna fyrirhuguð námskeið fyrir bæjarfulltrúum.

11. Bréf Íbúðalánasjóðs. - Afgreiðsla viðbótarlánaheimilda. 2002-09-0082.

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dagsett 19. desember s.l., þar sem tilkynnt er að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur fengið samþykkta lánsheimild til veitingu viðbótarlána að upphæð kr. 40 milljónir á árinu 2003.

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf íþrótta- og æskulýðsnefndar. - Tilnefningar í afreks- og styrktarsjóð Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf íþrótta- og æskulýðsnefndar Ísafjarðarbæjar dagsett 18. desember s.l., um tilnefningar í afreks- og styrktarsjóð Ísafjarðarbæjar. Tilnefndir eru sem aðal- og varamenn eftirtaldir aðilar.
Aðalmenn: Rúnar Guðmundsson, Fylkir Ágústsson og Björgmundur Guðmundsson. Varamenn: Guðríður Sigurðardóttir, Sturla Páll Sturluson og Óli M. Lúðvíksson.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindir aðilar verði kjörnir í stjórn afreks- og styrktarsjóð Ísafjarðarbæjar.

13. Bréf Íbúðalánasjóðs. - Viðbótarlán 2002, upplýsingaöflun. 2002-12-0059.

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dagsett 18. desember s.l., er varðar upplýsingaöflun varðandi veitingu viðbótarlána á árinu 2002. Í bréfinu koma fram spurningar sem óskað er eftir að svarað verði fyrir 15. janúar 2003.

Bæjarráð felur húsnæðisfulltrúa að svara erindinu.

14. Samtök sveitarf. á köldum svæðum. - Fundargerð 20. stjórnarfundar. 2002-09-0099.

Lagt fram bréf Samtaka sveitarf. á köldum svæðum dagsett 19. desember s.l., ásamt fundargerð 20. stjórnarfundar.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:12

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ingi Þór Ágústsson. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.