Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

298. fundur

Árið 2002, mánudaginn 24. júní kl. 16:30 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Menningarmálanefnd 19/6 78. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Drög að ráðningarsamningi bæjarstjóra lögð fram í bæjarráði.

Lögð fram drög að ráðningarsamningi við Halldór Halldórsson, bæjarstjóra, unnin af forseta bæjarstjórnar og formanni bæjarráðs, með tilvísun til samþykktar bæjarstjórnar frá 124. fundi 13. júní 2002.

Bæjarráð vísar drögum að ráðningarsamningi við bæjarstjóra til ákvörðunar bæjarstjórnar.

3. Ráðningarsamningur skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði.

Lagður fram ráðningarsamningur við Skarphéðinn Jónsson nýráðinn skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði. Samningurinn er undirritaður af bæjarstjóra f.h. Ísafjarðarbæjar með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar ráðningarsamningi við skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði til ákvörðunar bæjarstjórnar.

4. Bréf félagsmálaráðuneytis.-Barnaverndarnefndir sveitarfélaga. 2002-06-0030

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 19. júní s.l., varðandi skipan barnaverndarnefnda sveitarfélaga. Fram kemur í bréfinu að íbúafjöldi sveitarfélaga að baki hverri barnaverndarnefnd skal ekki vera undir 1.500.

Bæjarráð vísar bréfi félagsmálaráðuneytis til félagsmálanefndar.

5. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Tilnefning fulltrúa í ráðgjafanefnd varasjóðs húsnæðismála. 2002-06-0040.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 14. júní s.l., þar sem tilkynnt er að stjórn Samb. ísl. sveitarf. hefur tilnefnt Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, sem fulltrúi í ráðgjafanefnd varasjóðs húsnæðismála.

Lagt fram til kynningar.

6. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. - Ársreikningur 2001 og skýrsla starfsárið 2001-2002.

Lagður fram ársreikningur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. fyrir árið 2001, ásamt skýrslu starfsársins 2001-2002.

Lagt fram til kynningar.

7. Skýrsla frá VSÓ-ráðgjöf. - Gervigrasvöllur á Torfnesi, frumáætlun.

Lögð fram frumáætlun (drög) um gerð gervigrasvallar á Torfnesi, Ísafirði, sem unnin er af VSÓ-ráðgjöf. Frumáætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við fullnaðarfrágang vallarins sé um kr. 60,2 milljónir.

Bæjarráð óskar umsagnar nefndar á vegum Ísafjarðarbæjar og íþróttafélaganna um endurskoðun á skipulagi Torfnessvæðið, um ofangreinda frumáætlun um gerfigrasvöll á Torfnesi.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:10

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.