Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

268. fundur

Árið 2001, mánudaginn 29. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar Flugmálastjórnar Íslands mæta til fundar við bæjarráð.

Þessi liður fellur niður vegna forfalla.

2. Fundargerðir nefnda.

Fræðslunefnd 23/10. 135. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
6. liður. Bæjarráð telur ekki forsendur fyrir sérstökum afslætti vegna barna starfsmanna á leikskólum.
7. liður. Bæjarráð leggur áherslu á að tillaga fræðslunefndar hafi ekki í för með sér kostnaðarauka.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefndar 26/10. 136. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundargerð landbúnaðarnefndar 19/10. 45. fundur.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 25/10. 68. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf bæjarstjóra. - Drög að samkomulagi við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 26. október s.l., er varða drög að samkomulagi Ísafjarðarbæjar við Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Bréfinu fylgja drög að samkomulagi. Drögin eru unnin af nefndinni eftir tillögu bæjarstjóra og fjármálastjóra, sem kynnt hefur verið í tvígang í bæjarráði. Í samningnum er gert ráð fyrir að kr. 734.380.295.- af söluverði Ísafjarðarbæjar í Orkubúi Vestfjarða hf., fari til niðurgreiðslu skulda sveitarfélagsins. Bæjarstjóri og fjármálastjóri eru fyllilega sáttir við drögin og mælir bæjarstjóri með að drögin verði samþykkt.

Bæjarráð mælir með við bæjarstjórn að drögin að samkomulaginu verði samþykkt, sem liður í kaupsamningi við ríkisvaldið um kaup á eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Orkubúi Vestfjarða hf.

Sæmundur Kr. Þorvaldsson, K-lista, situr hjá við afgreiðslu bæjarráðs.

4. Bréf bæjarstjóra. - Kirkjuból VI í Engidal, Skutulsfirði.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 26. október s.l., varðandi Kirkjuból VI í Engidal í Skutulsfirði. Bréfinu fylgir yfirlýsing undirrituð af Aðalsteini Ómari Ásgeirssyni dagsett 24. október s.l., þar sem hann m.a. fellur frá bótakröfu á grundvelli skipulags, þó hann fái ekki að byggja á öllum grunninum að Kirkjubóli VI í Engidal.

Á grundvelli nýrra upplýsinga um lóðaleigusamninga í Engidal, vísar bæjarráð ákvarðanatöku til næsta fundar bæjarstjórnar.

5. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Grunnskólinn á Ísafirði.

Lagt fram bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu dagsett 26. október s.l., þar sem farið er fram á heimild til millifærslu af fjárfestingarlið Grunnskólans á Ísafirði 04-05-432-6 yfir á rekstrarlið 04-21-462-1 að upphæð kr. 1.800.000.- einkum vegna þriggja verkefna er framkvæma þarf á þessu ári, en viðhaldsliður er kominn fram úr áætlun ársins.

Bæjarráð samþykkir erindið.

6. Samkomulag Landsbanka Íslands og Ísafjarðarbæjar. - Lóðamál vegna Hafnarstrætis 9 - 13, Ísafirði.

Lagt fram samkomulag Landsbanka Íslands og Ísafjarðarbæjar vegna lóðamála að Hafnarstræti 9 - 13 á Ísafirði, dagsett 25. október 2001. Aðilar eru sammála um að með samkomulagi þessu teljist Ísafjarðarbær hafa að fullu uppfyllt ákvæði 1. gr. samkomulagsins frá 13. maí 1982 og þeim þætti þess samkomulags lokið.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með að samkomulag þetta sé í höfn.

7. Bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. - Snjótroðarakaup.

Lagt fram bréf Björns Helgasonar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett 19. október s.l., varðandi snjótroðarakaup. Í bréfinu er leitað heimildar til að söluandvirði gamla Kassbohrer troðarans kr. 600.000.- gangi upp í kaup á Leitner troðara sem áhugamenn um skíðasvæði Ísafjarðarbæjar festu kaup á og afhentu Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð heimilar þessa breytingu, enda rúmast hún innan aukafjárveitingar.

8. Bréf Þrastar Marsellíussonar. – Skráning Hnífsdalsvegar 27, Ísafirði, í fasteignamati.

Lagt fram bréf frá Þresti Marsellíussyni, Ísafirði, dagsett 16. október s.l., þar sem hann óskar eftir að hluti af iðnaðarhúsnæði hans við Hnífsdalsveg 27 á Ísafirði, verði ekki lengur skráður sem iðnaðarhúsnæði. Ástæða erindisins er mikill samdráttur í rekstri.
Jafnframt er lagt fram bréf frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfullstrúa, dagsett 26. október s.l. er varðar beiðni Þrastar Marsellíussonar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara og byggingarfulltrúa.

9. Bréf landbúnaðarnefndar. – Vífilsmýrar í Önundarfirði.

Lagt fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni, sviðsstjóra á umhverfissviði, dagsett 20. október s.l., þar sem tilkynnt er að landbúnaðarnefnd geri ekki athugasemd við fyrirhuguð kaup Einars Arnars Björnssonar á jörðinni Vífilsmýrum í Önundarfirði.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að veita umsögn á grundvelli afgreiðslu landbúnaðarnefndar Ísafjarðarbæjar og Jarðanefndar V-Ísafjarðarsýslu.

10. Bréf Skipulagsstofnunar. – Skráning skipulagsfulltrúa.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 22. október s.l., varðandi skráningu á lista Skipulagsstofnunar yfir skipulagsfulltrúa. Í bréfinu er staðfest að Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar, hefur verið skráður á lista stofnunarinnar sem skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram til kynningar og vísar bréfinu til umhverfisnefndar.

11. Bréf Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. – Landsmót SAMFÉS.

Lagt fram bréf frá Samtökum félagsmiðstöðva á Íslandi dagsett 22. október s.l., þar sem bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar er þakkað fyrir þann stuðning sem hún veitti æskulýðsstarfi með framlagi sínu til árlegs landsmóts Samfés, er haldið var hér í Ísafjarðarbæ 5.-7. október s.l.
Jafnframt er í bréfinu þakkað fyrir það frábæra starf sem starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar á Ísafirði lagði á sig í tilefni landsmótsins.

Bæjarráð þakkar vinsamlegt bréf.

12. Bréf Fjölskylduráðs. – Fjölskyldustefna sveitarfélaga.

Lagt fram bréf frá Fjölskylduráði dagsett 24. október s.l., er varðar þingsályktun um mótun opinberrar fjölskyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar sem sett var á Alþingi árið 1997, þar sem kveður á um að ríkisstjórn og steitarstjórnum á hverjum tíma beri að marka sér opinbera stefnu í málefnum fjölskyldunnar. Ráðið hefur áhuga á að standa á næsta ári fyrir námsstefnu um gagnleg vinnubrögð við gerð fjölskyldustefnu og kynna fjölskyldustefnu þeirra sveitarfélaga sem lengst eru komin.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

13. Bréf Eignarhaldsfélags BÍ. – Úthlutun styrkja EBÍ.

Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dagsett 16. október s.l., þar sem tilkynnt er að Ísafjarðarbær fái ekki styrk úr Styrktarsjóði EBÍ á þessu ári, en sótt var um styrk til að kynna vímuvarnastefnu VáVest á norðanverðum Vestfjörðum.

Bæjarráð vísar bréfi EBÍ til félagsmálanefndar.

14. Fjórðungssamband Vestfirðinga, fundargerð 56. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 56. fundi er haldinn var þann 9. október s.l.

Lagt fram til kynningar.

15. Samb. ísl. sveitarf. – Staðgreiðsluáætlun.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 24. október s.l., ásamt áætlun um staðgreiðslutekjur sveitarfélaga fyrir árið 2001 og 2002.

Lagt fram til kynningar og vísað til fjármálastjóra.

16. Samb. ísl. sveitarf. – Fundargerð 172. fundar Launanefndar sveitarf.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 18. október s.l., ásamt fundargerð 172. fundar Launanefndar sveitarfélaga frá 3. október s.l.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Jón Reynir Sigurvinsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.