Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

305. fundur

Árið 2002, mánudaginn 19. ágúst kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Formaður bæjarráðs, Guðni Geir Jóhannesson, boðaði forföll. Ekki náðist að boða varamann í hans stað.

Þetta var gert:

1. Héraðssamband Vestfirðinga – viðræður við bæjarráð.

Mættir til fundar fulltrúar Héraðssambands Vestfirðinga þeir Björgmundur Guðmundsson og Hermann Níelsson til viðræðna við bæjarráð um samskipti bæjarins við íþróttafélögin og um drög að samstarfssamningi.

2. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 8/8. 152. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 13/8. 153. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bæjarstjóri – aðalskipulag Súðavíkurhrepps 1999-2018. 2002-07-0039.

Lagt fram afrit bréfs Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra, dagsett 12. ágúst sl., til Súðavíkurhrepps þar sem ítrekaðar eru athugasemdir við aðalskipulagstillögu vegna Súðavíkurhrepps 1999-2018 svo og að áskilinn er réttur Ísafjarðarbæjar til tjónabóta vegna skertrar nýtingar af jörðinni Seljalandi í Álftafirði.

Lagt fram til kynningar.

4. Fjármálastjóri – mánaðarskýrsla janúar-júní 2002. 2002-01-0093.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni fjármálastjóra ásamt fylgigögnum, dagsett 14. ágúst sl., um stöðu reksturs og fjárfestinga fyrstu sex mánuði ársins.

Lagt fram til kynningar.

5. Forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu – daggæslumál. 2002-05-0049.

Lagt fram bréf frá Ingibjörgu M. Guðmundsdóttur forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 15. ágúst sl., þar sem gert er grein fyrir stöðu daggæslumála í sveitarfélaginu fyrri hluta ársins 2002.

Lagt fram til kynningar.

6. Vélsmiðja Ísafjarðar – umsókn um stækkun húsnæðis. 2002-08-0041.

Lagt fram bréf frá Vélsmiðju Ísafjarðar ásamt fylgiskjölum, dagsett 6. ágúst sl., þar sem sótt er um stækkun á húsnæði fyrirtækisins við Mjósund 1.

Bæjarráð bendir á að umsóknin hefur borist til umhverfisnefndar og verður tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

7. Vegagerðin – efnistaka á Arnarnesi. 2002-07-0086.

Lögð fram undirgögn, sem óskað var eftir á 304. fundi bæjarráðs 12. ágúst sl., vegna fyrirhugaðrar efnistöku á Arnarnesi.

Bæjarráð vísar til fyrirhugaðs fundar með Gísla Eiríkssyni umdæmisstjóra Vegagerðarinnar þar sem efnistaka á Arnarnesi verður m.a. á dagskrá.

8. Bæjarstjóri – Sundstræti 21, Ísafirði. 2002-08-0016.

Lagt fram minnisblað frá Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra, dagsett 16. ágúst sl., þar sem gert er grein fyrir viðræðum við Gísla Þór Guðmundsson varðandi kaup á Sundstræti 21, Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja Sundstræti 21 á söluskrá og verði fasteignin seld með því skilyrði að húsið verði gert upp innan eins til tveggja ára frá sölu. Að öðrum kosti gangi kaupin til baka.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:20.

Þórir Sveinsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, varaformaður bæjarráðs.

Lárus Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.