Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

287. fundur

Árið 2002, mánudaginn 25. mars kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Landbúnaðarnefnd 18/3. 46. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 12/3. 142. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
1. liður. Bæjarráð bendir á að á stefnuskrá er að selja umrætt húsnæði.
Bæjarráð samþykkir afnot af húsnæðinu fyrir bókasafn, enda verði safnið rekið á sömu nótum og söfnin á Þingeyri og Suðureyri.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Jóns Ó. Þórðarsonar hdl. - Kröfur vegna Kirkjubóls VI, Ísafirði. 2002-03-0024

Lagt fram bréf Jóns Ó. Þórðarsonar hdl., Barónsstíg 5, Reykjavík, dagsett 15. mars s.l., um kröfur Aðalsteins Ómars Ásgeirssonar kt. 031158-4199, við uppgjör skaðabóta vegna Kirkjubóls VI á Ísafirði. Í bréfinu koma fram kröfur að upphæð kr. 330.000.- umfram það bótamat er gert var á vegum Ísafjarðabæjar að upphæð kr. 1.450.000.-

Bæjarráð hafnar ofangreindri kröfu Aðalsteins Ómars Ásgeirssona, en leggur til við bæjarstjórn að bótamat upp á kr. 1.450.000.- verði samþykkt sem fullnaðargreiðsla fyrir Kirkjuból VI, Ísafirði.

3. Samb. ísl. sveitarf. - Tilnefning í verkefnisstjórn Áfengis- og vímuefnaráðs. 2002-03-0077

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. til Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 4. mars s.l., þar sem fram kemur að Halldór hafi verið tilnefndur í verkefnisstjórn Áfengis- og vímuefnaráðs á fundi stjórnar Samb. ísl. sveitarf. þann 28. febrúar s.l.

Lagt fram til kynningar.

4. Erindi vegna fasteignagjalda ellilífeyrisþega. 2002-03-0065.

Lagt fram bréf frá ellilífeyrisþega, þar sem óskað er eftir afslætti á fasteignagjöldum, þar sem viðkomandi aðili getur ekki búið í eigin íbúð sökum veikinda, en þarf að leigja íbúð á stofnun í eigu Ísafjarðarbæjar.

Sökum eðlis þessa máls samþykkir bæjarráð að viðkomandi ellilífeyrisþegi njóti sama afsláttar til fasteignagjalda eins og aðrir ellilífeyrisþegar í Ísafjarðarbæ.

5. Bréf Vá Vest. - Umsögn um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak. 2002-03-0054.

Lagt fram bréf frá Vá Vest hópnum í Ísafjarðarbæ dagsett 19. mars s.l., umsögn Vá Vest um frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak, frumvarps er barst Ísafjarðarbæ frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis afstöðu félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar og Vá Vest hópsins á Vestfjörðum til frumvarpsins.

6. Fjallskilasamþykkt fyrir Ísafjarðarsýslur. 2002-03-0009.

Lagt fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni, tæknideild Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 20. mars s.l., varðandi fjallskilasamþykkt fyrir Ísafjarðarsýslur er unnin hefur verið að tilhlutan landbúnaðarnefndar Ísafjarðarbæjar. Meðfylgjandi bréfinu er fjallskila- samþykktin eins og hún er orðin eftir að tekið hefur verið tillit til ábendinga frá nágranna- sveitarfélögum. Landbúnaðarnefnd leggur til að fjallskilasamþykktin verði samþykkt.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjallskilasamþykktin verði staðfest.

7. Minnisblað Sigurðar Mars Óskarssonar. - Framtíð aflagðs sorpbrennsluhúss á Skarfaskeri. 2002-03-0078.

Lagt fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni, tæknideild Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 12. mars s.l., varðandi framtíð aflagðs sorpbrennsluhúss á Skarfaskeri við Skutulsfjörð. Þar sem ekki er notagildi af eigninni lengur til þess er hún var byggð fyrir og ástand hennar er mjög bágborið er lagt til að sá hluti stöðvarinnar sem hægt er að flytja burt verði auglýstur til sölu, annað verði urðað á staðnum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði að tillögu Sigurðar Mars Óskarssonar.

8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Símenntun starfsmanna seitarfélaga. 2002-01-0185

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 5. mars s.l., þar sem boðað er til ráðstefnu um símenntun starfsmanna sveitarfélaga þann 12. apríl n.k. Ráðstefnan verður haldin að Engjategi 11, Reykjavík og stendur væntanlega frá kl. 9:00 - l6:00

Lagt fram til kynningar.

9. Vímuvarnarhópur Grunnskólans á Ísafirði. - Opið bréf til bæjarstjórnar. 2002-03-0079.

Lagt fram opið bréf til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar frá Vímuvarnarhópi Grunn- skólans á Ísafirði. Í bréfinu er rætt um vímuvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar og tillögu er samþykkt hefur verið í bæjarstjórn, varðandi sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Bréfinu fylgir stefna GÍ í vímuvörnum ofl. Bréfið hefur verið sent Bæjarins Besta á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

10. Félagsmiðstöð Ísafjarðarbæjar. - Aukafjárveiting vegna Landsmóts í skólaskák 2002. 2002-03-0080.

Lag fram bréf frá Jóni Björnssyni, forstöðumanni Félagsmiðstöðvar Ísafjarðarbæjar, þar sem farið er fram á aukafjárveitingu til að geta haldið Landsmót í skólaskák árið 2002 í Ísafjarðarbæ. Áætlaður kostnaður mótshaldara er kr. 188.000.- og er óskað eftir aukafjárveitingu upp á þá fjárhæð.

Bæjarráð samþykkir erindið og veitir styrk til mótshaldara að upphæð kr. 188.000.- sem færist á liðinn 21-81-995-1.

11. Samb. ísl. sveitarf. - 689. fundargerð stjórnar.

Lögð fram 689. fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá fundi er haldinn var þann 28. febrúar s.l. að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

12. Undirskriftarsöfnun vegna íþróttahúss á Suðureyri.

Lögð fram undirskriftasöfnun er nemendur 9. og 10. bekkjar Grunnskólans á Suðureyri stóðu fyrir. Í forskrift undirskriftarsöfnunarinnar kemur fram ítrekun og áskorun til bæjaryfirvalda að byggt verði íþróttahús á Suðureyri hið fyrsta.

Lagt fram til kynningar.

13. Umhverfisnefnd Alþingis. - Frumvarp til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands. 2002-03-0081.

Lagt fram bréf umhverfisnefndar Alþingis dagsett 19. mars s.l., ásamt frumvarpi til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, 520. mál, gjaldtökuheimildir og náttúrustofur. Frumvarpið er sent sveitarstjórnum til umsagnar og berist umsagnir eigi síðar en 2. apríl n.k.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfisnefndar.

14. Landbúnaðarnefnd Alþingis. - Tillaga til þingsályktunar og frumvörp til laga. 2002-03-0082.

Lagt fram bréf frá landbúnaðarnefnd Alþingis dagsett 18. mars s.l., ásamt tillögu til þingsályktunar og frumvörpum til laga: 555. mál, landgræðsluáætlun 2003-2014. 584. mál, landgræðsla (heildarlög). 593. mál, afréttarmálefni, fjallskil ofl. Ofanritað er sent sveitarfélögum til umsagnar og er frestur til 8. apríl n.k.

Erindið sent landbúnaðarnefnd og umhverfisnefnd til umsagnar.

15. Skóla- og fjölskylduskrifstofa. - Reglur um liðveislu í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölsylduskrifstofu, dagsett 22. mars s.l., varðandi beiðni um endurskoðun og/eða staðfestingu á samþykkt bæjarstjórnar frá 20. maí 1998, vegna ný samþykktra reglna Ísafjarðarbæjar um liðveislu.

Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, er mætt til fundar bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.

Bæjarráð samþykkir að fella úr gildi fyrri bókun en jafnframt að gefa aðlögunartíma til næst komandi áramóta. Bæjarráð vill leggja áherslu á að sveitarfélagið taki ekki þátt í rekstri ríkisstofnana með stöðugildum.

16. Byggðaáætlun fyrir Vestfirði.

Lögð fram í bæjarráði Byggðaáætlun fyrir Vestfirði, unnin af sveitarfélögum á Vestfjörðum. Byggðaáætlun til stuðnings þingsályktun um stefnu í byggðamálum 2002-2005, sem lögð hefur verið fram á 126. lögjafarþingi. Öll sveitarfélög á Vestfjörðum ásamt fjölda aðila úr atvinnu-, mennta- og menningarlífi Vestfjarða hafa unnið áætlunina.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Þorsteinn Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.