Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

290. fundur

Árið 2002, mánudaginn 15. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 9/4. 174. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 10/4. 144. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 5/4. 61. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 9/4. 62. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Sparisjóður Bolungarvíkur. - Aðalfundarboð 19. apríl 2002.

Lagt fram fundarboð frá Sparisjóði Bolungarvíkur um aðalfund sjóðsins fyrir árið 2001, sem haldinn verður þann 19. apríl n.k. í Víkurbæ í Bolungarvík.

Bæjarráð felur Ragnheiði Hákonardóttur að sækja aðalfund Sparisjóðs Bolungarvíkur f.h. Ísafjarðarbæjar.

3. Bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga. - Heimasíða FV.

Lagt fram bréf Fjórðungssambandi Vestfirðinga dagsett 5. apríl s.l., þar sem kynnt er að opnuð hafi verið heimasíða sambandsins og er slóðin www.bb.is/fv

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Tölvufræðsla BSRB. 2002-04-0039.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 2. apríl s.l., varðandi tölvufræðslu- átak BSRB er sveitarfélögum var kynnt á síðasta ári. Námskeiðin hafa verið í gangi í vetur um allt land og hefur ríkt almenn ánægja með framkvæmd þeirra. Sambandið hvetur sveitarfélög til að styrkja námskeiðin, enda geta þau nýst sveitarfélögum sem þáttur í símenntun starfsmanna.

Bæjarráð vísar erindinu til Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar.

5. Menntaskólinn á Ísafirði. - 68. fundargerð skólanefndar. 2002-01-0192.

Lögð fram 68. fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá fundi er haldinn var þann 4. mars 2002.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf Stjörnubíla ehf. - Geymslustæði fyrir hópferðabíla. 2002-04-0041.

Lagt fram bréf frá Stjórnubílum ehf., Ísafirði, dagsett 8. apríl s.l., þar sem óskað er eftir geymslustæði fyrir fjóra bíla félagsins þar til önnur úrlausn hefur fengist. Bent er á svæðið í námunda við verslunina Krílið á Ísafirði sem möguleika.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

7. Hollustuvernd ríkisins. - Drög að starfsleyfum fyrir Funa. 2002-04-0035.

Lagt fram bréf frá Hollustuvernd ríkisins dagsett 9. apríl s.l., ásamt drögum að starfsleyfum fyrir móttöku-, flokkun- og brennslustöð Funa, Ísafjarðarbæ og urðun úrgangs við Klofning á Flateyri. Óskað er eftir að drögin verði látin liggja frammi til skoðunar í samræmi við auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu.

Bæjarráð samþykkir að drögin liggi frammi á bæjarskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

8. Bréf Siglingastofnunar Íslands. - Breytingar á framkvæmdum á hafnaráætlun 2001 - 2004. 2002-04-0042.

Lagt fram bréf frá Siglingastofnun Íslands dagsett 9. apríl s.l., þar sem fram kemur að fallist hafi verið á beiðni Ísafjarðarbæjar um breytingar á framkvæmdum á hafnaráætlun 2001-2004 vegna framkvæmda við Ásgeirskant á Ísafirði. Heimilað er að endurbygging kantsins verði flýtt ef nauðsyn krefur enda verði öðrum verkefnum frestað á móti.

Jafnframt kemur fram í ofangreindu bréfi að samþykkt hafi verið beiðni Ísafjarðarbæjar um að fræmkvæmd vegna flotbryggju í Sundahöfn á Ísafirði verði breytt þannig að hluti þess fjármagns sem ætlað er til endurnýjunar flotbryggju í ár fari til endurbóta og frekari uppbyggingar á aðstöðu fyrir ferðaþjónustubáta í Sundahöfn.

Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar.

9. Bréf bæjarritara. - Kauptilboð í þrjár íbúðir í eigu húsnæðisnefndar. 2002-04-0043.

Lögð fram þrjú kauptilboð í þrjár íbúðir í eigu húsnæðisnefndar Ísafjarðarbæjar að Fjarðarstræti 55, Ísafirði. Tilboð Halldóru Guðmundsdóttur í íbúð nr. 0102 2 herb. að upphæð kr. 4.500.000.- Tilboð Báru S. Sigurvinsdóttur og Guðrúnar L. Sveinbjörnsdóttur í íbúð nr. 0101 3 herb. að upphæð kr. 6.600.000.- Tilboð Sigrúnar A. Elvarsdóttur í íbúð nr. 0201 4 herb. að upphæð kr. 7.500.000.-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboði Halldóru Guðmundsdóttur og þeirra Báru S. Sigurvinsdóttur og Guðrúnar L. Sveinbjörnsdóttur veriði tekið, en frestar að taka afstöðu til tilboðs Sigrúnar A. Elvarsdóttur.

10. Bréf bæjarstjóra. - Umsagnir Náttúrustofu Vestfjarða og Skjólskóga. 2002-03-0081.

Lögð fram umsögn frá Náttúrustofu Vestfjarða um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur nr. 60/1992.

Jafnframt eru lagðar fram umsagnir Skjólskóga á Vestfjörðum um tillögu til þingsályktunar um landgræðsluáætlun 2003-2014 þingskjal 873-555. mál og umsögn um frumvarp til laga um landgræðslu þingskjal 913-584. mál. Beðið var um þessar upplýsingar á síðasta fundi bæjarráðs þann 9. apríl s.l.

Bæjarráð samþykkir að gera ofangreindar umsagnir að sínum og felur bæjarstjóra að koma þeim á framfæri við viðkomandi nefndir Alþingis.

11. Bréf bæjarstjóra. - Uppkast að samþykktum fyrir Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf. 2002-02-0024.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 12. apríl s.l., ásamt uppkasti af samþykktum fyrir Fasteignir Ísafjarðarbæjar ehf. og afriti af svarbréfi félagsmálaráðuneytis 17. janúar s.l., varðandi fyrirspurnir Bjarka Bjarnasonar er tengjast stofnun hlutafélags um félagslegar íbúðir í eigu húsnæðisnefndar Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar ofangreindum drögum til umræðu í bæjarstjórn.

12. Íslandsleikhús 2002. - Greinargerð og starfsáætlun. 2002-04-0044.

Lagt fram bréf frá verkefnisstjóra Íslandsleikhúss 2002 dagsett 11. apríl s.l., ásamt greinargerð og starfsáætlun á starfi leikhússins sumarið 2002. Óskað er eftir áframhaldandi þátttöku Ísafjarðarbæjar í leikhúsinu.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

13. Vegagerðin og Náttúruvernd ríkisins. - Frágangur eldri efnistökusvæða. 2002-04-0045.

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni og Náttúruvernd ríkisins dagsett 9. apríl s.l., þar sem greint er frá áformum um markvissan frágang eldri efnistökusvæða o.fl. Sveitarfélög sem óska eftir að koma á framfæri athugasemdum og sjónarmiðum sínum varðandi frágang náma geta komið athugasemdum sínum á framfæri við viðkomandi umdæmi Vegagerðarinnar.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

14. Grænigarður við Seljalandsveg. - Nýtt kauptilboð. 2002-01-0037.

Lagt fram bréf frá Ólafi Þ. Gunnarssyni f.h. barnabarna Péturs Péturssonar frá Grænagarði við Seljalandsveg á Ísafirði dagsett 15. apríl 2002. Í bréfinu kemur fram kauptilboð í eignina Grænagarð að upphæð kr. 700.000.- Í bréfinu er þess vænst að tilboðið geti orðið grundvöllur að samkomulagi milli aðila um kaup á Grænagarði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa tilboðsgjafa.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:55

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.