Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

288. fundur

Árið 2002, þriðjudaginn 2. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 26/3. 143. fundur.
1. liður. Bæjarráð tekur undir þakkir og óskir fræðslunefndar til Kristins Breiðfjörðs Guðmundssonar fráfarandi skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórnar 26/3. 60. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf sýslumannsins á Ísafirði. - Hámarkshraði á Hnífsdalsvegi. 2002-02-0002.

Lagt fram bréf sýslumannsins á Ísafirði dagsett 26. mars s.l., þar sem tilkynnt er að lögreglustjórinn á Ísafirði, að fenginni tillögu Ísafjarðarbæjar, hefur ákveðið að hámarkshraði á vegkafla frá Hnífsdalsvegi 35 á Ísafirði að Leiti í Hnífsdal, en vegkaflinn er á þjóðvegi 61 Djúpvegi, verði 80 km/klst, en leyfilegur hámarkshraði um vegkaflann nú er 70 km/klst. Setja skal upp viðeigandi umferðarmerki vegna ákvörðunar þessarar, sbr. 85. gr. umferðarlaga.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

3. Skipulagsstofnun ríkisins. - Sjóvörn við Brimnesveg á Flateyri. 2002-04-0001.

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun ríkisins dagsett 22. mars s.l., varðandi sjóvörn við Brimnesveg norðan Tjarnargötu á Flateyri. Í bréfinu er í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum óskað álits bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á því hvort ofangreind framkvæmd skuli háð mati skv. 2. og 3. viðauka í framangreindum lögum.

Bæjarráð óskar álits umhverfisnefndar á erindinu. Erindið sent hafnarstjórn til kynningar.

4. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Ráðstefna um símenntun starfsmanna sveitarfélaga, dagskrá. 2002-01-0185.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 21. mars s.l., um ráðstefnu um símenntun starfsmanna sveitarfélaga er haldin verður þann 12. apríl n.k. Bréfinu fylgir dagskrá ráðstefnunnar.

Bæjarráð samþykkir að starfsmannastjóri og annar fulltrúi starfsmanna sæki ráðstefnuna.

5. Félag áhugafólks um íþróttir fyrir aldraða. - Ráðstefna í Mosfellsbæ 3. maí 2002. 2002-04-0002.

Lagt fram bréf frá Félagi áhugafólks um íþróttir fyrir aldraðra dagsett 22. mars s.l., þar sem boðað er til ráðstefnu í Íþróttamiðstöð að Varmá í Mosfellsbæ 3. maí n.k. og námskeiðs 3. - 5. maí n.k., þar sem veita á áhugasömum leiðbeinendum og/eða íþróttakennurum fræðslu um íþróttir fyrir eldri borgara.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

6. Grænigarður við Seljalandsveg á Ísafirði. 2002-01-0037.

Lagt fram bréf frá Bertu Gunnarsdóttur, Klausturhvammi 24, Hafnarfirði, dagsett 22. mars s.l., þar sem hún óskar eftir fresti til 5. apríl n.k., til að svara bréfi Ísafjarðarbæjar varðandi kauptilboð í Grænagarð við Seljalandsveg á Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir að veita umbeðinn frest.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.