Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

303. fundur

Árið 2002, mánudaginn 29. júlí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 24/7. 151. fundur.
4. liður. Í kostnaðaráætlun forstöðumanns við 4. lið fundargerðarinnar kemur fram að kostnaður við verkefnið geti numið allt að kr. 1.444.000,-
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 16/7. 80. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjarritara. - Enduruppbygging Flateyrarkirkjugarðs. 2002-07-0016.

Lagt fram bréf frá bæjarritara dagsett 26. júlí s.l., varðandi fjármögnun greiðslu skuldar Ísafjarðarbæjar við Sóknarnefnd Flateyrarkirkju, vegna enduruppbyggingar Flateyrarkirkjugarðs. Við fyrri afgreiðslu málsins í bæjarráði þann 8. júlí s.l., var ekki gert ráð fyrir fjárveitingu til greiðslu skuldarinnar. Óskað er eftir við bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting til greiðslu skuldarinnar að upphæð allt að kr. 5.130.875.-

Bæjarráð felur fjármálastjóra að semja um greiðslu þeirra vaxta sem á skuldina hafa fallið. Heimild til greiðslu frestað að sinni.

3. Bréf stöðvarstjóra Funa. - Endurnýjun sorpkvarnar. 2002-07-0090.

Lagt fram bréf frá Víði Ólafssyni, stöðvarstjóra Funa, dagsett 25. júlí s.l., þar sem sótt er um aukafjárveitingu vegna endurnýjunar á sorpkvörn í Sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal. Óskað er eftir fjárveitingu að upphæð kr. 11 milljónir.

Bæjarráð frestar erindinu að sinni, en óskar eftir uppðlýsingum frá tæknideild og forstöðumanni um almennt ástand stöðvarinnar.

4. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Ársreikningar og fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. 2002-07-0085.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 22. júlí s.l., þar sem minnt er á ákvæði til bráðabirgða í reglugerð nr. 944/2000, um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, með síðari breytingum. Ákvæðið felur í megin dráttum í sér, að fyrir 1. september n.k., skulu öll sveitarfélög hafa sett fjárhagsáætlun ársins 2002 fram á formi er uppfyllir ákvæði fyrrgreindrar reglugerðar.

Bæjarritari upplýsti að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2002 var unnin í samræmi við ofangreindar reglur.

5. Bréf Einkaleyfastofunnar. - Byggðamerki. 2002-07-0078.

Lagt fram bréf frá Einkaleyfastofu dagsett 22. júlí s.l., þar sem verið er að benda sveitarfélögum á að Einkaleyfastofa annast skráningu á nýjum byggðamerkjum sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf Halldórs F. Guðmundssonar og Bryndísar Óskarsdóttur. - Krafa um kaup Ísafjarðarbæjar á Drafnargötu 11, Flateyri. 2002-07-0081.

Lagt fram bréf frá Halldóri F. Guðmundssyni og Bryndísi Óskarsdóttur, Noregi, dagsett 19. júlí s.l., þar sem Ísafjarðarbær er ásakaður um að halda niðri fasteignaverði á Flateyri og gerð sú krafa að Ísafjarðarbær kaupi Drafnargötu 11 á Flateyri fyrir 50% af brunabótamati, en viðkomandi eign er í eigu bréfritara.

Bæjarráð hafnar erindinu og felur bæjarstjóra að skrifa bréfriturum.

7. Bréf Prestssetrasjóðs. - Kauptilboð í Holtsskóla í Önundarfirði. 2002-07-0080

Lagt fram bréf frá Prestssetrasjóði dagsett 22. júlí s.l., þar sem Ísafjarðarbæ er gert kauptilboð í Holtsskóla í Önundarfirði að upphæð kr. 2.500.000.- Í bréfinu kemur fram að áformað er að reka í skólanum kirkju-, félags- og menningarmiðstöð. Samhljóða bréf hefur verið sent menntamálaráðuneyti og fylgir afrit þess hér með.

Bæjarráð er jákvætt fyrir sölu eignarinnar og felur bæjarstjóra að kanna afstöðu menntamálaráðuneytis til tilboðsins.

8. Bréf frá stjórnarmönnum í HSV. - Beiðni um fund með bæjarráði. 2002-07-0076.

Lagt fram bréf frá stjórnarmönnum í HSV dagsett þann 20. júlí s.l., þar sem óskað er eftir fundi með bæjarráði Ísafjarðarbæjar, til að ræða samskipti bæjarins við íþróttafélögin. Eins drög að samstarfssamningi milli bæjarins og HSV.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma á fundi með stjórn HSV og bæjarráði.

9. Bréf Heilbrigðisstofnunarinnar, Ísafjarðarbæ. - Þjónustuhópur aldraðra. 2002-07-0073.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni, Ísafjarðarbæ, dagsett 22. júlí s.l., þar sem tilkynnt er tilnefning í þjónustuhóp aldraðra Ísafjarðarbæ. Tilnefnd eru sem aðalmenn þau Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og Halldóra Hreinsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Varamaður er tilnefnd Bjarnheiður Ívarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Á fundi bæjarráðs var og lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara á Ísafirði dagsett í dag, þar sem fram kemur að eftirtaldir aðilar hafa verið tilnefndir af félaginu í þjónustuhóp aldraðra í Ísafjarðarbæ. Aðalmaður er Hákon Bjarnason og varamaður Guðríður Matthíasdóttir.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði. Afrit bréfanna send Skóla- og fjölskylduskrifstofu til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:45

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Ásthildur C. Þórðardóttir, áheyrnarfulltrúi.