Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

283. fundur

Árið 2002, mánudaginn 25. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Til fundar við bæjarráð eru mættir fulltrúar frá Boltafélagi Ísafjarðar. 2002-01-0135

Til fundar við bæjarráð eru mætt þau Ásdís Pálsdóttir, Kristján Pálsson, Rúnar Guðmundsson, Guðmundur Ásgeirsson, Pétur Jónsson, Jón Páll Hreinsson og Óli M. Lúðvíksson, fulltrúar Boltafélags Ísafjarðar. Fulltrúar BÍ lögðu fram og kynntu á fundinum tillögu um endurskipulagningu knattspyrnusvæðisins á Torfnesi.

Lagt er fram í bæjarráði bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett þann 19. febrúar s.l., þar sem bæjarstjóri greinir frá fundi sínum með fulltrúum frá BÍ er haldinn var þann 13. febrúar s.l. og er koma fulltrúa BÍ á fund bæjarráðs í framhaldi af þeim fundi. Með bréfi bæjarstjóra fylgdu í gögnum bæjarráðs möppur með upplýsingum um starfsemi BÍ og Torfnessvæðið, er fulltrúar BÍ höfðu afhent á ofangreindum fundi með bæjarstjóra.

Bæjarráð vísar tillögu Boltafélags Ísafjarðar um endurskipulagningu knattspyrnusvæðis á Torfnesi til umræðu í fræðslunefnd og umhverfisnefnd og óskar eftir að hvor nefnd um sig tilnefni einn fulltrúa í starfshóp er vinni að kostnaðaráætlun og frekari undirbúningi þessa máls.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skrifa BÍ og HSV bréf og óska eftir tilnefningu á fulltrúum frá þessum aðilum í starfshópinn.

2. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 19/2. 168. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Þjónustuhópur aldraðra á Hlíf. - Útreikningar og framtíðarsýn um skipulag og starfshætti.

Lagt fram bréf og yfirlit Margrétar Geirsdóttur, ráðgjafa á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett 29. janúar s.l., varðandi framtíðarsýn um skipulag og starfshætti á þjónustudeild Hlífar á Ísafirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við framtíðarsýn um skipulag og starfshætti á þjónustudeild Hlífar.

4. Bréf byggingarfulltrúa. - Niðurstaða grenndarkynningar vegna Hjallavegar 11, Ísafirði.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 22. febrúar s.l., varðandi grenndarkynningu um breytta notkun hússins Hjallavegur 11, Ísafirði og bókun umhverfisnefndar frá 143. fundi sínum, þar sem umhverfisnefnd leggur til að gerður verði lóðaleigusamningur við Flísina sf., á grundvelli mæliblaðs. Í grenndarkynningu komu ekki fram athugasemdir við breytta notkun eignarinnar. Í bréfi byggingarfulltrúa er óskað eftir að tekin verði afstaða til ofangreindrar bókunar umhverfisnefndar um lóðaleigusamning.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði lóðaleigusamningur við Flísina sf. vegna Hjallavegar 11, Ísafirði.

5. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. - Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak. 2002-02-0054

Lagt fram bréf frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis dagsett 19. febrúar s.l., varðandi frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak, 135. mál, smásöluverslun með áfengi. Óskað er umsagnar sveitarstjórna um ofangreint frumvarp.

Bæjarráð óskar umsagnar félagsmálanefndar um frumvarpið.

6. Félagsmálaráðuneytið. - Könnun um daggæslu barna í heimahúsum.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti dagsett 18. febrúar s.l., til sveitarfélaga er tóku þátt í könnun um daggæslu barna í heimahúsum. Í bréfinu koma fram upplýsingar er fengust út úr ofangreindri könnun.

Lagt fram til kynningar í bæjarráði og vísað til félagsmálanefndar og óskað eftir upplýsingum um stöðu þessara mála í Ísafjarðarbæ.

7. Hafnarsamband sveitarfélaga. - Aukafundur um frumvarp til hafnarlaga.

Lagt fram bréf frá Hafnarsambandi sveitarfélaga dagsett 14. febrúar s.l., þar sem boðað er til aukafundar Hafnarsambandsins föstudaginn 1. mars n.k. kl. 10:00 í Sunnusal á Hótel Sögu. Til umræðu á fundinum er frumvarp til hafnarlaga, þingskjal 640 - 386. mál. Bréfinu fylgir dagskrá fundarins og frumvarp til hafnarlaga.

Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar.

8. Skíðafélag Ísfirðinga. - Gönguhús á Miðbrún, Seljalandsdal. 2002-02-0055 
    Foreldrafélag skíðabarna.- Skíðaskáli í Tungudal, Skutulsfirði. 2002-02-0056

Lögð fram drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Skíðafélags Ísfirðinga um rekstur þjónusthúss göngumanna á Miðbrún á Seljalandsdal. Samkvæmt drögum þessum er gert ráð fyrir að samningurinn komi til endurskoðunar í nóvember 2004, en óski annar hvor aðili eftir endurskoðun fyrr skal það gert með þriggja mánaða fyrirvara.

Jafnframt eru lögð fram drög að rekstrarsamningi milli Ísafjarðarbæjar og Foreldrafélags skíðabarna um rekstur skíðaskála í Tungudal í Skutulsfirði. Rekstrarsamningur þessi er ótímabundinn en uppsegjanlegur með gagnkvæmum sex mánaða fyrirvara.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindir samningar verði samþykktir og vísa þeim jafnframt til kynningar í fræðslunefnd.

9. Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum. - Drög að verksamningi milli Ísafjarðarbæjar og félagsmálaráðuneytis. 2002-02-0057

Lögð fram drög að verksamningi milli Ísafjarðarbæjar og félagsmálaráðuneytis um Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ljúka samningsgerðinni þar sem framlag Ísafjarðarbæjar verði skilgreint svo og mótframlag ríkisins, ásamt ákvæði um afslátt vegna túlkaþjónustu fyrir Ísafjarðarbæ.

10. Sölutilboð vegna Hafnarstræti 17, Ísafirði.

Lagt fram sölutilboð frá Halldóru Guðmundsdóttur, kt. 060723-3389, dagsett þann 18. febrúar s.l., til Ísafjarðarbæjar vegna hugsanlegrar sölu á eignarhluta Halldóru í Hafnarstræti 17, Ísafirði. Söluverð verði kr. 6.500.000.-

Tilboðið er samþykkt af Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tilboðinu verði tekið.

11. Ferðaþjónustan Dalbæ. - Sögusýning í Dalbæ á Snæfjallaströnd.

Lagt fram bréf frá Ferðaþjónustunni Dalbæ á Snæfjallaströnd dagsett 7. febrúar s.l. undirritað af Ingólfi Kjartanssyni, Tálknafirði. Í bréfinu kemur fram að ráðgert er að opna sögusýningu í Dalbæ á komandi sumri í samvinnu við Sögumiðlun ehf. og er bæjarstjóra og bæjarstjórn boðið til opnunar sýningarinnar þann 22. júní n.k.

Bæjarráð þakkar bréfritara gott boð..

12. Bréf bæjarstjóra. - Vestfirsk byggðaáætlun. 2002-02-0032

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 22. febrúar s.l., þar sem hann gerir grein fyrir vinnu sinni við undirbúning að gerð vestfirskrar byggðaáætlunar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:20

Þorleifur Pálsson, ritari.

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.