Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

267. fundur

Árið 2001, þriðjudaginn 23. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 13/10. 160. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
1. liður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kanna frekar hjá félagsmálanefnd hverjum sé ætlað að eiga fulltrúa í nefnd um jafnréttismál.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefndar 16/10. 161. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Hagstofu Íslands. - Búferlaflutningar janúar - september 2001.

Lagt fram fréttabréf Hagstofu Íslands dagsett 12. október s.l., varðandi búferlaflutninga tímabilið janúar - september 2001. Í bréfinu kemur fram að fækkun varð á Vestfjörðum um 122 einstaklinga á tímabilinu. Í Ísafjarðarbæ voru brottfluttir 30 umfram aðflutta.

Lagt fram til kynningar.

3. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð stjórnar frá 682. fundi.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 682. stjórnarfundi er haldinn var föstudaginn 28. september s.l., að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Lagt fram til kynningar.

4. Dómsmál Auðuns J. Guðmundssonar gegn Ísafjarðarbæ. - Greinargerð stefnda, Ísafjarðarbæjar.

Lögð fram greinargerð Andra Árnasonar hrl. bæjarlögmanns dagsett 15. október s.l., í máli Auðuns J. Guðmundssonar gegn Ísafjarðarbæ. Greinargerðin var lögð fram í Héraðsdómi Vestfjarða 17. október s.l.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Fjölnis hf., Þingeyri. - Byggðakvóti til Þingeyrar.

Lagt fram bréf Fjölnis hf., Þingeyri, dagsett 12. október s.l., sem svar við fyrirspurn bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá 263. fundi þann 24. september s.l. og varðar endurúthlutun byggðakvóta til Þingeyrar. Í bréfinu kemur meðal annars fram að fyrstu níu mánuði þessa árs hefur verið unnið úr 1.626 tonnum af fiski hjá Fjölni hf. á Þingeyri.

Bæjarráð mælir með áframhaldandi úthlutun byggðakvóta til Fjölnis hf. á Þingeyri, enda hafa skilmálar samnings um vinnslu á Þingeyri verið uppfylltir.

6. Bréf Sigurðar Mar Óskarssonar. - Tilboð í snjóflóðavarnir við Funa.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, tæknideild, dagsett 17. október s.l., þar sem greint er frá opnun tilboða í lokafrágang snjóflóðavarna við Funa í Skutulsfirði. Alls bárust fjögur tilboð og þar af eitt frávikstilboð. Eftirfarandi tilboð bárust:

Kubbur ehf., kr. 14.181.980.-
Kubbur ehf., frávikstilboð, kr. 12.352.415.-
Jónas Jónbjörnsson, kr. 14.263.565.-
Norðurtak ehf., kr. 16.907.500.-
Kostnaðaráætlun kr. 17.030.400.-

Lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Kubb ehf., á grundvelli frávikstilboðs fyrirtækisins.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að frávikstilboði Kubbs ehf., að upphæð kr. 12.352.415.- verði tekið og gengið verði til samninga við fyrirtækið, enda verði gert ráð fyrir kostnaði við verkið í fjárhagsáætlun fyrir árið 2002.

7. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags sálfræðinga.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 16. október s.l., ásamt 7. fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags sálfræðinga frá 19. september s.l.

Lagt fram til kynningar.

8. Fjórðungssamband Vestfirðinga. - Fundur um samgöngumál.

Lagt fram bréf Fjórðungssambands Vestfirðinga dagsett 15. október s.l., þar sem boðað er til aukaþings um samgöngumál föstudaginn 26. október n.k. á fjórðu hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst þingið kl. 10:00 árdegis.

Bæjarráð hvetur alla bæjarfulltrúa Ísafjarðarbæjar til að mæta á þingið. Bæjarráð telur eðlilegt að fulltrúar í samgöngunefnd Ísafjarðarbæjar hafi einnig seturétt á þingið.

9. Utanríkisráðuneytið. - EES og sveitarfélögin.

Lagt fram bréf frá utanríkisráðuneyti dagsett 16. október s.l., þar sem boðað er til fundar 26. nóvember n.k. kl. 14:00 í fundarsal á 1. hæð utanríksiráðuneytis að Rauðarárstig 25, Reykjavík. Fundarefni er EES og sveitarfélögin.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja fundinn.

10. Bréf Vegar, áhugamannafélags. - Samgöngur á Vestfjörðum.

Lagt fram bréf Vegar, áhugamannafélags um samgöngur á Vestfjörðum dagsett 16. október s.l., efni bréfsins er um samgöngur á Vestfjörðum, nýjar leiðir og stofnun félags um einkafjármögnun o.fl.

Bæjarráð vísar erindinu til umræðu í bæjarstjórn.

11. Bréf verkefnisstjóra Snorraverkefnis. - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá verkefnisstjóra Snorraverkefnis Ástu Sól Kristjánsdóttur, þar sem beðið er um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2002. Verkefnið fellst í því að taka á móti og kosta að hluta dvöl ungmenna frá Vesturheimi við sumarstörf á Íslandi.

Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:10

 

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Jón Reynir Sigurvinsson. Bryndís G. Friðgeirsdóttir.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.