Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

271. fundur

Árið 2001, mánudaginn 19. nóvember kl. 15:30 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 13/11. 9. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 13/11. 137. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
1. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Grunnskólans á Ísafirði varðandi sérkennara/þroskaþjálfa.
4. liður. Bæjarráð vísar þessum lið til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2002.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 15/11. 138. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Hafnarstjórn 13/11. 55. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 14/11. 140. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Íbúðalánasjóðs hf. - Aukning viðbótarlána á árinu 2001.

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði hf., dagsett 7. nóvember s.l., þar sem tilkynnt er að samþykkt hafi verið að auka aftur viðbótarlánakvóta Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2001 um kr. 8.000.000.-

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting að upphæð kr. 400.000.- til húsnæðisnefndar til að mæta 5% greiðslu nefndarinnar við veitingu viðbótarlána á móti aukinni heimild á þessu ári. Fjármagnist með hagræðingu í rekstri.

3. Bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. - Styrkveiting Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Ísafirði, dagsett 12. nóvember s.l., er varðar starfsemi skólans og þá beiðni að styrkur Ísafjarðarbæjar til skólans vegna ársins 2002 verði aukinn frá þessu ári. Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2002.

Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2002.

4. Afrit bréfs Sundfélagsins Vestra til fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram afrit af bréfi Sundfélagsins Vestra, Ísafirði, dagsett 10. maí 2001, til fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar. Í bréfinu er rætt um tillögu að stækkun núverandi sundlaugar við Austurveg á Ísafirði. Bréfinu fylgir uppdráttur er gefur nokkra mynd af hugsanlegri stækkun.

Bæjarráð felur tæknideild Ísafjarðarbæjar að gera kostnaðaráætlun hvað varðar hugmyndir Sundfélagsins Vestra um stækkun sundlaugar við Austurveg á Ísafirði. Niðurstaða liggi fyrir sem allra fyrst.

5. Bréf VST. - Greinargerð, skoðun íþróttamannvirkja á Ísafirði og Þingeyri.

Lögð fram greinargerð frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., dagsett þann 25. október s.l., undirrituð af Narfa Hjörleifssyni, tæknifræðingi. Í bréfinu kemur fram að undirritaður hafi að beiðni Íþróttasjóðs farið til Ísafjarðar og Þingeyrar og skoðað íþróttasvæði á þessum stöðum. Skoðunin var gerð með það fyrir augum að meta núverandi ástand svæða með tilliti til væntanlegs landsmóts UMFÍ árið 2004. Í greinargerðinni er núverandi ástandi lýst og gert grein fyrir þeim úrbætum sem nauðsynlegar eru til að svæðin séu tilbúin fyrir íþróttamót af þessari stærðargráðu.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs og bæjarstjóra að fara í viðræður við UMFÍ og Íþróttanefnd ríkisins vegna mannvirkjagerðar.

6. Bréf Stútungsnefndar Flateyri.- Búnaður félagsheimilis og íþróttahúss.

Lagt fram bréf frá Stútungsnefnd Flateyrar 2002 dagsett 5. nóvember s.l., varðandi ráðstöfun söfnunarfjár ,,Samhugar í verki" og nauðsyn þess að nýta fjármuni sem ætlaðir voru til Félagsheimilis Flateyrar til aðstöðusköpunar fyrir fjöldasamkomur á Flateyri hvort sem um er að ræða í Félagsheimilinu eða íþróttahúsinu. Til dæmis bráð vantar að kaupa bæði borð og stóla sem nýta mætti á hvorum staðnum sem er.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.

7. Erindi vegna Hreggnasa 3 í Hnífsdal.

Lagt fram erindi frá bæjarritara dagsett 12. nóvember s.l., þar sem greint er frá ástandi á húseigninni Hreggnasa 3 í Hnífsdal, sem Ísafjarðarbær eignaðist á uppboði í júní á þessu ári. Að sögn Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, er húsið í mjög lélegu ástandi og sökum staðsetningar sinnar ekki ráðlegt að fara í kostnaðarsamar viðgerðir. Vegagerðin hefur ljáð máls á að taka hugsanlega þátt í kostnaði við niðurrif á húsinu sé sú leið valin.

Bæjarráð óskar heimildar umhverfisnefndar til niðurrifs á Hreggnasa 3, Hnífsdal.

8. Grunnskólinn á Ísafirði. - Stöðugildi matráðskonu.

Lagt fram bréf frá Grunnskólanum á Ísafirði undirritað af Kristni Breiðfjörð Guðmundsyni, skólastjóra, dagsett 9. nóvember s.l., með ósk um heimild til að auka starfshlutfall matráðskonu/matráðs í mötuneyti nemenda úr 84,34% í 100%.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við skólastjóra Grunnskólans á Ísafirði og forstöðumann Félagsmiðstöðvar.

9. Bréf Bergs Torfasonar. - Sala á jörðinni Felli í Dýrafirði.

Lagt fram bréf frá Bergi Torfasyni, Þingeyri, dagsett 10. nóvember s.l., þar sem hann tilkynnir að hann hafi selt eignarjörð sína Fell í Dýrafirði til sonar síns Antons Torfa Bergssonar, til heimilis að Felli í Dýrafirði.

Þar sem salan er til sonar seljanda og að jörðin verður áfram til ábúðar og fullra nytja, er hér um tilkynningu að ræða með tilvísun til jarðarlaga.

10. Erindi vísað frá bæjarstjórn 8. nóvember 2001, til bæjarráðs. - Aukning stöðugildis stuðningsfulltrúa við Grunnskólann á Þingeyri.

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þann 8. nóvember s.l., vísaði forseti 1. lið fundargerðar fræðslunefndar frá 135. fundi þann 23. október s.l. til bæjarráðs. Erindið fjallaði um beiðni skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri um aukið stöðugildi stuðningsfulltrúa við skólann úr 50% stöðu í 100% stöðu. Lagt er fram afrit af bréfi skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri til fræðslunefndar um erindið dagsett 17. ágúst 2001.

Bæjarráð felur forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu að athuga hvort hægt sé að fjármagna þessa stöðu með tilfærslu á stöðugildum innan skólasviðs.

11. Samb. ísl. sveitarf. - Ráðstefna um félags- og tómstundastarf.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 6. nóvember s.l., varðandi ráðstefnu um félags- og tómstundastarf fyrir ungt fólk í sveitarfélögum, er haldin verður þann 22. nóvember n.k. á vegum menntamálaráðuneytis, Samb. ísl. sveitarf. og Æskulýðsráðs ríkisins, að Borgartúni 6, Reykjavík, og stendur frá kl. 9:45-15:30 Bréfinu fylgir dagskrá.

Lagt fram til kynningar.

12. Samb. ísl. sveitarf. - Úrskurður um skipulags- og byggingarmál.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 7. nóvember s.l., þar sem vakin er athygli á hjálögðum úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 31. október s.l., þar sem nefndin sker úr vafa um það hvort afla þurfi framkvæmdaleyfis sveitarstjórnar skv. 27. gr. laga nr. 73/1997 til fyrirhugaðrar skógræktar í landi Litlu-Fellsaxlar í Skilmannahreppi. Í úrskurði nefndarinnar kemur fram að ekki þurfi að afla slíks leyfis.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.

13. Samb. ísl. sveitarf. - Hlutafélag um landskerfi bókasafna.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 8. nóvember s.l., varðandi stofnun hlutafélags um landskerfi bókasafna.

Lagt fram til kynningar.

14. Drög að frumvarpi til fjárhagsáætlunar fyrir bæjarsjóð Ísafjarðarbæjar og stofnanir hans fyrir árið 2002, ásamt greinargerðum.

Lögð fram drög að frumvarpi til fjárhagsáætlunar fyrir bæjarsjóð Ísafjarðargæjar og stofnanir hans fyrir árið 2002. Jafnframt eru lagðar fram nokkrar greinargerðir sviða, stofnana og deilda bæjarfélagsins.

Bæjarráð vísar drögum að frumvarpi fjárhagsáætlunar fyrir bæjarsjóð Ísafjarðarbæjar og stofnanir hans fyrir árið 2002 til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 22. nóvember 2001.

Sæmundur Kr. Þorvaldsson, bæjarráðsfulltrúi K-lista, lætur bóka að hann sakni greinargerðar frá Grunnskólanum á Þingeyri, hafnarsviði og stjórnsýslusviði.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:55

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.