Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

310. fundur

Árið 2002, mánudaginn 23. september kl. 08:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 17/9. 16. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
2. liður. Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2003.
Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 17/9. 188. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
4. liður. Bæjarráð óskar eftir tillögunum áður en afstaða er tekin til þeirra.
5. liður. Bæjarráð óskar eftir kostnaðaráætlun og vísar erindinu til gerðar fjárhags-áætlunar 2003.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 17/9. 67. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 17/9. 81. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Staðardagskrárnefnd 3/9. 1. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Félagsmálaráðuneytið - reglugerð um varasjóð húsnæðismála. 2002-09-0086.

Lögð fram reglugerð nr. 656/2002 um varasjóð húsnæðismála.

Lagt fram til kynningar.

3. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra Vestfjörðum – umsóknir í Framkvæmdasjóð fatlaðra. 2002-09-0087.

Lagt fram bréf frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Vestfjörðum, dagsett 12. september sl., þar sem auglýst er eftir umsóknum í Framkvæmdasjóð fatlaðra vegna úthlutunar fyrir árið 2003.

Bæjarráð vísar erindinu til viðkomandi sviðsstjóra.

4. Félagsmálaráðuneytið – framlag vegna fasteignaskatts 2002. 2002-09-0084.

Lagt fram dreifibréf ásamt fylgiskjölum frá félagsmálaráðuneytinu dags. 13. sept. sl. varðandi framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna lækkunar tekna sveitarfélaga af fasteignaskatti á árinu 2002.

Lagt fram til kynningar.

5. Orkubú Vestfjarða – tenging jólaljósa við götuljósastaura. 2002-09-0077.

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjali frá Orkubúi Vestfjarða dags. 17. sept. sl. með reglum um tengingu jólaljósa við götuljósastaura í þéttbýli á Vestfjörðum.

Bæjarráð vísar bréfinu til tæknideildar og viðkomandi sviða.

6. Lögfræðiskrifstofa Tryggva Guðmundssonar ehf – forkaupréttur að fasteign. 2002-09-0074.

Lagt fram bréf frá Tryggva Guðmundssyni hdl. dags. 18. sept. sl. þar sem Ísafjarðarbæ er boðinn forkaupsréttur á eigninni Fjarðarstræti 32A, Ísafirði.

Bæjarráð hafnar forkaupsrétti.

7. Ingigerður Stefánsdóttir – ósk um námsleyfi. 2002-09-0088.

Lagt fram bréf frá Ingigerði Stefánsdóttur, leikskólastjóra Sólborgar, dags. 28. ágúst sl., með ósk um launað námsleyfi frá 1. október 2002 til 31. ágúst 2003.

Bæjarráð vísar erindinu til Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs til umsagnar.

8. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða - fundargerð. 2002-01-0184.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dags. 16 sept. sl. ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. sept. sl.

Lagt fram til kynningar.

9. Bæjarstjóri, fjármálastjóri – forsendur frumvarps fjárhagsáætlunar 2003. 2002-09-0075.

Lögð fram tillaga dags. 20. sept. sl. um almennar forsendur fyrir útreikninga tekna og gjalda frumvarps að fjárhagsáætlun 2003.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

10. Bæjarstjóri – uppbygging Torfnessvæðis, drög að samningi. 2002-01-135.

Lagt fram minnisblað Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra dags. 20. sept. sl. ásamt fylgiskjölum varðandi drög að samningi við BÍ, nýja kostnaðaráætlun fyrir aðrar framkvæmdir en gervigrasvöll og athugasemdir við samningsdrög BÍ og Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð frestar erindinu og felur bæjarstjóra að koma á fundi með málsaðilum.

11. Héraðssamband Vestfirðinga – umsagnir um drög að samningum við KFÍ og BÍ. 2002-03-0019.

Lagt fram bréf frá HSV með umsögn um drög að samstarfssamningi millum KFÍ og Ísafjarðarbæjar svo og drög að samstarfssamningi millum BÍ og Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

12. Skólavist utan lögheimilissveitarfélags.

Vísað er í 1. tölul. fundargerðar 155. fundar fræðslunefndar frá 10. sept. sl.

Bæjarráð telur nauðsynlegt að taka málið upp að nýju í ljósi umræðna á fundinum.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 09:30.

Þórir Sveinsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, varaformaður bæjarráðs.

Björgmundur Ö. Guðmundsson. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.