Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

277. fundur

Árið 2002, mánudaginn 14. janúar kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 10. fundur og menningarmálanefnd 70. fundur 8/1.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 9/1. 143. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
3. liður. Bæjarráð felur byggingarfulltrúa að vinna grendarkynningu áður en ákvörðun verður tekin.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf fjármálastjóra. – Falsteignagjöld 2002, afslættir til félagasamtaka.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 11. janúar s.l., varðandi afslætti til félagasamtaka á fasteignagjöldum ársins 2002. Fjármálastjóri leggur til að félagasamtökum verði veittur styrkur til greiðslu fasteignagjalda af eigin húsnæði, sem nemur álögðum fasteignaskatti og holræsagjaldi þó að hámarki kr. 110.000.- og færist styrkurinn á lið 15-65-971-1.

Bæjarráð óskar eftir að leitað verði eftir upplýsingum frá félagasamtökum, er fengið hafa styrki til greiðslu fasteignagjalda, um notkun og hugsanlega útleigu eignanna.
Bæjarráð leggur til að tillaga fjármálastjóra verði samþykkt.

3. Bréf fjármálastjóra. – Fasteignagjöld 2002, afslættir til elli- og örorkulífeyrisþega.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 11. janúar s.l., varðandi afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignagjöldum ársins 2002. Fjármálastjóri leggur til að hámarksafsláttur verði kr. 58.000.- og að tekjuviðmiðun verði um kr. 100.000.- frá árinu 2001. Einungis verði veittur afsláttur af fasteignaskatti og holræsagjaldi.

Bæjarráð leggur til að tillaga fjármálastjóra verði samþykkt.

4. Bréf Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen hf. – Brunaáætlanir sveitarf.

Lagt fram bréf frá Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen hf., Reykjavík, dagsett 18. desember 2001, varðandi brunaáætlanir sveitarfélaga. Samkvæmt nýjum lögum um brunavarnir nr. 75/2000, sem tóku gildi 1. janúar 2001, er sveitarfélögum gert skylt að leggja fram brunavarnaáætlun fyrir starfssvæði slökkviliðs. Verkfræðiskrifstofan býður sveitarfélögum á landinu þjónustu sína við gerð brunavarnaáætlana og sendir því bréf þetta til allra sveitar- og slökkviliðsstjóra.

Bæjarráð vísar bréfinu til slökkviðliðsstjóra og óskar eftir upplýsingum um brunavarnaráætlanir í Ísafjarðarbæ í samræmi við ný lög um brunavarnir.

5. Bréf Fasteignamats ríkisins. – Fasteignamat eigna með athugasemdir.

Lagt fram bréf frá Fasteignamati ríkisins dagsett 7. janúar s.l., tilkynning til sveitarfélaga um fasteignamat eigna sem athugasemd var gerð við vegna endurmats 2001.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf byggingarfulltrúa. – Forkaupsréttur að eignum Olíudreifingar ehf. á Flateyrarodda.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 11. janúar s.l., vegna forkaupsréttar að mannvirkjum Olíudreifingar ehf. á Flateyrarodda. Borist hefur bréf frá Olíudreifingu ehf. dagsett 11. janúar s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort Ísafjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt að eignum félagsins á Flateyrarodda, það er eldsneytisgeymis og timburskúrs. Jafnframt kemur fram í bréfi byggingarfulltrúa, að ef Ísafjarðarbær hafnar forkaupsrétti þarf að gera lóðarleigusamning um lóðina.

Þar sem ekki er í gildi lóðaleigusamningur felur bæjarráð byggingarfulltrúa að kanna hvort heimilt sé að skylda Olíudreifingu ehf., að fjarlægja ofangreind mannvirki af lóðinni án kostnaðar fyrir Ísafjarðarbæ.

7. Tillaga til þingsályktunar, átak til að treysta byggð og efla atvinnulíf á landsbyggðinni.

Lögð fram tillaga til þingsályktunar, átak til að treysta byggð og efla atvinnulíf á landsbyggðinni, þingskjal 5. – 5. mál á 127. löggjafarþingi 2001-2002. Tillagan varðar eflingu atvinnulífs á Austurlandi og lögð fram af þingflokki Vinstri grænna. Á síðasta fundi bæjarráðs var kallað eftir ofangreindri tillögu.

Tillagan lögð fram til kynningar í bæjarráði

8. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. – Fundargerðir stjórnar frá 46. til 51. fndi að báðum meðtöldum.

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf., frá 46., 47., 48., 49., 50. og 51. fundi.
Lagt fram til kynningar.

9. Bréf umhverfisráðuneytis. – Grænigarður við Seljalandsveg á Ísafirði.

Lagt fram bréf umhverfisráðuneytis dagsett 4. janúar s.l., þar sem ráðuneytið svarar fyrirspurn Ísafjarðarbæjar, frá 28. ágúst 2001, um endursölu á Grænagarði við Seljalandsveg á Ísafirði. Ráðuneytið að fengnum tillögum Ofanflóðanefndar fellst á að Grænigarður verði seldur enda verði það gert á tilboðsgrundvelli og með ákveðnum kvöðum um nýtingu eignarinnar og verði þeim kvöðum þinglýst.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa fasteignina til sölu.

10. Samb. ísl. sveitarf. – Yfirlýsing um ýmis samskipti ríkis og sveitarfélaga.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 2. janúar s.l., ásamt yfirlýsingu félags- málaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Samb. ísl. sveitarfélaga dagsettri 28. desember 2001 um ýmis samskipti ríkis og sveitarfélaga.

Bæjarráð fagnar yfirlýsingunni og bindur vonir við að þau sameiginlegu verkefni sem tilgreind eru í yfirlýsingunni verði til lykta leidd hið fyrsta.

11. Samb. ísl. sveitarf. – Launakjör skólastjóra grunnskóla.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 5. desember 2001, varðandi launakjör skólastjóra grunnskóla. Í bréfinu er kallað eftir upplýsingum um meintar yfirborganir skólastjóra grunnskóla frá öllum sveitarfélögum, jafnframt því að skýra stöðu málsins í ljósi misvísandi upplýsinga sem fulltrúar skólastjóra hafa komið á framfæri.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

12. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, 67. fundur.

Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 67. fundi er haldinn var þann 7. janúar 2002.
Lagt fram til kynningar.

13. Tillaga samþykkt í bæjarstjórn 10. janúar s.l., varsla og ávöxtun fjármuna.

Lögð fram svohljóðandi tillaga er samþykkt var í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar þann 10. janúar s.l. og flutt var af Guðna G. Jóhannessyni, forseta. ,,Bæjarstjórn beinir því til bæjarráðs að skoðað verði betur hvort enn meiri dreifing fjármuna skuli koma til en segir í tillögu bæjarráðs. Einnig verði fengin umsögn um hagkvæmustu og um leið öruggustu skiptingu milli fastra bankareikninga og verðbréfa."
Í bæjarráði var lagt fram bréf frá Landsbanka – Landsbréfum dagsett 29. nóvember 2001, svo og bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 14. desember 2001. Farið verði með bréfin sem trúnaðarmál. Fjármálastjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið dagskrár.

Bæjarráð felur fjármálastjóra að taka saman greinargerð um tillögur til ávöxtunar vörslufjár, þar sem sérstaklega verði kannað hvort enn meiri dreifing komi til greina, en fram kemur í tillögu bæjarráðs. Fjármálastjóra er einnig falið að leggja mat á hagkvæmustu og jafnframt öruggustu skiptingu milli verðbréfa og fastra bankareikninga.

14. Samb. ísl. sveitarf. – Fundargerð 176. fundar Launanefndar sveitarfélaga.

Lögð fram fundargerð 176. fundar Launanefndar sveitarfélaga frá 21. desember 2001.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.