Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

321. fundur

Árið 2002, mánudaginn 9. desember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 3/12. 194. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
10. liður. Bæjarráð óskar eftir upplýsingum um hvaða rökstuðningur býr að baki tillögum í b. og c. lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 5/12. 84. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Trúnaðarmál. - Erindi lagt fram í bæjarráði.

Trúnaðarmál rætt, bæjarritara falið að skoða málið frekar.

3. Opnun kauptilboðs. - Sumarhúsið Oddatún 2 á Flateyri.

Lagt fram kauptilboð í sumarhúsið Oddatún 2 á Flateyri, frá Pálma R. Pálmasyni, kt. 011272-3209, að upphæð kr. 2.260.000.- Aðeins barst þetta eina tilboð í sumarhúsið eftir auglýsingu í Bæjarins Besta, með skilafresti til 3. desember s.l.

Bæjarráð felur bæjarritara að gera tilboðsgjafa gagntilboð.

4. Drög að þjónustusamningi við Slysavarnardeildina í Hnífsdal.

Lögð fram drög að þjónustusamningi við Slysavarnardeildina í Hnífsdal, (Björgunarsveitina Tinda). Samningurinn er í megin dráttum sambærilegur þeim samningi er gerður var við Björgunarfélag Ísafjarðar í mars 2002.

Bæjarráð samþykkir ofangreind drög að þjónustusamningi og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun.

5. Bréf formanns F.O.S. Vest. - Ófaglært starfsfólk í leikskólum. 2002-12-0004.

Lagt fram bréf frá Ólafi B. Baldurssyni, formanni F.O.S. Vest, dagsett 28. nóvember s.l., er varðar laun ófaglærðra starfsmanna í leikskólum Ísafjarðarbæjar og röðun þeirra í launaflokka.

Bæjarráð bendir á að samkvæmt gildandi kjarasamningi við F.O.S. Vest átti nýtt starfsmat að liggja fyrir þann 1. desember s.l., en fyrirsjáanlegt er að á því verður dráttur í einhverja mánuði. Þegar það starfsmat liggur fyrir mun það gilda frá og með 1. desember 2002. Bæjarráð telur því rétt að bíða eftir nýju starfsmati.

6. Bréf Stígamóta. - Fjárframlag Stígamóta. 2002-12-0008.

Lagt fram bréf Stígamóta dagsett 27. nóvember s.l., beiðni um fjárframlag frá sveitarfélögum landsins til reksturs Stígamóta. Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun ársins 2003 með skýringum.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar til afgreiðslu.

7. Fyrirkomulag hundaeftirlits í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf frá bæjarritara dagsett 4. desember s.l., er varðar fyrirkomulag á hundaeftirliti í Ísafjarðarbæ. Í bréfinu kemur fram tillaga um að starfsmenn í áhaldahúsi Ísafjarðarbæjar annist hundaeftirlit í Ísafjarðarbæ. Héraðsdýralæknir hefur nú þegar tekið út og samþykkt aðstöðu til vörslu lausagönguhunda á Kirkjubæ í Skutulsfirði.

Bæjarráð samþykkir ofangreinda tillögu.

8. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Samráðsnefnd um húsnæðismál. 2002-12-0014.

Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis dagsett 3. desember s.l., fyrirspurn til sveitarfélaga/húsnæðisnefnda um hvort til staðar séu reglur um veitingu viðbótarlána til íbúðakaupa. Séu reglurnar fyrir hendi er óskað eftir að eintak af þeim verði sent félagsmálaráðuneyti sem fyrst.

Bæjarráð vísar erindinu til húsnæðisfulltrúa til afgreiðslu.

9. Afrit bréfs fjármálaráðuneytis til Fasteigna ríkissjóðs vegna Móholts 5, Ísafirði. 2002-09-0033.

Lagt fram afrit af bréfi fjármálaráðuneytis til Fasteigna ríkissjóðs dagsett 29. nóvember s.l., vegna kaupa á Móholti 5, Ísafirði, til nota fyrir skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Í bréfinu fer ráðuneytið fram á það við Fasteignir ríkissjóðs að þær taki að sér umsýslu viðkomandi eignar.

Lagt fram til kynningar.

10. Samkomulag um breytingu á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga.

Lagt fram samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingar á fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Samkomulagið var undirritað í Reykjavík þann 4. desember 2002.

Lagt fram til kynningar.

11. Minnisblað bæjarstjóra. - Tilnefning bæjarráðs í starfskjaranefnd.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dagsett 5. desember s.l., þar sem hann minnir á að bæjarstjórn fól bæjarráði þann 13. júní s.l., að tilnefna fulltrúa Ísafjarðarbæjar í starfskjaranefnd. Bæjarstjóri gerir þá tillögu til bæjarráðs að neðangreindir aðilar verði skipaðir í starfskjaranefnd að hálfu Ísafjarðarbæjar.
Aðalmenn: Þorleifur Pálsson, bæjarritari og Þórir Sveinsson, fjármálastjóri.
Varamenn: Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Sigurður Mar Óskarsson, bæjartæknifræðingur.

Bæjarráð samþykkir ofangreinda tillögu bæjarstjóra.

12. Bréf Orkubús Vestfjarða. - Virkjun Tunguár í Skutulsfirði. 2002-12-0020.

Lagt fram bréf Orkubús Vestfjarða hf., Ísafirði, dagsett 4. desember s.l., er varðar virkjun Tunguár í Skutulsfirði. Í bréfinu er nánar gerð grein fyrir þessari hugmynd og óskað svars um hvort yfirvöld Ísafjarðarbæjar sjái einhverja þá meinbugi á áformum OV á virkjun Tunguár, sem leitt gætu til þess að ekki yrði virkjað. Telji bæjaryfirvöld enga meinbugi mun OV láta hanna virkjunina og í framhaldi af því sækja formlega um nauðsynleg leyfi m.a. til Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

13. Trúnaðarmál lagt fram í bæjarráði.

Bæjarráð felur bæjarritara að ganga frá málinu á grundvelli umræðna í bæjarráði.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:37

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.