Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

313. fundur

Árið 2002, mánudaginn 14. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 8/10. 156. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
1. liður. Ragnheiður Hákonardóttir óskar eftir greinargerð um feril máls varðandi skólavist grunnskólabarna utan lögheimilissveitarfélags.
Bæjarráð felur fræðslunefnd að taka upp fyrri tillögu sína um vistun barna í grunnskólum utan lögheimilissveitarfélags. Gerð verði könnun á hvernig þessum málum er háttað hjá öðrum sveitarfélögum. Málið verði síðan lagt fyrir bæjarráð að nýju.
Bæjarráð óskar eftir að formaður og varaformaður fræðslunefndar ásamt forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu komi á næsta fund bæjarráðs.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd 10/10. 2. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
7. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa HSV, sem eiganda skálans, um framtíð Skíðheima á Seljalandsdal.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Stjórn Listasafns Ísafjarðarbæjar 9/10.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 9/10. 156. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
1. liður. Bæjarráð vísar málinu til ákvörðunatöku í bæjarstjórn.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Opnun kauptilboða í sumarhús við Oddatún á Flateyri.

Lagt fram yfirlit um kauptilboð er borist hafa í þrjú sumarhús við Oddatún á Flateyri, en umsóknarfrestur rann út þann 7. október s.l.
Neðangreind tilboð hafa borist:

Tilboð 1. Agnar Þór Sigurðsson, kt. 020662-3529. Tilboð í Oddatún 5, Flateyri, upphæð kr. 2.540.000.-
Tilboð 2. Agnar Þór Sigurðsson, kt. 020662-3529. Tilboð í Oddatún 3, Flateyri, upphæð kr. 2.540.000.-
Tilboð 3. Agnar Þór Sigurðsson, kt. 020662-3529. Tilboð í Oddatún 2, Flateyri, upphæð kr. 2.540.000.-

Tilboð 4. Magnús H. Guðmundsson ofl., kt. 190547-2569.
A hluti tilboðs.
Tilboð í Oddatún 2, Flateyri, upphæð kr. 2.000.000.-
Tilboð í Oddatún 3, Flateyri, upphæð kr. 1.850.000.-
Tilboð í Oddatún 5, Flateyri, upphæð kr. 2.000.000.-
B hluti tilboðs.
Tilboð í Oddatún 3 eða 5, Flateyri, upphæð kr. 2.100.000.-

Tilboð 5. Tækniþjónusta Bifreiða ehf., kt. 610499-3689, c/o Jón M. Guðröðsson, kt. 160341-4169.
Tilboð í Oddatún 2, Flateyri, upphæð kr. 1.780.000.-

Tilboð 6. Tækniþjónusta Bifreiða ehf., kt. 610499-3689, c/o Jón M. Guðröðsson, kt. 160341-4169.
Tilboð í Oddatún (3) 5, Flateyri, upphæð kr. 2.060.000.-

Tilboð 7. Tækniþjónusta Bifreiða ehf., kt. 610499-3689, c/o Jón M. Guðröðsson, kt. 160341-4169.
Tilboð í Oddatún 3, Flateyri, upphæð kr. 1.730.000.-

Tilboð 8. Sigurjón Grétarsson, kt. 140872-3189.
Tilboð í Oddatún 2, 3 og 5, Flateyri, upphæð kr. 5.250.000.-

Tilboð 9. Sporhamar ehf., kt. 620487-1479, c/o Eiríkur Guðmundsson.
Tilboð í Oddatún 2, 3 og 5, Flateyri, upphæð kr. 6.500.000.-

Borist hefur kauptilboð frá Bjarnveigu Skaftfeld og Skúla Ragnarssyni. Tilboðið barst þann 8. október s.l. og telst því ekki gilt.

Borist hefur símbréf frá Tækniþjónustu Bifreiða ehf., þar sem staðfest er að aðeins verður um kaup á einu húsi að ræða.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Agnar Þór Sigurðsson um tilboð nr. 1, 2 og 3.
Bæjarráð hafnar öðrum tilboðum.

3. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga. 2002-10-0047.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 3. október s.l., er varðar samþykktir ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, tillögu um hækkun á heildarúthlutun þjónustuframlaga á árinu 2002 úr kr. 1.000 milljónum í kr. 1.400 milljónir. Jafnframt kemur fram í bréfinu að árgjald sveitarfélaga í Bjargráðasjóð verði innheimt af þjónustuframlaginu. Eins er getið um að úthlutun tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2002 mun fara fram á fundi ráðgjafanefndarinnar þann 11. október 2002.
Bréfinu fylgja upplýsingar um skilafresti á umsóknum um framlög úr Jöfnunarsjóði á næstunni, endurskoðuð áætlun um úthlutun þjónustuframlags árið 2002 og kvittun fyrir greiðslu í Bjargráðasjóð.

Bæjarráð vísar bréfinu til sviðsstjóra Ísafjarðarbæjar.

4. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla janúar - ágúst 2002. 2002-01-0093.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 10. október s.l., mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar á tímabilinu janúar - ágúst 2002.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Jarðanefndar V-Ísafjarðarsýslu. - Álfadalur á Ingjaldssandi. 2002-09-0101.

Lagt fram bréf frá Jarðanefnd Vestur-Ísafjarðarsýslu dagsett 4. október s.l., er varðar umsögn nefndarinnar vegna sölu á hluta jarðarinnar Álfadals á Ingjaldssandi í Önundarfirði. Jarðanefndin samþykkir framangreinda jarðasölu án athugasemda.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsréttur að hluta jarðarinnar Álfadals verði ekki nýttur.

6. Embættisbústaður skólameistara MÍ. - Kaupsamningur vegna Móholts 5, Ísafirði. 2002-09-0033.

Lagður fram kaupsamningur vegna kaupa ríkissjóðs og sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum á embættisbústað fyrir skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Verið er að kaupa húseignina Móholt 5, Ísafirði, kaupverð er kr. 12.150.000.- Kaupsamningnum fylgja frekari upplýsingar um málið. Hlutur Ísafjarðarbæjar er kr. 3.790.800.- eða 31,2% af heild.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að kaupsamningurinn verði samþykktur og greiðslu hluta Ísafjarðarbæjar verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2003.
Bæjarráð gerir þá fyrirspurn til skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði hvort og þá hversu mikið óráðstafað söluverð af húsi í Holtahverfi komi til með að lækka hlut Ísafjarðarbæjar í kaupum á Móholti 5, Ísafirði.

7. Lóðin Silfurgata 3, Ísafirði. - Kaupsamningur með afsali. 2002-06-0007.

Lagður fram kaupsamningur með afsali vegna kaupa Ísafjarðarbæjar á lóðinni Silfurgötu 3 á Ísafirði af Verslun Björns Guðmundssonar ehf., Ísafirði. Kaupverð lóðarinnar er kr. 1.000.000.- Kaupsamningi fylgir mæliblað af lóðinni.

Bæjarráð leggur til að kaupsamningurinn með afsali verði samþykktur.

8. Væntanleg sala á Sundstræti 21, Ísafirði. - Amsterdam.

Lögð fram að nýju tvö kauptilboð er borist hafa í húseignina Sundstræti 21, Ísafirði. (Amsterdam.) Jafnframt eru lögð fram til upplýsinga eftirfarandi fylgiskjöl. Útskrift úr Fasteignamati ríkisins vegna Sundstræti 21, bréf skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar til Húsafriðunarnefndar dagsett 11. júní s.l., afrit bréfs Elísabetar Gunnarsdóttur til Húsafriðunarnefndar dagsett í ágúst s.l. og bréf Húsafriðunarnefndar til skipulags- og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar dagsett 2. október 2002.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hærra kauptilboðið kr. 151.000.-, kauptilboði Kristins Þ. Jónssonar verði tekið. Bryndís G. Friðgeirsdóttir sat hjá við ákvarðanatöku málsins.

9. Bréf Hafnasambands sveitarfélaga. - Markaðsaðgangur. 2002-10-0045.

Lagt fram bréf frá Hafnasambandi sveitarfélaga til aðildarhafna dagsett 3. október s.l., varðandi bréf frá Sammenslutningen af danske havne, dagsett 8. júlí s.l., um samþykktir Ráðherraráðs Evrópusambandsins um markaðsaðgang fyrir þjónustu við hafnir.

Bæjarráð vísar bréfinu til hafnarstjórnar.

10. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Skiptinám á Norðurlöndum. 2002-10-0030.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 3. október s.l., ásamt upplýsingum um skiptinám fyrir stjórnendur í sveitarfélögum á Norðurlöndum sem skipulagt er í samvinnu sveitarfélagasambandanna á Norðurlöndum og Danska sveitarstjórnarháskólans í Grenå.

Bæjarráð óskar eftir að ofangreint bréf, ásamt meðfylgjandi upplýsingum, verði sent bæjarfulltrúum og stjórnendum Ísafjarðarbæjar og Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar.

11. Samb. ísl. sveitarf. - Könnun á kjörum sveitarstjórnarmanna og greiðslum til nefndarmanna. 2002-10-0046.

Lögð fram könnun unnin af hag- og upplýsingasviði Samb. ísl. sveitarf., um kjör sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga og greiðslum til nefndarmanna hjá íslenskum sveitarfélögum á síðasta kjörtímabili.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:28

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.