Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

285. fundur

Árið 2002, mánudaginn 11. mars kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar Golfklúbbs Ísafjarðar koma til fundar við bæjarráð. 2002-03-0018

Til fundar við bæjarráð eru komnir að eigin ósk, með tilvísun til bréfs dagsett 5. mars s.l., fulltrúar Golfklúbbs Ísafjarðar þeir Tryggvi Guðmundsson, Sigurjón Guðmundsson og Gylfi Sigurðsson. Fulltrúar GÍ sögðu frá starfsemi klúbbsins svo og fjárhagsstöðu hans og greindu frá tillögum til úrbóta með nánari samvinnu við og hugsanlegum styrkveitingum frá Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða frekar við fulltrúa GÍ og leggja niðurstöður þeirra viðræðna fyrir bæjarráð.

2. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 5/3. 170. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 8/3. 171. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Bæjarráð lítur svo á, að bæjarstjórn var ekki með samþykkt tillögu Þorsteins Jóhannessonar og Lárusar G. Valdimarssonar frá bæjarstjórnarfundi þann 7. mars s.l., að veita neina umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak nr. 63/1969. Var þar um ítrekun á fyrri samþykkt bæjarstjórnar að ræða frá 17. desember 1998 vegna tillögu til þingsályktunar um afnám einokunar ríkisins á smásölu áfengis.
Bæjarráð minnir á að umsagnar var óskað frá félagsmálanefnd um ofangreint frumvarp á 283. fundi bæjarráðs og bæjarstjórn samþykkti á 115. fundi sínum að leita umsagnar Vá Vest hópsins á frumvarpinu. Umsögn Ísafjarðarbæjar um frumvarpið verður ekki send efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fyrr en umsagnir félagsmála-nefndar og Vá Vest liggja fyrir.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Afrit tölvubréfa milli bæjarstjóra og fulltrúa HSV. 2002-03-0019

Lögð fram afrit tölvubréfa sem hafa farið á milli bæjarstjóra og fulltrúa HSV í framhaldi af viðræðum um samstarfssamning milli bæjarins og HSV. Janframt eru lögð fram drög að samstarfssamningi á milli HSV og Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar og bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

4. Bréf Ferðaþjónustunnar Grunnavík. - Styrkbeiðni. 2002-03-0020

Lagt fram bréf frá Ferðaþjónustunni Grunnavík dagsett 2. mars s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 500.000.- til uppbyggingar ferðaþjónustu að Sútarabúðum í Grunnavík.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

5. Framkvæmdir á Flateyri 2001. - Yfirlit Sigurðar Mar Óskarssonar.

Lagt fram yfirlit um framkvæmdir á Flateyri 2001, sem grundvallast á samkomulagi Ísafjarðarbæjar, ríkissjóðs og Ofanflóðasjóðs og unnið er af Sigurði Mar Óskarssyni, sviðsstjóra á tæknideild Ísafjarðarbæjar og dagsett 14. febrúar 2002. Í yfirlitinu er lýst einstaka verkum og kostnaði við þau. Fram kemur í lok yfirlitsins að á árinu 2001 hefur verið unnið fyrir samtals kr. 97,l milljón.

Bæjarráð þakkar fyrir greinargóða samantekt Sigurðar Mar.

6. Bréf Íbúasamtaka Önundarfjarðar. - Erindi til bæjarstjórnar. 2002-03-0023

Lagt fram bréf frá Íbúasamtökum Önundarfjarðar dagsett 4. mars s.l., þar sem samtökin vilja koma á framfæri erindum til bæjarstjórnar er varða umhverfismál, húsnæðismál og viðgerðir á íþróttahúsi og sundlaug. Bréfinu fylgja upplýsingar um ,,Vistvæn útivistarsvæði við Flateyri".

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um hvort sumarhúsin á Flateyri uppfylli kröfur um íbúðarhúsnæði.
Bæjarráð vísar bréfinu til tæknideildar Ísafjarðarbæjar

7. Bréf byggingarfulltrúa. - Uppkaupaáætlun vegna Kirkjuból VI í Engidal. 2002-03-0024

Lagt fram bréf frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, dagsett 7. mars s.l., varðandi uppkaupaáætlun fyrir Kirkjuból VI í Engidal í Skutulsfirði. Þar kemur fram að eignin var skoðuð þann 5. mars s.l. og viðstaddir voru Aðalsteinn Ó. Ásgeirsson, eigandi, Ágúst Gíslason, húsasmíðameistari, Magnús G. Helgason, húsasmíðameistari, Tryggvi Guðmundsson, lögfræðingur og Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi.
Mat ofangreindra aðila, að frátöldum Aðalsteini Ó. Ásgeirssyni, er að verðmæti eignarinnar sé kr. 1.450.000.-
Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi komið ofangreindu mati á framfæri við eiganda.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Reynis Bergsveinssonar. - Vestfjarðavegur áherslur, áform og markmið. 2002-03-0025

Lagt fram bréf frá Reyni Bergsveinssyni ódagsett, varðandi Vestfjarðaveg, áherslur, áform og markmið. Í bréfinu er komið inn á væntanlega nýja vegaáætlun fyrir árin 2003-2006 og markt fleira um vegamál á Vestfjörðum. Bréfinu fylgja og nokkur kort er sýna umferðartalningu, vegalengdir o.fl.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf Helgu Ebenezersdóttur og Péturs Bjarnasonar. - Lóðin Silfurgata 4, Ísafirði. 2002-03-0026

Lagt fram bréf frá Helgu Ebenezersdóttur og Pétri Bjarnasyni, Esjugrund 48, Kjalarnesi, dagsett 20. febrúar s.l., þar sem þau óska eftir kauptilboði frá Ísafjarðarbæ í lóðina Silfurgötu 4, Ísafirði.

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um erindið.

10. Bréf sjávarútvegsnefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um stjórnun fiskveiða, 562. mál. 2002-03-0027

Lag fram bréf frá sjávarútvegsnefnd Alþingis dagsett 7. mars s.l., ásamt frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, 562. mál. Frumvarpið er sent Ísafjarðarbæ til umsagnar og æskir nefndin að svar berist eigi síðar en 22. mars 2002.

Bæjarráð vísar erindinu til atvinnumálanefndar til umsagnar.

11. Fulltrúar Foreldrafélags skíðabarna koma til fundar við bæjarráð.

Til fundar við bæjarráð að ósk bæjarstjóra eru mættir fulltrúar Foreldrafélags skíðabarna á Ísafirði, þau Páll Sturlaugsson, formaður, Sigurborg Þorkelsdóttir og Jóhann Torfason, meðstjórnendur. Umræðuefnið er skíðaskálinn í Tungudal í Skutulsfirði og undirritaðann þjónustusamning milli Foreldrafélagsins og Ísafjarðarbæjar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:43

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.