Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

318. fundur

Árið 2002, mánudaginn 18. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnarnefnd 7/11.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 14/11. 192. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 13/11. 159. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Lárus G. Valdimarsson óskaði upplýsinga um fjölda tilfærslna á nemendum innan grunnskóla í Ísafjarðarbæ. Jafnframt óskar Lárus eftir upplýsingum um tilfærslur nemenda milli sveitarfélaga og hvernig sá kostnaður skiptist.
Ragnheiður Hákonardóttir óskaði eftir upplýsingum um fjölda barna á leikskólum Ísafjarðarbæjar og aldursdreifingu þeirra.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 12/11. 69. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 13/11. 5. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 13/11. 4. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 13/11. 159. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf mjólkurframleiðenda. - Stuðningur til eflingar mjólkurframleiðslu. 2002-06-0035.

Lagt fram bréf frá nokkrum mjólkurframleiðendum á norðanverðum Vestfjörðum dagsett 10. nóvember s.l., þar sem rætt er um nauðsyn þess að tryggja áframhaldandi mjólkurframleiðslu á svæðinu og rekstur mjólkursamlags á Ísafirði. Í bréfinu er gerð grein fyrir mikilvægi þess að Ísafjarðarbær komi að málinu og fram eru lagðar hugmyndir þar að lútandi.

Bæjarráð telur að ef til lánveitinga kemur sé Ísafjarðarbæ ekki heimilt að lána fjármagn án vaxta og verðbóta. Bæjarráð telur sér ekki fært að taka ákvörðun í þessu máli fyrr en fyrir liggi frekari upplýsingar um aðkomu Byggðastofnunar að málinu. Bæjarstjóra falið að leita frekari upplýsinga hjá Byggðastofnun.

3. Bréf húsnæðisfulltrúa. - Aflýsing kvaða á félagslegum íbúðum. 2002-11-0047

Lagt fram bréf frá Birgi Valdimarssyni, húsnæðisfulltrúa dagsett 14. nóvember s.l., þar sem hann óskar samþykkis bæjarráðs til að mega aflýsa kvöðum á félagslegum íbúðum Ísafjarðarbæjar m.a. til að undirbúa yfirfærslu eigna í hið nýja félag Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf.

Bæjarráð samþykkir erindi húsnæðisfulltrúa.

4. Minnisblað Andra Árnasonar hrl. - Lóðamál í ,,SUNDUM". 2002-06-0023.

Lagt fram minnisblað frá Andra Árnasyni hrl., dagsett 13. nóvember s.l., er varðar lóðamál í ,,SUNDUM" er snerta m.a. Vélsmiðju Ísafjarðar hf. og Póls hf. á Ísafirði. Bæjarlögmaður kemst að þeirri niðurstöðu að með vísan til framanritaðs og fyrirhugaðra framkvæmda á lóðinni Mjósundi 1 verður ekki séð að Ísafjarðarbær sé bundinn af umræddri kvöð og geti fellt hana niður. Þá verður ekki séð að þau atriði sem tiltekin eru í erindi Vélsmiðju Ísafjarðar frá 2. október s.l. geti leitt til bótaábyrgðar fyrir Ísafjarðarbæ.

Með tilvísun til álits Andra Árnasonar hrl., leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að svohljóðandi afgreiðsla umhverfisnefndar á erindi Póls hf. í 3. lið í l52. fundargerð nefndarinnar verði samþykkt. ,,Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún felli úr gildi samþykkt sína frá 12. júlí 1984, um kvöð um umferðarrétt milli lóðanna Sindragötu 10 og Njarðarsund 2 að lóðinni Mjósundi 1, þ.e. lóð Vélsmiðju Ísafjarðar".

5. Bréf Póls hf. - Lóðaleigusamningur. 2002-06-0023.

Lagt fram bréf frá Póls hf., Ísafirði, dagsett 7. nóvember s.l., þar sem ítrekuð er beiðni Póls um afgreiðslu erindis um endurskoðun á leigusamningi um lóðir fyrirtækisins.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

6. Bréf Sólveigar Victorsdóttur. - Minnisvarði við Lækjarós. 2002-11-0030.

Lagt fram bréf frá Sólveigu Victorsdóttur dagsett 9. nóvember s.l., er hún skrifar fyrir hönd hóps afkomenda Jóhannesar Guðmundssonar sem sáu um að safna fé og láta setja upp minnisvarðann að Lækjarósi í Dýrafirði. Erindið er um fegrun og frágang umhverfis við minnisvarðann.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

7. Bréf foreldraráðs Grunnskóla Suðureyrar. - Íþróttahús á Suðureyri. 2002-07-0056.

Lagt fram bréf frá foreldraráði Grunnskólans á Suðureyri dagsett 11. nóvember s.l., varðandi byggingu íþróttahúss á Suðureyri. Í bréfinu er óskað eftir upplýsingum um gang mála við byggingu íþróttahúss á Suðureyri og þrýst á að uppbyggingu verði hraðað.

Bæjarráð bendir á að fjárhagsáætlun er í vinnslu og forgangsröðun ekki lokið og felur bæjarstjóra að svara bréfinu.

8. Bréf foreldraráðs Grunnskóla Suðureyrar. - Flutningur nemenda til Ísafjarðar vegna íþróttakennslu. 2002-07-0056.

Lagt fram bréf frá foreldraráði Grunnskólans á Suðureyri dagsett 9. nóvember s.l., varðandi fyrirhugaðan flutning nemenda út Grunnskóla Suðureyrar til Ísafjarðar vegna íþróttakennslu. Í bréfinu kemur fram að foreldraráðið telur það óásættanlegan kost bæði fyrir nemendur og foreldra að flytja nemendur til Ísafjarðar vegna íþróttakennslu. Bent er á að frekar ætti að fara í lagfæringar á félagsheimili Súgfirðinga, til þess að þar mætti kenna íþróttir til bráðabirgða, það er þar til nýtt íþróttahús hefur risið á Suðureyri.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

9. Sóknarnefnd Þingeyrarsóknar. - Umsókn um framlag til Þingeyrarkirkju. 2002-11-0048.

Lagt fram bréf frá sóknarnefnd Þingeyrarsóknar dagsett 11. nóvember s.l., þar sem sóknarnefndin sækir um framlag til endurbyggingar á Þingeyrarkirkju á fjárhagsári 2003. Upphæð er ekki tiltekin en vísað til hliðstæðu við framlög til Ísafjarðarkirkju undanfarin ár, að teknu tilliti til aðstæðna.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

10. Bréf bæjarstjóra. - Drög að erindisbréfi undirbúningshóps vegna byggingar framtíðarhúsnæðis fyrir Grunnskólann á Ísafirði. 2002-11-0049.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. nóvember s.l., drög að erindisbréfi undirbúningshóps vegna byggingar framtíðarhúsnæðis fyrir Grunnskóla á Ísafirði. Í hópnum eigi sæti fjórir fulltrúar. Einn frá Grunnskólanum á Ísafirði, einn frá tæknideild, einn frá umhverfisnefnd og einn frá fræðslunefnd.

Bæjarráð leggur til að erindisbréfið verði samþykkt með þeim breytingum að undirbúningshópurinn heyri beint undir bæjarráð í nánu samstarfi við fræðslunefnd.

11. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Viðmiðunarreglur um framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum. 2002-11-0045.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 13. nóvember s.l., varðandi breytingar á viðmiðunarreglum og umsóknir um framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fyrir fjárhagsárið 2003. Erindið hefur verið komið til viðkomandi sviðsstjóra Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

12. Umsögn Samb. ísl. sveitarf. um endurskoðun laga- og reglugerðarákvæða Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lögð fram umsögn Samb. ísl. sveitarf. um skýrslu nefndar sem hefur endurskoðað laga- og reglugerðarákvæði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Umsögnin var samþykkt á fundi stjórnar sambandsins þann 12. apríl 2002.

Lagt fram til kynningar.

13. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 698. fundi.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 698. stjórnarfundi er haldinn var að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík þann 6. nóvember s.l.

Lagt fram til kynningar.

14. Samb. ísl. sveitarf. - Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. þar sem greint er frá að sambandið vinni nú að undirbúningi námskeiða fyrir sveitarstjórnarmenn. Námskeiðin eru öllum opin en þau eru fyrst og fremst sniðin að þörfum kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum og framkvæmdastjóra þeirra. Í bréfinu er stuttlega gerð grein fyrir efnisinnihaldi námskeiðanna.

Lagt fram til kynningar.

15. Bréf bæjarstjóra. - Drög að erindisbréfi starfshóps um byggingu íþróttahúss og framtíðarnotkun á félagsheimilinu á Suðureyri.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 18. nóvember s.l., drög að erindisbréfi starfshóps um byggingu íþróttahúss og framtíðarnotkun félagsheimilisins á Suðureyri. Í starfshópnum eigi sæti fimm fulltrúar.

Bæjarráð leggur til að erindisbréfið verði samþykkt með þeim breytingum að starfshópurinn heyri beint undir bæjarráð og í honum eigi sæti einn fulltrúi frá tæknideild, einn frá fræðslunefnd, einn frá íþrótta- og æskulýðsnefnd, einn frá íþróttafélaginu Stefni á Suðureyri og einn fulltrúi frá íbúum Suðureyrar er tilnefndur verður af bæjarstjóra. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og bæjarritari vinni með starfshópnum.

16. Drög að fjárhagsáætlun ársins 2003.

Bæjarstjóri óskar eftir því að frestað verði til næsta fundar bæjarráðs framlagningu á drögum að fjárhagsáætlun ársins 2003, þar sem vinna við fjárhagsáætlun hefur dregist.

Bæjarráð samþykkir beiðni bæjarstjóra.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:42

Þorleifur Pálsson, ritari

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.