Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

272. fundur

Árið 2001, mánudaginn 26. nóvember kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnarnefnd 20/11.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 20/11. 163. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Jóns Ól. Þórðarsonar hdl. – Erindi Aðalsteins Ó. Ásgeirssonar.

Lagt fram bréf frá Jóni Ólafi Þórðarsyni hdl., Barónsstíg 5, Reykjavík, dagsett 19. nóvember s.l., er varðar afgreiðslu erindis Aðalsteins Ómars Ásgeirssonar til umhverfisnefndar 24. september s.l. og skyldur bæjarstjórnar á afgreiðslu erinda byggingarnefnda með tilvísun til sveitarstjórnarlaga nr. 95/1998 48. og 49. grein.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfinu á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar frá 8. nóvember s.l.

3. Bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf. – Samþykkt stofnhluthafa í Eignarhaldsfélagi Vestfjarða hf.

Lagt fram bréf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf., dagsett 21. nóvember s.l., ásamt meðfylgjandi samþykkt stofnhluthafa Eignarhaldsfélags Vestfjarða hf., sem gerð var á fundi félagsins þann 16. nóvmeber s.l. Megin efni samþykktarinnar er að Atvinnuþróunarfélagið leiti eftir viðhorfum sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga á Vestfjörðum svo og annara fjárfesta innan sem utan Vestfjarða, til fjármögnunar eignarhaldsfélags á Vestfjörðum.

Lagt fram til kynningar.

4. Afrit bréfs Minjasjóðs Önundarfjarðar til Héraðsskjalasafns.

Lagt fram afrit af bréfi Minjasjóðs Önundarfjarðar til Héraðsskjalasafns dagsett 20. nóvember s.l., þar sem tilkynnt er að Minjasjóður veiti Héraðsskjalasafni styrk að upphæð kr. 100.000.- til kaupa á filmuskanna.

Bæjarráð þakkar styrkveitinguna. Lagt fram til kynningar

5. Bréf Landssíma Íslands hf. – GSM samband í Vestfjarðagöngum.

Lagt fram bréf til bæjarráðs frá Landssíma Íslands hf., dagsett 19. nóvember s.l., er varðar fyrirspurn Birnu Lárusdóttur, formanns bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, er borin var fram á kynningarfundi um einkavæðingu Símans þann 9. september s.l. og varðar möguleika þess að setja upp GSM samband í Vestfjarðagöngum.
Í bréfinu kemur fram að kostnaður við uppsetningu sé á bilinu kr. 15-25 milljónir. Ef Ísafjarðarbær getur haft milligöngu um fjármögnun stofnkostnaðar telur Síminn sér fært að sjá um rekstur þess sambands í framhaldinu.

Bæjarráð samþykkir að afrit þessa bréfs verði sent samgönguráðuneyti og þess óskað að ráðuneytið sjái sér fært að komið verði á GSM sambandi, ásamt útvarpssendingum, í Vestfjarðagöngum sem allra fyrst. Bæjarráð vísar jafnframt til 4. liðar fundargerðar almannavarnarnefndar Ísafjarðarbæjar um fjarskiptamál í Vestfjarðagöngum. Afrit fundargerðar almannavarnarnefndar fylgi bréfi til samgönguráðuneytis.

6. Bréf Fornleifastofnunar Íslands. – Fornleifarannsóknir og svæðaskipulög.

Lagt fram bréf frá Fornleifastofnun Íslands dagsett 15. nóvember s.l., þar sem stofnunin vill vekja athygli á breytingum á ákvæðum þjóðminjalaga um fornleifaskráningu. Skylt er að fornleifaskráning fari fram áður en gengið er frá svæðisskipulagi, aðalskipulagi, deiliskipulagi eða endurskoðun þeirra. Afrit bréfsins var sent Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar.

7. Félag tónlistarskólakennara. – Frétt á heimasíðu Samb. ísl. sveitarf.

Lagt fram bréf Félags tónlistarskólakennara dagsett 19. nóvmeber s.l., til sveitar- félaga varðandi fréttar sem er á heimasíðu Samb. ísl. sveitarf. Félag tónlistarskólakennara telur sig tilneydda til að gera alvarlegar athugasemdir við féttina þar sem þeir telja að verulega sé hallað réttu máli.

Lagt fram til kynningar.

8. Hagstofa Íslands. – Þjóðskrá og íbúaskrá 1. desember 2001.

Lagt fram bréf Hagstofu Íslands dagsett 20. nóvember s.l., er varðar skilafrest sveitarstjórna á flutningstilkynningum til Þjóðskrár vegna árlegrar íbúaskrár 1. desember ofl.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf bæjarstjóra. – Fjarlækningarverkefni.

Lagt fram bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 23. nóvember s.l., varðandi fjarlækningaverkefni er bæjarráð samþykkti að hleypa af stokkunum s.l. vetur og möguleikum á að stofna fyrirtæki hér í Ísafjarðarbæ er ynni að ýmsum verkefnum er tengdust sjúkrahúsinu hér, öðrum skyldum stofnunum og fyrirtækjum er nú þegar eru í hönnun og framleiðslu á búnaði til fjarlækninga. Í bréfinu gerir bæjarstjóri grein fyrir vinnuferli málsins og þeirri hugmynd að stofnuð verði sjálfseignastofnunin Fjarlækninga- stofnun Íslands með lögheimili á Ísafirði. Meðfylgjandi eru drög að samþykktum ofl. Til fundar við bæjarráð undir þessum lið er mættur Rúnar Óli Karlsson, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar, sem ásamt bæjarstjóra ofl. hefur unnið að verkefninu.

Bæjarráð leggur til að farið verði í stofnun Fjarlækningastofnunar Íslands og framlag Ísafjarðarbæjar verði það fjármagn, um kr. 1 milljón, sem sett hefur verið í skýrslugerð Pricewaterhouse Coopers um verkefnið. Samþykktir og stofngerð stofnunarinnar lagðar fyrir bæjarráð, yfirfarið af bæjarlögmanni og löggiltum endurskoðanda Ísafjarðarbæjar.

10. Bréf bæjarstjóra. – Sérdeild við Grunnskólann á Ísafirði.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 23. nóvmeber s.l., varðandi sérdeild við Grunnskólann á Ísafirði. Á fundi bæjarráðs 19. nóvember s.l., var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Grunnskólans á Ísafirði varðandi sérkennara/þroskaþjálfa. Meðfylgjandi greinargerð forstöðumanns Skóla- og fjölskyldu- skrifstofu skýrir málið ágætlega.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf bæjarstjóra. – Þjónustudeild Hlífar á Ísafirði.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 23. nóvember s.l., vegna þjónustudeildar Hlífar á Ísafirði. Farið er með efni bréfsins og önnur gögn sem trúnaðarmál. Undir þessum lið dagskrár mættu til fundar við bæjarráð frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu þær Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður og Margrét Geirsdóttir, ráðgjafi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu að vinna áfram að málinu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:54

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.