Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

304. fundur

Árið 2002, mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Umhverfisnefnd 31/7. 152. fundur.
3. tölul. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins í ljósi nýs bréfs frá Vélsmiðju Ísafjarðar, dagsett 6. ágúst sl., með umsókn um stækkun á húsnæði fyrirtækisins við Mjósund 1.
6. tölul. Bæjarráð óskar eftir undirgögnum í málinu.
Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir af bæjarráði.

Atvinnumálanefnd 6/8. 15. fundur.
3. tölul. Bæjarráð samþykkir að leggja fram umsókn um þátttöku í verkefninu.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 6/8. 185. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Verkalýðsfélag Vestfirðinga – uppsögn starfsfólks þjónustudeildar Hlífar. 2002-05-0051.

Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga ásamt fylgigögnum, dagsett 18. júlí sl., varðandi uppsögn starfsfólks á þjónustudeild Hlífar.

Bæjarráð býður formann verkalýðsfélagsins til fundar um málið.

3. Verkalýðsfélagið Baldur – ívilnun fasteignagjalda. 2002-02-0042.

Lagt fram bréf frá Verkalýðsfélaginu Baldri ásamt fylgigögnum, dagsett 29. júlí sl., þar sem sótt er um styrk til greiðslu á hluta fasteignagjalda vegna húseignar félagsins við Pólgötu 2, Ísafirði.

Bæjarráð hafnar erindinu en felur fjármálastjóra að svara bréfinu.

4. Vélsmiðja Ísafjarðar – umferðarréttur að Mjósundi 1. 2002-06-0023.

Lagt fram bréf frá Vélsmiðju Ísafjarðar ásamt fylgigögnum, dagsett 28. júlí sl., þar sem mótmælt er ósk Póls hf um að felld verði úr gildi kvöð um umferðarrétt milli Sindragötu 10 og Njarðarsunds 2 að Mjósundi 1.

Bæjarráð vísar til afgreiðslu 3. tölul. 152. fundar umhverfisnefndar.

5. Fjórðungssamband Vestfirðinga – 47. fjórðungsþing Vestfirðinga. 2002-06-0002.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dagsett 1. ágúst sl., með boðun á 47. fjórðungsþing Vestfirðinga haldið í Bolungarvík 30. og 31. ágúst nk. sem hefst kl. 13.00.

Bæjarráð samþykkir að allir bæjarfulltrúar sæki þingið með atkvæðisrétti.

6. Varasjóður húsnæðismála – kynning á nýjum sjóði. 2002-07-0021.

Lagt fram dreifibréf, ódagsett, til sveitarfélaga frá Varasjóði húsnæðismála með kynningu á starfsemi hins nýja sjóðs.

Lagt fram til kynningar.

7. Edinborgarhúsið ehf - styrkbeiðni. 2002-08-0010.

Lagt fram bréf ódagsett frá Edinborgarhúsinu ehf með ósk um að Ísafjarðarbær styrki félagið um 1.000.000 kr. vegna ársins 2002 og um a.m.k. sömu upphæð árlega upp frá því.

Bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Edinborgarhússins ehf.

8. Gísli Þór Guðmundsson – fyrirspurn um kaup á Sundstræti 21, Ísafirði. 2002-08-0016.

Lagt fram bréf frá Gísla Þór Guðmundssyni, dagsett 6. ágúst sl., þar sem bréfritari lýsir yfir áhuga sínum á að kaupa fasteignina við Sundstræti 21, Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

9. Olíudreifing ehf – olíubirgðastöð við Suðurgötu, Ísafirði. 2002-08-0027.

Lagt fram bréf frá Olíudreifingu ehf, dagsett 6. ágúst sl. ásamt fylgiskjali, varðandi lóðaleigusamning og um olíubirgðastöð félagsins við Suðurgötu, Ísafirði.

Bæjarráð vísar erindinu til sérstaks fundar bæjarráðs, umhverfisnefndar og hafnarstjórnar.

10. Norræna félagið – þátttaka í afmælisverkefni. 2002-08-0005.

Lagt fram bréf frá Norræna félaginu, dagsett 30. júlí sl., þar sem Ísafjarðarbæ er boðið að taka þátt í verkefninu "Svona gerum við", verkefnavinnu ungmenna á aldrinum 15-18 ára í tengslum við Staðardagskrá 21 haldið 24.-29. sept. nk.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

11. Samband ísl. sveitarfélaga – ráðgjöf vegna Staðardagskrár 21. 2002-07-0095.

Lagt fram dreifibréf til sveitarfélaga frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 30. júlí sl., þar sem boðin er fram aðstoð varðandi gerð Staðardagskrár 21.

Bæjarráð vísar erindinu til staðardagskrárnefndar.

12. Samband ísl. sveitarfélaga – verkefnastefnumót um "Northern Periphery". 2002-08-0014.

Lagt fram dreifibréf til sveitarfélaga frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 2. ágúst sl., þar sem boðið er á verkefnaráðstefnu haldin í Svartsengi 13.-14. sept. nk. um "Northern Periphery" verkefnaáætlun ESB.

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10.

Þórir Sveinsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.