Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

294. fundur

Árið 2002, mánudaginn 13. maí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 7/5. 180. fundur.
2. liður. Bæjarráð þakkar félagsmálanefnd fyrir starfsskýrslu félagsmálanefndar 1998-2002.
3. liður. Bæjarráð tekur undir áhyggjur félagsmálanefndar vegna aukins kostnaðar og felur bæjarstjóra að gera félagsmálaráðuneyti grein fyrir kostnaðaraukningu Ísafjarðarbæjar vegna nýrra barnaverndarlaga.
Afrit af bréfinu verði sent til Samb. ísl. sveitarf.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 8/5. 147. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 10/5. 148. fundur.
1. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara í viðræður við Skarphéðinn Jónsson, með forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu og formanni fræðslunefndar, um launakjör og ráðningu.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf bæjarstjóra. - Félagsaðstaða að Hafnarstræti 11, Flateyri. 2002-05-0011.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 10. maí s.l., varðandi félagsaðstöðu að Hafnarstræti 11 á Flateyri. Í bréfinu greinir bæjarstjóri frá tillögu Íbúasamtaka Önundarfjarðar um nýtingu húsnæðisins að Hafnarstræti 11 á Flateyri fyrir félagsstarf. Meðfylgjandi eru hugmyndir ÍÖ um fjármögnun og rekstrarkostnað sjálfseignarstofnunar um Hafnarstræti 11 á Flateyri.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verið í samningaviðræður við Íbúasamtök Önundarfjarðar og félagasamtök á Flateyri um uppbyggingu sameiginlegrar félags- og tómstundaaðstöðu að Hafnarstræti 11 á Flateyri.

3. Bréf bæjarstjóra. - Viðræður við Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar. 2002-05-0012

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 10. maí s.l., þar sem hann gerir grein fyrir viðræðum er hann hefur átt við formann Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar vegna rekstrar félagsins. Fram kemur að félagið hefur óskað eftir rammasamningi við Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að gerð rammasamnings og leggur áherslu á að forgangsröðun vegna rammasamninga verði unnin í samstarfi bæjarins, viðkomandi íþróttafélags og HSV, enda er það stefna bæjarstjórnar að HSV sjái um öll samskipti við bæinn f.h. félaganna.

4. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Fjármagn til barnaverndarmála. 2002-05-0013

Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 9. maí s.l., þar sem hún greinir frá gífurlegum kostnaði samhliða barnaverndarmálum. Um er að ræða kostnað vegna vistunar barna, lögfræði- þjónustu og sérfræðiþjónustu. Óskað er eftir að bæjarráð heimili greiðslu reikninga að upphæð samtals kr. 1.770.000.- þrátt fyrir fjármagnsskort samkvæmt fjárhagsáætlun 2002.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bætt verði við liðinn 02-31 barnaverndamál kr. 1.770.000.- er fjármagnist af liðnum ófyrirséð í fjármagnsstreymi.

5. Drög að samningi við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra og kostnaðarútreikningar. 2002-05-0002

Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu, þar sem gerð er grein fyrir kostnaði Ísafjarðarbæjar vegna þjónustu við fötluð börn á komandi sumri. Um er að ræða 1,5 stöðugildi, kostnaður áætlaður um kr. 514.000.-
Bréfinu fylgja drög að samkomulagi milli Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum og Ísafjarðarbæjar um samstarf í sumarþjónustu við fötluð börn í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samningur við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vestfjörðum um sumarþjónustu fyrir börn sumarið 2002 verði samþykktur. Kostnaði kr. 515.000.- verði fjármagnaður af liðnum ófyrirséð í fjármagnsstreymi og verði fært á lið sumarþjónusta fyrir börn.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við félagsmálaráðherra um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga í málefnum fatlaðra.

6. Bréf bæjarritara. - Kauptilboð í íbúð að Fjarðarstræti 55, Ísafirði. 2002-04-0043

Lagt fram bréf bæjarritara dagsett 8. maí s.l., ásamt kauptilboði er borist hefur í íbúð 0201 að Fjarðarstræti 55, Ísafirði. Tilboðið er upp á kr. 7.500.000.-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningurinn verði samþykktur.

7. Bréf Sunnukórsins á Ísafirði, vegna Kanadaferðar. 2002-05-0015

Lagt fram bréf frá Sunnukórnum á Ísafirði dagsett 10. maí s.l., þar sem kórinn sækir um styrk að upphæð kr. 250.000.- frá Ísafjarðarbæ vegna Kanadaferðar nú í júní 2002. Bréfinu fylgir ferðaáætlun kórsins.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu upp á kr. 250.000.- vegna Kanadaferðar er færður verður á liðinn 21-81-995-1.

8. Bréf bæjarstjóra. - Viðræður við Golfklúbb Ísafjarðar. 2002-03-0018

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 10. maí s.l., varðandi viðræður við Golfklúbb Ísafjarðar, er bæjarstjóra var falið að ganga til samkvæmt samþykkt bæjarráðs á 285. fundi þann 11. mars 2002.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að gerð rammasamnings og leggur áherslu á að forgangsröðun vegna rammasamninga verði unnin í samstarfi bæjarins, viðkomandi íþróttafélags og HSV, enda er það stefna bæjarstjórnar að HSV sjái um öll samskipti við bæinn f.h. félaganna.

9. Bréf barnabarna Péturs Péturssonar. - Grænigarður við Seljalandsveg. 2002-01-0037

Lagt fram bréf frá barnabörnum Péturs Péturssonar dagsett 5. maí s.l., varðandi kaup á Grænagarði við Seljalandsveg á Ísafirði. Í bréfinu er gert kauptilboð í húseignina Grænagarð að upphæð kr. 750.000.-. Bréfið er undirritað af Ólafi Þ. Gunnarssyni, Þinghólsbraut 32, Kópavogi, fyrir hönd barnabarna Péturs.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir viðræðum sínum við tilboðsgjafa, þar sem fram kom að viðmiðun þeirra miðast við meðaltal seldra uppkaupahúsa á svæðinu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboðinu verði tekið.

10. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Nemendur utan lögheimilissveitarfélaga. 2002-05-0016

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 3. maí s.l., varðandi viðmiðunargjald fyrir nemendur sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélaga. Í bréfinu koma fram upplýsingar um áætlaðan skólagöngukostnað skólaárið 2002-2003 samkvæmt mati Samb. ísl. sveitarf.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu og fjármálastjóra.

11. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, 69. fundur.   2002-01-0192

Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 69. fundi er haldinn var þann 6. maí 2002.

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Listi yfir heimsótt fyrirtæki janúar - maí 2002. 2002-05-0017

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 5. maí s.l., ásamt lista yfir heimsótt fyrirtæki í janúar til maí á þessu ári.

Bæjarráð vísar bréfinu til fjármálastjóra.

13. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 691. stjórnarfundar. 2002-02-0044

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 691. fundi er haldinn var þann 12. apríl s.l., að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Bæjarráð óskar eftir þingsályktunartillögu um ferðaþjónustu á norðausturhorni Íslands, 199. mál.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Sæmundur Kr. Þorvaldsson óskaði eftir skriflegum upplýsingum á næsta reglulega fundi bæjarstjórnar frá bæjarstjóra um hversu margar tillögur hafi borist í arkitektasamkeppni um húsnæði fyrir Grunnskólann á Ísafirði.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:11

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.