Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

284. fundur

Árið 2002, mánudaginn 4. mars kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Hafnarstjórn 19/2. 59. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Umhverfisnefnd Alþingis. - Frumvarp til laga um verndun hafs og stranda. 2002-03-0002.

Lagt fram bréf umhverfisnefndar Alþingis dagsett 27. febrúar s.l., ásamt frumvarpi til laga um verndun hafs og stranda, 492. mál, heildarlög. Óskað er umsagnar Ísafjarðarbæjar um frumvarpið og berist svar eigi síðar en 12. mars 2002.

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar og slökkviliðsstjóra Ísafjarðarbæjar.

3. Kauptilboð í Grænagarð. - Bréf Margrétar Oddsdóttur og bréf Hauks Oddssonar. 2002-01-0037.

Lagt fram bréf frá Margréti Oddsdóttur dagsett 23. febrúar s.l., þar sem hún dregur til baka kauptilboð sitt í Grænagarð á Ísafirði og er vísað til fyrirvara um fjármögnun.
Jafnframt er lagt fram bréf frá Hauki Oddssyni dagsett 20. febrúar s.l., þar sem hann dregur til baka kauptilboð sitt í Grænagarð á Ísafirði og er vísað til fyrirvara um fjármögnun.

Bæjarráð samþykkir að tekið verði tilboði Bertu Gunnarsdóttur í Grænagarð að upphæð kr. 1.250.000.- Verði fallið frá því tilboði sökum fyrirvara, felur bæjarráð bæjarstjóra að auglýsa eignina að nýju.

4. Alnæmissamtökin á Íslandi. - Beiðni um fjárstyrk. 2002-03-0001.

Lagt fram bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi dagsett 21. febrúar s.l., varðandi starfsemi samtakanna og upplýsingar um HIV-veiruna og smitun einstaklinga á Íslandi. Í bréfinu er jafnframt óskað eftir fjárstyrk einkum til að auka forvarnarstarf á vegum samtakanna.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

5. Bréf lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar hdl. - Forkaupsréttur að eignarhlutum í jörðinni Hvammi í Dýrafirði. 2002-03-0003.

Lagt fram bréf frá lögfræðiskrifstofu Tryggva Guðmundssonar hdl., dagsett 27. febrúar s.l., varðandi fyrirspurn til Ísafjarðarbæjar um forkaupsrétt að eignarhluta Jóhannesar Sigurðssonar, kt. 080728-3289, í Hvammsjörðinni, sem er Neðsti Hvammur 1 og 2 og 72,73% í Mið Hvammi 2. Bréfinu fylgir staðfest kauptilboð að upphæð kr. 3.500.000.-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

6. Bréf Hermanns Níelssonar, forvarnarfulltrúa. - Styrkbeiðni vegna MÍ. 2002-03-0004.

Lagt fram bréf frá Hermanni Níelssyni, forvarnarfulltrúa Menntaskólans á Ísafirði dagsett 25. febrúar s.l., þar sem hann greinir frá átaki nemenda og starfsfólks við Menntaskólann á Ísafirði í forvarnarmálum sem tengjast munu lífsháttum ungs fólks í bæjarfélaginu og víðar. Óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 100.000.- til verkefnisins sem hlotið hefur vinnuheitið ,,Heilbrigður menntaskóli fyrir vestan". Bréfinu fylgir afrit af umsókn til Forvarnarsjóðs.

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að upphæð kr. 100.000.- er færð verður á bókhaldslykil 21-81-995-1.

7. Bréf umboðsmanns Alþingis. - Afgreiðslutími mála. 2002-03-0005.

Lagt fram bréf frá umboðsmanni Alþingis dagsett 26. febrúar s.l., varðandi svartíma mála er berast umboðsmanni Alþingis og það markmið að afgreiðsla mála liggi fyrir eigi síðar en 6 mánuðum eftir að kvörtun berst skrifstofu embættisins. Í lok bréfsins eru greindar fjórar kvartanir er borist hafa umboðsmanni og snerta Ísafjarðarbæ. Þar kemur fram að svartími hefur verið 14 dagar í tveimur málum og 99 dagar í tveimur.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Lögsýnar ehf. - Lóðamál Pólsins hf., Ísafirði. 2002-02-0051.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 19. febrúar s.l., varðandi lóðamál Pólsins hf., Ísafirði, við Aðalstræti og Pollgötu á Ísafirði. Í bréfinu er vísað til samkomulags á milli Pólsins hf. og Ísafjarðarkaupstaðar frá því 13. júní 1984, þar sem meðal annars kemur fram að muni Póllinn ekki byggja á lóðinni sem er Pollmegin við Aðalstræti 9, tilvísun í 10. gr., skal bæjarsjóður greiða félaginu kostnað sem greindur er kr. 550.000.- í ofangreindu samkomulagi, ásamt vísitöluálagi frá undirritun samkomulagsins. Afrit samkomulagsins fylgir með bréfinu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að lausn málsins.

9. Bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. - Mannvirkjavefur. 2002-03-0006.

Lagt fram bréf frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands dagsett 21. febrúar s.l., varðandi mannvirkjavef Íþrótta- og Ólympíusambandsins, menntamálaráðuneytisins og Samb. ísl. sveitarf. Í bréfinu er áskorun til sveitarfélaga að kanna stöðu mannvirkja- skráningar innan síns sveitarfélags á vefnum.

Bæjarráð vísar bréfinu til fræðslunefndar og byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

10. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða, ársreikningur 2001.

Lagður fram ársreikningur Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða fyrir rekstrarárið 2001.

Bæjarráð frestar ákvörðun um ársreikning fyrir árið 2001, en óskar skýringa á neikvæðum mismun að upphæð kr. 1.900.000.- á gjöldum í ársreikningi og fjárhagsáætlun ársins.

11. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundargerð 57. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 57. stjórnar- fundi er haldinn var þann 15. febrúar s.l. á Hótel Sögu í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

12. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundur með þingmönnum Vestfjarða 15. febrúar 2002.

Lagt fram minnisblað frá fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga með þingmönnum Vestfjarða er haldinn var í Reykjavík þann 15. febrúar 2002.

Lagt fram til kynningar.

13. Samb. ísl. sveitarf. - Norræn sveitarstjórnaráðstefna í maí 2002. 2002-01-0185.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 20. febrúar s.l., varðandi norræna sveitarstjórnarráðstefnu sem haldin verður í Esbo í Finnlandi dagana 5.-7. maí 2002. Megin umræðuefni verða ,,Baráttan um vinnuaflið og upplýsingatækni í sveitarfélagi framtíðarinnar".

Lagt fram til kynningar.

14. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 688. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð 688. stjórnarfundar Samb. ísl. sveitarf. er haldinn var þann 8. febrúar s.l., að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

15. Verksamningur við VST. - Gatnagerð á Tunguskeiði.

Lögð fram drög að verksamningi á milli Ísafjarðarbæjar og Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen í Reykjavík, um hönnun, gerð útboðsgagna og mæliblaða, kostnaðaráætlanir og yfirferðar og mat á tilboðum vegna gatnagerðar á Tunguskeiði í Skutulsfirði. Samningsupphæð er kr. 4.500.000.- með vsk.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að verksamningurinn verði samþykktur.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:15

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri