Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

322. fundur

Árið 2002, mánudaginn 16. desember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 10/12. 20. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 10/12. 161. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
5. liður. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum frá Samb. ísl. sveitarf. vegna kostnaðar við nemendur í tónlistarskólum utan lögheimilissveitarfélags og stöðu sveitarfélaga gagnvart ríkisvaldinu vegna kostnaðar við nemendur sem stund nám í tónlistarskólum á vegum sveitarfélaga, en eru í framhalds skólum reknum af ríkinu.
6. liður. Bæjarráð bendir á að samningur um tónlistarkennslu er í gildi milli Ísafjarðarbæjar og Tónlistarskóla Ísafjarðar, einnig að stefnt er að endurskoðun á styrk til Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar.
Vegna þess telur bæjarráð tillögu fræðslunefndar ekki tímabæra. Lárus G. Valdimarsson óskaði bókaða hjásetu sína við bókun við 6. lið fundargerðar fræðslunefndar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 10/12. 71. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 12/12. 6. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
1. liður. Bæjarstjóri upplýsti að málið er í vinnslu og verður niðurstaða lögð fram þegar hún liggur fyrir.
5. liður. Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrá fyrir sundlaugar Ísafjarðarbæjar til síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2003.
7. liður. Bæjarráð bendir á að ekki sé um lækkun að ræða á framlagi til Vinnuskóla heldur tilfærslu á milli launaliða. Bæjarráð leggur áherslu á að farið er eftir tillögum forstöðumanns við gerð fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð áréttar að styrkur til Gamla apóteksins er samtals kr. 1.500.000.- þar með talinn húsaleigustyrkur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 11/12. 162. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
4. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við umsækjanda að lóð nr. 8 við E-götu á Tunguskeiði.
8. liður. Í framhaldi af svari umhverfisnefndar til bæjarráðs felur bæjarráð bæjarstjóra að ræða við Kristján Haraldsson, orkubússtjóra, um áform Orkubús Vestfjarða um virkjun í Tungudal.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Íþróttafélagsins Stefnis. - Tilnefning í starfshóp. 2002-11-0062.

Lagt fram bréf frá Íþróttafélaginu Stefni, Suðureyri, dagsett þann 11. desember s.l., þar sem tilkynnt er um tilnefningu félagsins í starfshóp um byggingu íþróttahúss og framtíðarnoktun Félagsheimilisins á Suðureyri. Tilnefndur hefur verið ritari félagsins Vernharður Jósefsson.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf Landsbjargar. - Styrkumsókn vegna umferðarfulltrúa Vestfjarða. 2002-12-0032.

Lagt fram bréf frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu dagsett 11. desember s.l., þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 300.000.- til að efla starf umferðarfulltrúa Vestfjarða. Síðastliðin fimm ár hefur umferðarfulltrúi Vestfjarða verið búsettur í Ísafjarðarbæ og starfað í þrjá mánuði yfir sumarið.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

4. Varasjóður húsnæðismála. - Upplýsingar og kynning. 2002-07-0021.

Lagt fram bréf frá Varasjóði húsnæðismála dagsett 9. desember s.l., þar sem hlutverk sjóðsins, aðsetur hans og framkvæmdastjóri eru kynnt, en sjóðurinn er staðsettur á Sauðárkróki og framkvæmdastjóri er Sigurður Árnason.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Íbúðalánasjóðs. - Lán til innlausnaríbúða. 2002-09-0081.

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði dagsett 5. desember s.l., þar sem tilkynnt er afgreiðsla lánsumsóknar Ísafjarðarbæjar um lán til innlausnaríbúða sveitarfélaga, sem breyta skal í leiguíbúðir á árinu 2003. Samþykkt fjárhæð er kr. 6.000.000.- Í bréfinu kemur fram að vextir til leiguíbúða eru breytilegir. Lánin eru jafngreiðslulán, lánstími allt að 50 ár og ársvextir nú 3,5%
Bréfinu fylgja reglur stjórnar Íbúðalánasjóðs um viðmiðunarstærðir leiguíbúða, viðmiðunarverð og byggingarkostnað.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Tilnefning í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. 2002-12-0025.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 5. desember s.l., með upplýsingum um tilnefningu í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Í bréfinu kemur fram að á meðal nefndarmanna er Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Evrópsk umhverfisverðlaun sveitarfélaga 2003. 2002-12-0033.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 10. desember s.l., er varðar Evrópsk umhverfisverðlaun sveitarfélaga 2003. Vegna aðildar Íslands að samningum um Evrópska efnahagssvæðið eiga öll íslensk sveitarfélög rétt á að taka þátt í samkeppni um verðlaunin. Þeir sem hyggja á þátttöku þurfa að fylla út þar til gert umsóknar- og spurningablað og senda það í síðasta lagi 31. janúar 2003, til aðstandenda verðlaunanna, samkvæmt nánari upplýsingum á umsóknarblaði.

Bæjarráð vísar erindinu til staðardagskrárnefndar.

8. Bréf Prestssetrasjóðs. - Varðar kauptilboð í Holtsskóla. 2002-07-0080.

Lagt fram bréf frá Prestssetrasjóði dagsett 13. desember s.l., þar sem svarað er fyrirspurn Ísafjarðarbæjar um hugsanleg makaskipti á landi og Holtsskóla, í framhaldi af tillögu Björns Davíðssonar á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 5. desember s.l.
Í bréfinu kemur fram að Prestssetrasjóður telji ekki eðlilegt að blanda saman sölu Holtsskóla og hugsanlegum landakaupum. Jafnframt kemur fram í bréfinu að stjórn Prestssetrasjóðs er til viðræðna við sveitarfélagið ef það óskar eftir landi.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9. Björgunarsveitin Björg. - Merki sveitarinnar, umsókn um afnot af gamla skjaldarmerki Suðureyrarhrepps.

Lagt fram tölvubréf frá Björgunarsveitinni Björg á Suðureyri, dagsett 13. desember s.l., þar sem óskað er heimildar til að meiga nota skjaldarmerki fyrrverandi Suðureyrarhrepps inn í merki sveitarinnar. Meðfylgjandi er tillaga að merki Bjargar.

Bæjarráð felur bæjarritara að afla frekari upplýsinga um reglur um notkun á skjaldarmerki Ísafjarðarbæjar.

10. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Niðurstaða viðræðna um daggjöld hjúkrunar- heimila. 2002-12-0030. - Áfangaskýrsla um athugun á skólpmengun við sjö þéttbýlisstaði. 2002-12-0017.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 9. desember s.l., ásamt:
a. Niðurstöðum fulltrúa sambandsins í viðræðunefnd heilbrigðisráðuneytisins um daggjöld hjúkrunarheimila, dagsett 21. nóvember 2002.
b. Áfangaskýrslu um athugun á skólpmengun við sjö þéttbýlisstaði, unnin af Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra og Náttúrustofu Vestfjarða.

Bæjarráð vísar afgreiðslu a. og b. liðar til bæjarstjórnar.

11. Bréf umhverfisnefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um verndun hafs og stranda. 2002-12-0031.

Lagt fram bréf umhverfisnefndar Alþingis dagsett 10. desember s.l., ásamt frumvarpi til laga um verndun hafs og stranda, 240. mál, heildarlög. Óskað er umsagnar sveitarstjórna um frumvarpið fyrir 15. janúar 2003.

Bæjarráð óskar umsagnar hafnarstjórnar og umhverfisnefndar.

12. Bréf fjármálastjóra. - Afslættir fasteignagjalda til elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2003.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett þann 13. desember s.l., varðandi afslætti fasteigangjalda til elli- og örorkulífeyrisþega í Ísafjarðarbæ árið 2003. Meðfylgjandi eru drög að reglum um niðurfellingu fasteignagjalda til ofangreindra aðila.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins, en tekur málið upp að nýju síðar.

13. Tillaga Magnúsar Reynis Guðmundssonar, um frestun síðari umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.

Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram ásamt greinargerð svohljóðandi tillögu um frestun síðari umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.
,,Legg til að síðari umræðu um fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir ári 2003 verði frestað þar til í byrjun janúar n.k. og verði hún þá rædd með fjárfestingaráætlun til þriggja ára, sem boðað er að verði framlögð þann 19. desember n.k."

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:40

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.