Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

302. fundur

Árið 2002, mánudaginn 22. júlí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 12/7. 14. fundur.
1. liður c. Bæjarráð óskar upplýsinga um hvað gengur með vinnu við undirbúning að stofnun eignarhaldsfélags Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð óskar jafnframt eftir upplýsingum frá Byggðastofnun, um hvort og þá hvernig ráðstafað hafi verið fé frá Byggðastofnun, er ætlað var til stofnunar eignarhaldsfélaga á Vestfjörðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 17/7. 66. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 16/7. 79. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Tvö bréf til bæjarráðs vegna nemenda á grunnskólaaldri á Suðureyri. 2002-07-0065.

Lagt fram bréf frá Jóni A. Gestssyni og M. Hildi Eiðsdóttur, Sætúni 8, Suðureyri, dagsett 18. júlí s.l., varðandi bréf skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði, um brottvísun barna þeirra úr Grunnskólanum á Ísafirði á komandi vetri, með tilvísun til 13. liðar í 150. fundargerð fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar þann 4. júlí s.l.
Jafnframt er lagt fram bréf frá Burkna Dómaldssyni, Túngötu 15, Suðureyri, dagsett 13. júlí s.l., er varðar samskonar bréf frá skólastjóra GÍ. og afgreiðslu fræðslunefndar á 13. lið 150. fundargerðar þann 4. júlí s.l.
Til fundar við bæjarráð undir þessum lið dagskrár er mætt Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Ingibjörg María gerði grein fyrir málefnum Grunnskólans á Suðureyri og upplýsti jafnfram um stöðu þeirra mála sem í umræðu hafa verið m.a. varðandi umsóknir foreldra um skólavist barna frá Suðureyri í Grunnskólann á Ísafirði.

Bæjarráð leggur áherslu á að starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu ásamt fræðslunefnd hraði þeirri vinnu er þarf til að ásættanleg niðurstaða fáist í þessu máli.

3. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - 47. Fjórðungsþing. 2002-06-0002.

Lagt fram bréf frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 18. júlí s.l., þar sem tilkynnt er að ákveðið hafi verið að halda 47. Fjórðungsþing Vestfirðinga í Bolungarvík dagana 30.-31. ágúst n.k., í stað 6.-7. september n.k. eins og áður hafði verið boðað.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Jósefs Vernharðssonar og Jóns F. Þórðarsonar. - Hættumat vegna snjóflóða í Hnífsdal. 2002-06-0053.

Lagt fram bréf frá Jósef Vernharðssyni og Jóni Fanndal Þórðarsyni dagsett 17. júlí s.l., þar sem þeir óska eftir að frestur sá sem gefinn var, til að gera athugasemdir við hættumat vegna snjóflóða í Hnífsdal, verði framlengdur um einn mánuð. Staðið er að undirskriftasöfnun í Hnífsdal er varðar málið og þarf til þess lengri tíma þar sem nú stendur yfir aðal sumarleyfistími landsmanna.

Bæjarráð óskar eftir að frestur til athugasemda við hættumat snjóflóða á Ísafirði og í Hnífsdal verði framlengdur til 31. ágúst n.k.

5. Bréf félagsmálaráðuneytis. - Stofnframlag til framkvæmda við grunnskóla á árinu 2002. 2002-06-0029.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 9. júlí s.l., varðandi úthlutun stofnframlaga til framkvæmda við grunnskóla á árinu 2002 í sveitarfélögum sem hafa fleiri en 2000 íbúa. Umsókn Ísafjarðarbæjar hefur verið tekin til umfjöllunar og úrvinnslu af ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Félagsmálaráðherra hefur að tillögu nefndarinnar úthlutað stofnframlagi til Ísafjarðarbæjar að upphæð kr. 3.000.000.-

Bæjarráð felur fjármálastjóra að senda þær upplýsingar sem um er beðið í bréfinu svo framlagið komi til útborgunar.

6. Bréf fjármálastjóra. - Kostnaðarhækkun vegna nefndarlauna. 2002-05-0040.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 15. júlí s.l., er varðar kostnaðarhækkanir vegna nefnda og embættis bæjarstjóra. Ætlað er að viðbótarkostnaður vegna samþykktar bæjarstjórnar á 125. fundi þann 27. júní s.l., geti numið allt að kr. 6.000.000.- á þessu ári. Óskað er eftir aukafjárveigingu að upphæð kr. 6.000.000.- til að mæta þessari kostnaðarhækkun á árinu.

Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu er færist á ófyrirséð í fjármagnsstreymi.

7. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar janúar-maí 2002. 2002-01-0095.

Lagt fram bréf frá Þóri Sveinssyni, fjármálastjóra, dagsett 16. júlí 2002, mánaðarskýrsla um rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - maí 2002.

Lagt fram til kynningar.

8. Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar Deild 21. - Greinargerð um niðurstöður umhverfismats á 70 fyrirtækjum í Ísafjarðarbæ.

Lögð fram greinargerð frá Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar Deild-21 (Staðardagskrá 21), niðurstaða umhverfismats á 70 fyrirtækjum í Ísafjarðarbæ er deildin framkvæmdi dagana 20. - 24. júní 2002. Þetta umhverfismat var tvískipt: Annars vegar framkvæmdi Deild 21 ytra umhverfismat þar sem svarað var fyrirfram ákveðnum spurningum um ytra umhverfi fyrirtækja. Hins vegar svöruðu starfsmenn fyrirtækjanna nafnlausum spurningalista um innri umhverfismál. Í lok greinargerðarinnar eru talin upp 21 fyrirtæi er talin voru til fyrirmyndar fyrir Ísafjarðarbæ.
Á fund bæjarráðs mætti Albertína Elíasdóttir, flokkstjóri Deildar 21 í Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar og útskýrði verkefnið og niðurstöður þess, en Albertína var stjórnandi verkefnisins.

Bæjarráð vill færa þeim aðilum er að verkefninu stóðu þakkair fyrir gott og þarft verkefni og vonast til að niðurstaða þess verði fyrirtækjum í Ísafjarðarbæ hvatning til að bæta um betur þar sem það á við.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:25

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Magnús Reynir Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi.