Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

282. fundur

Árið 2002, mánudaginn 18. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Til fundar við bæjarráð eru mættir fulltrúar frá Tónlistarfélagi Ísafjarðar.

Til fundar við bæjarráð eru mætt Kristinn Níelsson formaður félagsins, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Gunnlaugur Jónasson og Björn Jóhannesson.

Fram kom í máli fulltrúa Tónlistarfélagsins að kostnaður við byggingu Tónlistarsalar og endurgerð gamla húsmæðraskólans fyrir tónlistarskóla er orðinn 75 milljónir kr. að auki er húsbúnaður 8,6 milljónir kr. þannig að heildarkostnaður er orðinn 83,6 milljónir kr. Ísafjarðarbær hefur lagt 35 milljónir kr. í verkefnið að meðtöldu samkomulagi um 7 milljónir kr. vegna leigu á kjallara undir smíðakennslu Grunnskólans á Ísafirði.
Tónlistarfélagið skuldar vegna þessara framkvæmda 25 milljónir kr. og fer þess á leit við bæjarráð að Ísafjarðarbær greiði leigu fyrirfram vegna kjallara Tónlistarskólans á Ísafirði vegna þeirra þriggja ára sem eftir eru af leigutíma. Um er að ræða 4,2 milljónir kr. Slík fyrirframgreiðsla mun gefa félaginu svigrúm fram á næsta ár til að vinna að frekari fjármögnun.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að greidd verði leiga 4,2 milljónir kr. sem fyrirframgreiðsla í samræmi við beiðni Tónlistarfélagsins.

2. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 14/2. 11. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Bæjarráð vísar bókun atvinnumálanefndar til vinnu við nýja byggðaáætlun fyrir Vestfirði.

Fræðslunefnd 12/2. 141. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 12/2. 58. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Bryndís G. Friðgeirsdóttir lagði fram eftirarandi tillögu: ,,Legg til að ráðningu í stöðu hafnarstjóra verði frestað og kannaður verði möguleiki á að sameina hafnarsvið og umhverfissvið. Jafnframt verði auglýst eftir forstöðumanni umhverfissviðs. Tillaga þessi var áður flutt við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002 af minnihluta.

Menningarmálanefnd 12/2. 72. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 13/2. 144. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Kauptilboð í Grænagarð við Seljalandsveg á Ísafirði. (2002-01-0037)

Lagt fram yfirlit úr gerðarbók um opnun tilboða í Grænagarð við Seljalandsveg á Ísafirði. Tilboðin voru opnuð á skrifstofu Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þann 12. febrúar s.l. kl. 11:00 Eftirfarandi tilboð bárust.

1. Einar Halldórsson, kt. 070557-7119, Ísafirði, kr. 615.000.-
Tilboðið er með fyrirvara um fjármögnun.
2. Gunnar Pétursson, kt. 310330-3109, Ísafirði, kr. 500.000.-
Tilboðið er með fyrirvara um fjármögnun.
3. Berta Gunnarsdóttir, kt. 260352-3939, Hafnarfirði, kr.1.250.000.-
Tilboðið er með fyrirvara um fjármögnun.
4. Margrét Oddsdóttir, kt. 031055-4909, Kópavogi, kr.1.500.000.-
Tilboðið er með fyrirvara um fjármögnun.
5. Haukur Oddsson, kt. 240859-4839, Reykjavík, kr.1.000.000.-
Tilboðið er með fyrirvara um fjármögnun.
6. Bjarni K. Gunnarsson, kt. 010666-4149, Reykjavík, kr. 750.000.-
Tilboðið er með fyrirvara um fjármögnun.
7. Oddur Pétursson, kt. 020731-3709, Ísafirði, kr. 850.000.-
Tilboðið er með fyrirvara um fjármögnun.
8. Ólafur Þór Gunnarsson, kt. 170763-4409, Kópavogi, kr. 400.000.-
Tilboðið er með fyrirvara um fjármögnun.
9. Torfi A. Hjálmarsson, kt. 280862-3559, Reykjavík, kr. 350.000.-
Tilboðið er með fyrirvara um fjármögnun.

Bæjarráð samþykkir að taka hæsta tilboði að upphæð kr. 1.500.000,- frá Margréti Oddsdóttur. Bæjarstjóra falið að ganga til samninga við hæstbjóðanda.

4. Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði. - Rekstrar- og efnahagsreikningur 2001.

Lagður fram rekstrar- og efnahagsreikningur Stjórnsýsluhússins á Ísafirði, fyrir árið 2001. Í reikningnum kemur fram að gjöld umfram tekjur á árinu eru kr. 409.029.-

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Ráðstefna um Staðardagskrá 21. (2002-01-0185)

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 8. febrúar s.l., varðandi ráðstefnu um Staðardagskrá 21, er haldin var á Akureyri dagana 15. - 16. febrúar 2002.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Ráðstefna um umhverfismál sveitarfélaga. (2002-01-0185)

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 1. febrúar s.l., varðandi ráðstefnu um umhverfismál sveitarfélaga er haldin verður þann 8. mars n.k. í fyrirlestrasal Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Ráðstefnan er á vegum Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga og Samb. ísl. sveitarf.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfissviðs.

7. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð frá 687. stjórnarfundi.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 687. stjórnarfundi er haldinn var þann 21. janúar s.l., að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf byggingarfulltrúa. - Tilboð í hönnun gatna í íbúðahverfi á Skeiði.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett þann 15. febrúar s.l., varðandi tilboð Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen í hönnun gatna í íbúðahverfi á Skeiði í Skutulsfirði. Tilboðið hljóðar upp á kr. 4.500.000,-

Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við VST.

9. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. - Auðlindagjald og skatttekjur ríkisins. (2002-02-0045)

Lögð fram frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands skýrsla um ,,Auðlindagjald og skatttekjur ríkisins, viðbótarskýrsla með tilliti til nýrra skattalaga. Skýrslan er nr. C02:02 og er dr. Ragnar Árnason, prófessor í fiskihagfræði, höfundur hennar.

Lagt fram til kynningar.

10. Gerð sérstakrar byggðaáætlunar fyrir Vestfirði.

Bæjarstjóri upplýsti að hann hefur rætt við fulltrúa 9 sveitarfélaga af 12 á Vestfjörðum. Sveitarfélögin sem ekki hefur verið rætt við ennþá eru Árneshreppur, Broddaneshreppur og Bæjarhreppur á Ströndum. Öllum sveitarfélögum hefur verið sent bréf þar sem óskað er eftir samstarfi um sérstaka byggðaáætlun. Viðbrögð eru alls staðar mjög góð og mikil samstaða um að taka þátt í vinnunni. Sveitarfélög á hverju svæði fyrir sig munu koma fram með sínar áherslur og síðan verða þær lagðar inn í eitt endanlegt skjal. Stefnt er á fund fulltrúa Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og Súðavíkurhrepps n.k. föstudag. Fyrir liggur að vinnunni verður að vera lokið fyrir lok febrúarmánaðar til að byggðaáætlun Vestfirðinga komist inn í nýja byggðaáætlun Alþingis sem nú hefur verið vísað til nefnda þingsins.

Bæjarráð leggur til að stýrihópur vegna vinnunnar verði bæjarráð Ísafjarðabæjar ásamt bæjarstjóra.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:25

 

Ragnheiður Hákonardóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.