Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

316. fundur

Árið 2002, mánudaginn 4. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 8/10. 17. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 29/10. 157. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 29/10. 50. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
1. liður. Bæjarráð frestar afgreiðslu 1. liðar og vísar honum aftur til landbúnaðarnefndar þar sem samkvæmt nýrri reglugerð er landinu skipt upp í búfjáreftirlitssvæði og er Ísafjarðarbær á svæði 10 ásamt Súðavíkurhreppi og Bolungarvíkurkaupstað.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 29/10. 82. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf fjármálastjóra.-Mánaðarskýrsla janúar-september 2002. 2002-01-0093.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 31. október s.l., ásamt mánaðarskýrslu um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - september 2002.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf Miðfells hf., Ísafirði. - Aukavatnsgjald. 2002-06-0021.

Lagt fram bréf frá Miðfelli hf., Ísafirði, dagsett 31. október s.l., þar sem óskað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ um fyrirkomulag og álagningu aukavatnsgjalds á fyrirtækið og greiðslu þess.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Miðfells hf., um erindi bréfsins.

4. Bréf Íbúasamtaka Hnífsdælinga. - Lokun brekku milli Bakkavegar og Skólagötu í Hnífsdal. 2002-11-0016.

Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Hnífsdælinga dagsett 28. október s.l., er varðar beiðni um heimild til lokunar á brekkur er liggur milli Bakkavegar og Skólagötu í Hnífsdal í þeim tilgangi að brekkan sé leiksvæði fyrir börn, þar sem umrædd brekka er tilvalin sleða- og þotubrekka.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

5. Bréf Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf. - Forkaupsréttur að íbúð í Mjallargötu 1, Ísafirði. 2002-10-0108.

Lagt fram bréf frá Lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar ehf., dagsett þann 30. október s.l., er varðar fyrirspurn um forkaupsrétt að íbúð í Mjallargötu 1 á Ísafirði. Jafnframt er minnt á í bréfinu að á sínum tíma var þrotabú Ísverks hf. skráð fyrir hluta lóðarinnar undir Mjallargötu 1, Ísafirði og var þessari eign ekki ráðstafað er þrotabúinu var lokað.
Jafnframt er lagt fram bréf frá Stefáni Brynjólfssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa varðandi lóðamálið.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti að viðkomandi íbúð í Mjallargötu 1, Ísafirði.

6. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð og fjárhagsáætlun. 2002-01-0184.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 28. október s.l., ásamt fundargerð frá 32. fundi Heilbrigðisnefndar Vestfjarðasvæðis föstudaginn 25. október s.l. Á fundinum var lögð fram fjárhagsáætlun ársins 2003 og þar samþykkt. Fjárhags- áætlunin fylgir ofangreindu bréfi ásamt gjaldskrá.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun HV til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2003 og gjaldskrá til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7. Bréf Karlakórsins Ernis. - Styrkbeiðni. 2002-10-0097.

Lagt fram bréf frá Karlakórnum Erni Norðanverðum Vestfjörðum dagsett þann 1. október s.l., móttekið þann 28. október s.l. Í bréfinu er stuttlega sagt frá starfi kórsins og óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 200.000.-
Það má koma hér fram að Ísafjarðarbær hefur án endurgjalds heimilað kórnum æfingar í Grunnskólanum að Holti í Önundarfirði s.l. starfsár svo og nú í haust.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

8. Bréf Siglingastofnunar. - Yfirlitskýrsla um sjóvarnir.

Lagt fram bréf frá Siglingastofnun dagsett 24. október s.l., þar sem fram kemur að stofnunin hafi nýlega gefið út endurskoðaða skýrslu um sjóvarnir. Úrdráttur úr skýrslunni sem fylgir með bréfinu er endurskoðuð skýrsla frá árinu 2000 og er það inngangskafli skýrslunnar og sá hluti er varðar viðkomandi sveitarfélag.

Bæjarráð vísar bréfinu ásamt skýrslunni til hafnarstjórnar.

9. Bréf Skipulagsstofnunar. - Gerð aðalskipulags. 2002-10-0101.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 28. október s.l., en með bréfinu vill stofnunin vekja athygli sveitarstjórna á ákvæðum skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum um gerð aðalskipulags.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

10. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 697. fundi. 2002-02-0044.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 697. fundi er haldinn var þann 14. október s.l., að Háaleitisbraut 11, Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

11. Heilbrigðisstofnunin, Ísafjarðarbæ. - Fundargerðir stjórnar. 2002-06-0042.

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar, Ísafjarðarbæ, frá 2. maí, 6. maí og 19. september 2002. Fundargerðirnar bárust Ísafjarðarbæ 28. október s.l.

Lagt fram til kynningar.

12. Samtök sveitarf. á köldum svæðum. - Fundarboð sjötta ársfundar. 2002-11-0002.

Lagt fram fundarboð ásamt dagskrá fyrir sjötta ársfund Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, er haldinn verður þann 7. nóvember n.k. á Hótel Sögu í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

13. Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf. - Tilnefningar í stjórn. 2002-02-0024.

Lagt fram erindi dagsett 1. nóvember s.l. undirritað af bæjarritara, varðandi tilnefningar í stjórn Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf., Ísafirði. Rætt hefur verið við neðangreinda um að taka sæti í stjórn félagsins.
Aðalmenn: Halldór Margeirsson, Snorri Hermannsson, og Þorleifur Pálsson.
Varamenn: Björn Jóhannesson, Guðrún Guðmannsdóttir og Þórir Sveinsson.
Erindinu fylgir samþykkt fyrir Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf., er samþykkt var í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 2. maí 2002.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindir aðilar verði kjörnir í stjórn Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:53

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.