Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

315. fundur

Árið 2002, mánudaginn 28. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar umhverfisnefndar komu á fund bæjarráðs.

Til fundar við bæjarráð að ósk bæjarstjóra eru mættir frá umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar þeir Kristján Kristjánsson, formaður, Sæmundur Kr. Þorvaldsson, Jón S. Hjartarson, Björgmundur Ö. Guðmundsson, Jón Reynir Sigurvinsson, ásamt Sigurði Mar Óskarssyni, sviðsstjóra umhverfissviðs og Stefáni Brynjólfssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa.

Umræðuefnið er m.a. afgreiðsla bæjarstjórnar á tillögu umhverfisnefndar í 1. lið 156. fundargerðar umhverfisnefndar er varðar deiliskipulag á Suðureyri og akstur um Sætún á Suðureyri.

2. Fulltrúar fræðslunefndar mæta á fund bæjarráðs.

Að beiðni bæjarráðs eru mætt til fundar Svanlaug Guðnadóttir, formaður og Óðinn Gestsson, varaformaður fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar, ásamt Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Umræðuefnið er skólavistun grunnskólabarna utan lögheimilissveitarfélaga.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur um skólavistun grunnskólabarna utan lögheimilissveitarfélags verði óbreyttar, þannig að heimilað verði áfram að börn geti sótt nám utan Ísafjarðarbæjar, samkvæmt mati sérfræðiþjónustu skólanna og eða vegna sérstakra tímabundinna aðstæðna foreldra.

3. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 24/10. 18. fundur.
1. liður. Bæjarráð vísar 1. lið til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 24/10. 3. fundur.
2. og 3. liður. Bæjarráð vísar 2. og 3. lið til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2002.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 23/10. 157. fundur.
10. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita umsagnar bæjarlögmanns.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4. Bréf starfsfólks Grunnskólans á Ísafirði.- Þakkir fyri stuðning. 2002-10-0077.

Lagt fram bréf frá starfsfólki Grunnskólans á Ísafirði dagsett 18. október s.l., þar sem færðar eru þakkir til Ísafjarðarbæjar fyrir veittan stuðning til námsferðar til Edinborgar dagana 11.-17. júní s.l.

Lagt fram til kynningar.

5. Erindi frá bæjarritara. - Seljalandsvegur 29, Ísafirði. 2002-10-0094.

Lagt fram erindi frá bæjarritara dagsett þann 25. október s.l., þar sem þess er farið á leit við bæjarráð að óskað verði heimildar umhverfisnefndar til niðurrifs á húseigninni Seljalandsvegi 29, Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska heimildar umhverfisnefndar til niðurrifs á Seljalandsvegi 29, Ísafirði.

6. Bréf húsnæðisfulltrúa og bæjarritara. - Veiting viðbótarlána 2002. 2002-10-0095.

Lagt fram bréf frá Birgi Valdimarssyni, húsnæðisfulltrúa og Þorleifi Pálssyni, bæjarritara, dagsett þann 22. október s.l., þar sem gerð er grein fyrir samþykktum viðbótarlánum vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði í Ísafjarðarbæ það sem af er árinu 2002. Alls hefur verið mælt með 25 umsóknum samtals að upphæð kr. 29.264.125.- Samkvæmt fjárhagsáætlun er heimild til samþykktar viðbótarlána að upphæð kr. 30 milljónir, en heimild Ísafjarðarbæjar hjá Íbúðalánasjóði er upp á kr. 45 milljónir.
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til að nýta þær kr. 15 milljónir sem eftir eru og þar af leiðandi aukafjárveitingu allt að kr. 750.000.- til að standa skil á 5% framlagi sveitarfélagsins í varasjóð húsnæðismála.

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar því til endurskoðunar á fjárhagsáætlun ársins 2002.

7. Bréf umhverfisráðuneytis. - Samningur um Náttúrustofu Vestfjarða. 2002-10-0078.

Lagt fram bréf umhverfisráðuneytis dagsett 17. október s.l., varðandi drög að samningi milli sveitarfélaga, sem standa að náttúrustofum og umhverfisráðuneytis um rekstur þeirra sbr. 9. gr. laga nr. 60/1992, sbr. breyting sem gerð var á þeim lögum síðasta vor, nr. 92/2002. Bréfinu fylgja drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og umhverfisráðuneytisins um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir drög að samningnum í samráði við Súðavíkurhrepp og Bolungarvíkurkaupstað. Í framhaldi af því verður umhverfisráðuneyti send umsögn.

8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2002. 2002-10-0076

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 19. október s.l., varðandi fjármála- ráðstefnu sveitarfélaga 2002. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Sögu í Reykjavík 7. og 8. nóvember n.k. Meðfylgjandi eru drög að dagskrá ráðstefnunnar.

Bæjarráð samþykkir að bæjarráð ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra sæki ráðstefnuna.

9. Félagsmálaráðuneytið. - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. Tekjujöfnunarframlag 2002. 2002-10-0047.

Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis dagsett 21. október s.l., ásamt útreikningi tekjujöfnunarframlags 2002 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Fram kemur að meðaltekjur á hvern íbúa í Ísafjarðarbæ eru kr. 214.488.- eða kr. 5.308.- hærri en meðal viðmiðunartekjur. Ísafjarðarbær fær því ekki tekjujöfnunarframlag á árinu 2002. Hins vegar eru meðaltekjur í Ísafjarðarbæ lægri en meðaltekjur sveitarfélaga með 300 til 9.999 íbúa sem eru kr. 217.896.-

Lagt fram til kynningar.

10. Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands. - Styrktarsjóður EBÍ 2002. 2002-05-0076.

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dagsett 22. október s.l., varðandi úthlutun úr Styrktarsjóði EBÍ 2002. Í bréfinu kemur fram að Ísafjarðarbær fær ekki styrkveitingu á þessu ári.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19.54

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.