Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

280. fundur

Árið 2002, mánudaginn 4. febrúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 29/1. 167. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 25/1. 57. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar 27/7.01. 1. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar 14/1. 2. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Þróunar- og starfsmenntunarsjóður Ísafjarðarbæjar 28/1. 3. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
1. liður. Bæjarráð leggur til að tillaga stjórnar Þróunar- og starfsm.sj. verði samþykkt
2. liður. Stjórn Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar leggur til að orðalagi í 2. grein reglugerðar fyrir Þróunar- og starfsmenntunarsjóð, er samþykktar voru í bæjarráði 23. júlí 2001, verði breytt þannig, að orðið fastráðning sem er innan sviga fremst í greininni falli niður.
Bæjarráð leggur til að tillaga stjórnar Þróunar- og starfsm.sj. verði samþykkt
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Kauptilboð í Ísafjarðarveg 2 í Hnífsdal, neðri hæð ásamt bílskúr. (2002-02-0001)

Lagt fram kauptilboð frá Kristni Leví Aðalbjörnssyni, kt. 060671-5169, að upphæð kr. 1.001.000.- í Ísafjarðarveg 2 í Hnífsdal, neðri hæð ásamt bílskúr. Tilboðið kemur í framhaldi af auglýsingu á eigninni er birtist í Bæjarins Besta. Ofangreint tilboð er eina tilboðið er barst í eignina.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við tilboðsgjafa.

3. Bréf Jónasar Guðmundssonar. - Ökuhraði milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. (2002-02-0002)

Lagt fram bréf frá Jónasi Guðmundssyni, sýslumanni, Miðstræti 1, Bolungarvík, dagsett 24. janúar s.l., varðandi ökuhraða á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Í bréfinu greinir hann frá hugmyndum sínum um breytingar á ökuhraða á leiðinni. Í lok bréfsins leggur Jónas til að þær nefndir á vegum Bolungarvíkurkaupstaðar og Ísafjarðarbæjar sem hafa umferðarmál á sinni könnu, fundi sameiginlega með það í huga að marka stefnu til framtíðar um þær ráðstafanir sem æskilegar eru til tryggingar greiðri og öruggri umferð milli byggðarlaganna.

Bæjarráð óskar umsagnar umhverfisnefndar um erindið.

4. Bréf Rúnars Óla Karlssonar, atvinnu- og ferðamálafulltrúa. - Fundargerð Staðardagskrár 21. (2002-02-0004)

Lagt fram bréf frá Rúnari Óla Karlssyni, atvinnu- og ferðamálafulltrúa, dagsett 28. janúar s.l., með úrdrátt frá fundi starfshóps um Staðardagskrá 21 í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Leikfélags Flateyrar. - Niðurfelling fasteignagjalda. (2002-02-0005)

Lagt fram bréf frá Sigríði Gerðu Gísladóttur f.h. Leikfélags Flateyrar dagsett þann 26. janúar s.l., þar sem óskað er eftir niðurfellingu á fasteignagjöldum af húseign félagsins Túngötu 4, Flateyri.

Bæjarráði er ekki heimilt að fella niður fasteignagjöld, en felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

6. Bréf samgöngunefndar Alþingis. - Frumvörp til laga um samgöngumál. (2002-02-0006)

Lagt fram bréf frá samgöngunefnd Alþingis dagsett 30. janúar s.l., ásamt frumvörpum til laga um samgöngumál, 384. mál og lagaákvæði er varða samgönguáætlun, 385. mál. Frumvörpin eru send sveitarfélögum til umsagnar og óskað er að umsagnir berist eigi síðar en 15. febrúar 2002.

Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar og umhverfisnefndar til umsagnar.

7. Bréf félagsmálanefndar Alþingis. - Frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga. (2002-02-0007)

Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis dagsett 29. janúar s.l., ásamt frumvarpi til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, 378. mál. Frumvarpið er sent sveitarfélögum til umsagnar og óskað er að umsögn berist eigi síðar en 15. febrúar 2002.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar til umsagnar.

8. Skógræktarfélag Íslands. - Yrkjusjóður.

Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Íslands til forsvarsmanna sveitarfélaga í tilefni þess að þann 23. janúar s.l., voru tíu ár liðin frá stofnun Yrkjusjóðs, sjóðs til handa íslenskri æsku til ræktunar landsins. Bréfið er í raun skýrsla stjórnar Yrkjusjóðs um tilurð, stofnun og rekstur sjóðsins.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar, Skóla- og fjölskylduskrifstofu og skólastjórnenda í Ísafjarðarbæ.

9. Hafnarsamband sveitarfélaga. - Fundargerð stjórnar frá 11. janúar 2002.

Lögð fram fundargerð stjórnar Hafnarsambands sveitarfélaga frá 250. fundi er haldinn var föstudaginn 11. janúar s.l., að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Bæjarráð vísar fundargerðinni til hafnarstjórnar til upplýsinga.

10. Bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa. - Hreggnasi 3, Hnífsdal, bréf Húsafriðunarnefndar. (2002-01-119)

Lagt fram bréf frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, dagsett 1. febrúar s.l., þar sem hann gerir grein fyrir svari Húsafriðunarnefndar ríkisins við erindi er varðar niðurrif á húseigninni Hreggnasa 3 í Hnífsdal. Í bréfi Stefáns kemur fram að á næsta fundi umhverfisnefndar verður tekin fyrir ábending Húsafriðunarnefndar um húsakönnun í Hnífsdal. Bréfi Stefáns fylgir afrit bréfs Húsafriðunarnefndar frá 17. janúar s.l., svo og afrit af bréfi Elísarbetar Gunnarsdóttur, arkitekts, til Húsafriðunarnefndar dagsett þann 29. desember 2001.

Bæjarráð leggur málið fram til kynningar og vísar til væntanlegrar meðferðar umhverfisnefndar.

11. Samkeppnislýsing vegna hugmyndasamkeppni um framtíðarhúsnæði fyrir Grunnskólann á Ísafirði. (2002-01-179)

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 4. febrúar 2002, ásamt samkeppnislýsingu vegna hugmyndasamkeppni um framtíðarhúsnæði fyrir Grunnskólann á Ísafirði. Samkeppnislýsingin er unnin af starfshópi er skipaður var til að vinna tillögurnar. Fram kemur í gögnum að frestur til að skila inn tillögum er til 2. maí n.k. og að dómnefnd ljúki störfum fyrir mánudaginn 3. júní 2002.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samkeppnislýsingin verði samþykkt.

12. Þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans 2003-2005.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, lagði fram drög að þriggja ára áætlun Ísafjarðarbæjar og stofnana hans 2003-2005.

Bæjarráð vísar drögum að þriggja ára áætlun 2003-2005 til fyrri umræðu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 7. febrúar n.k.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Þorsteinn Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.