Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

286. fundur

Árið 2002, mánudaginn 18. mars kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 12/3. 172. fundur.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 12/3. 142. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 13/3. 146. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Kauptilboð í Ránargötu 11, Flateyri. 2002-03-0050.

Lagt fram kauptilboð frá Kristjáni Einarssyni og Soffíu Ingimarsdóttur á Flateyri, í Ránargötu 11, Flateyri. Tilboðið hljóðar upp á kr. 1.100.000.- og er gildistími þess til 19. mars n.k. kl. 12:00 á hádegi. Í kauptilboðinu er reiknað með að tryggingarfé vegna fokskemmda á húsinu renni til kaupanda.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboðinu verði tekið.

3. Afrit af dómi Hæstaréttar í máli Andreu S. Harðardóttur gegn Ísafjarðarbæ. 2002-03-0051.

Lagt fram afrit af dómi Hæstaréttar í máli Andreu S. Harðardóttur gegn Ísafjarðarbæ vegna greiðslu fæðispeninga í ferð á vegum grunnskólanemenda. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Vestfjarða þar sem Ísafjarðarbær var sýknaður af kröfu Andreu.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Harmonikufélags Vestfjarða. - Landsmót harmonikufélaga á Ísafirði. 2002-03-0053.

Lagt fram bréf frá Harnomikufélagi Vestfjarða dagsett 8. mars s.l., þar sem fram kemur að landsmót harmonikufélaga verður haldið á Ísafirði dagana 4.- 7. júlí n.k. og er áætlað að 600-700 gestir komi til Ísafjarðar vegna mótsins. Hljómleikar og lokadansleikur verða í Íþróttahúsinu á Torfnesi.
Harmonikufélagið óskar eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna mótsins, sem samsvari til leigu á Íþróttahúsinu á Torfnesi dagana 5.- 7. júlí n.k.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk til Harmonikufélags Vestfjarða til greiðslu leigu fyrir Íþróttahúsið á Torfnesi dagana 5.-7. júlí n.k. Styrkurinn færist á bókhaldslykil 21-81-995-1.

5. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Starfsleyfi fyrir fiskeldi. 2002-03-0055.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 7. mars s.l., varðandi drög að starfsleyfum fyrir fiskeldi. Leyfin eru fyrir Stekki ehf., Hnífsdal og Mími ehf., Hnífsdal, fyrir fiskeldi í Skutulsfirði.
Bréfið ásamt meðfylgjandi starfsleyfistillögum þarf að liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins í 4 vikur frá 13. mars 2002 að telja.

Lagt fram til kynningar.

6. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Svar við bókun bæjarráðs 4. mars 2002. 2002-03-0011.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 11. mars s.l., svar við bókun bæjarráðs frá 284. fundi þann 4. mars s.l., varðandi ársreikning Heilbrigðis-eftirlitsins fyrir árið 2001. Bréfið er til að skýra mismun á lokaniðurstöðu ársreiknings og fjárhagsáætlun fyrir árið 2001.

Bréfið lagt fram til kynningar í bæjarráði, en ársreikningi fyrir árið 2001 vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

7. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar 1. mars 2002. 2002-01-0184

Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða dagsett 6. mars s.l., með hjálagðri fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 28. fundi er haldinn var þann 1. mars 2002.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf fráveitunefndar umhverfisráðuneytis. - Staða fráveitumála hjá sveitarfélögum. 2002-03-0060.

Lagt fram bréf frá fráveitunefnd umhverfisráðuneytis dagsett 11. mars s.l., þar sem fram kemur að ákveðið hefur verið að gera úttekt á stöðu fráveitumála sveitarfélaga á Íslandi. Óskað er eftir upplýsingum um stöðu mála í sveitarfélaginu og hvaða áætlanir eru uppi um úrbætur í fráveitumálum.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

9. Bréf Fjölskylduráðs. - Dagur fjölskyldunnar 15. maí 2002. 2002-03-0052.

Lagt fram bréf frá Fjölskylduráði dagsett 12. mars s.l., varðandi dag fjölskyldunnar. Í bréfinu hvetur Fjölskylduráð sveitarfélög til að halda upp á alþjóðlegan dag fjölskyldunnar þann 15. maí 2002.

Erindinu vísað til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

10. Samb. ísl. sveitarf. - Aðgengi fatlaðra að kjörstöðum. 2002-03-0054.

Lag fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 4. mars s.l., varðandi aðgengi fatlaðra að kjörstöðum. Bréfinu fylgir erindi Öryrkjabandalags Íslands til stjórnar Samb. ísl. sveitarf. varðandi þetta mál.

Erindið sent yfirkjörstjórn Ísafjarðarbæjar.

11. Veitingastaðurinn á Eyrinni ehf. - Umsókn um vínveitingaleyfi. 2002-03-0066.

Lagt fram bréf frá Veitingastaðnum á Eyrinni ehf., Ísafirði, dagsett 14. mars s.l., þar sem sótt er um vínveitingaleyfi fyrir veitingahúsið að Hafnarstræti 1 á Þingeyri (Tóki munkur), veitingahúsið að Hafnarstræti 19 á Flateyri (Vagninn) og veitingastaðinn að Mánagötu 1 á Ísafirði (Á Eyrinni/Hrói Höttur). Umsókn fylgir ábyrgðaryfirlýsing frá Sparisjóði Vestfirðinga að upphæð kr. 750.000.- dagsett 11. mars 2002, ásamt afritum að veitingaleyfum ofangreindra staða.

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar.

12. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Varamenn barnaverndarnefnda. 2002-03-0057.

Lagt fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 14. mars s.l., er varðar varamenn í félagsmálanefnd sem starfar sem barnaverndarnefnd og starfar eftir barnaverndarlögum í ákveðnum málum. Í bréfinu er óskað heimildar til að mega kalla inn varamann á fund félagsmálanefndar óháð skipan fulltrúa eftir framboðslistum, vegna vanhæfi aðalmanns og varamanns hans í ákveðnu máli. Ef ekki er unnt að veita slíkt leyfi óskar bréfritari eftir að bæjarstjórn skipi varamann í félagsmálanefnd tímabundið til að sitja fundi í ákveðnu máli nefndarinnar.

Bæjarráð beinir erindinu til bæjarstjórnar er kjósi varamann sem hægt verði að kalla inn á fundi félagsmálanefndar varðandi ákveðið barnaverndarmál.

13. Vestfirsk byggðaáætlun. - Drög lögð fyrir bæjarráð.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram drög að Vestfirskri byggðaáætlun. Drögin eru vinnuskjal og ekki til dreifingar, né til að vísa í á opinberum vettvangi. Óskað er eftir athugasemdum og/eða tillögum bæjarráðsmanna fyrir hádegi n.k. föstudag.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:13
Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Þorsteinn Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.