Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

314. fundur

Árið 2002, mánudaginn 21. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Þetta var gert:

1. Fulltrúar frá Fiskvinnslunni Fjölni hf., Þingeyri, komu á fund bæjarráðs.

Til fundar við bæjarráð eru mættir f.h. Fiskvinnslunnar Fjölnis hf., Þingeyri, Pétur H. Pálsson, Páll Pálsson og Albert Sigurjónsson. Ofangreindir eru mættir að beiðni bæjarráðs til viðræðna um byggðakvóta er félaginu var úthlutað samkvæmt samkomulagi Fjölnis, Byggðastofnunar og Ísafjarðarbæjar dagsettu 14. ágúst 1999. Fram eru lagðar upplýsingar um notkun aflamarks Fjölnis fiskveiðiárin 1999-2000, 2000-2001 og 2001-2002. Alls hefur verið landað og unnin á Þingeyri á þessu tímabili 7.305 tonn.

Að fengnum framlögðum upplýsingum samþykkir bæjarráð að mæla með við bæjarstjórn áframhaldandi úthlutun byggðakvóta til Fiskvinnslunnar Fjölnis hf., Þingeyri, á grundvelli samkomulags Fjölnis, Byggðastofnunar og Ísafjarðarbæjar frá 14. ágúst 1999.

2. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 14/10. 190. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 15/10. 68. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf Náttúruverndar ríkisins. - Ástand í umhverfismálum. 2002-10-0058.

Lagt fram bréf frá Náttúruvernd ríkisins dagsett 10. október s.l., varðandi úttekt og greinargerð um ástand í umhverfismálum. Í bréfinu vekur Náttúruvernd athygli á 44. gr. laga um náttúruvernd ,,Eignir í hirðuleysi, eyðijarðir og úrbætur" er fjallar m.a. um skyldur sveitarstjórna þar að lútandi. Sveitarstjórnir skulu eigi síðar en á árinu 2002 hafa lokið úttekt á ástandi og skila Náttúruvernd ríkisins skriflegri greinargerð.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar, staðardagskrárfulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

4. Bréf Hermanns Þorsteinssonar. - Uppsögn á starfi hundaeftirlitsmanns hjá Ísafjarðarbæ. 2002-10-0066.

Lagt fram bréf frá Hermanni Þorsteinssyni, Ísafirði, dagsett 14. október s.l., þar sem hann segir upp samningi um starf hundaeftirlitsmanns hjá Ísafjarðarbæ og óskar eftir að losna sem fyrst.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa starf hundaeftirlitsmanns hjá Ísafjarðarbæ.

5. Bréf Péturs Tryggva, Brautarholti, Ísafirði. - Tunga í Skutulsfirði.

Lagt fram bréf frá Pétri Tryggva, Brautarholti, Ísafirði, dagsett 3. október s.l., þar sem hann kemur á framfæri hugmynd um að Tunga í Skutulsfirði verði að skapandi athvarfi fyrir listhandverk/hönnun.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:56

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.