Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

265. fundur

Árið 2001, mánudaginn 8. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

Fyrsti liður í boðaðri dagskrá féll niður. Flugmálastjórn Íslands óskar eftir fundi með bæjarráði í næstu viku.

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 2/10. 159. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
7. liður. a. Bæjarráð felur bæjarstjóra að samræma greiðslur fyrir nefndarstörf á vegum Ísafjarðarbæjar og vísar þeim reglum ásamt tillögu félagsmálanefndar til fjárhagsáætlunargerðar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Fræðslunefnd 11/9. 133. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla rekstur og fjárfestingar janúar - ágúst 2001.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, mánaðarskýrsla rekstur og fjárfestingar tímabilið janúar - ágúst 2001. Í bréfinu kemur fram að nokkrir málaflokkar munu fara fram út áætlun nettó rekstrarútgjalda.

Lagt fram til kynningar.

3. Bréf Þórs Ó. Helgasonar og Álfhildar Jónsdóttur v/Seljalandshverfi, ásamt svarbréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra.

Lagt fram bréf Þórs Ó. Helgasonar og Álfhildar Jónsdóttur, Seljalandi 15, Ísafirði, dagsett 26. september s.l., þar sem meðal annars er spurst fyrir um, hvers vegna var ráðist í skipulagningu á nýju hverfi á Skeiði, verður reistur varnargarður og veitir hann hverfinu þá vernd að hægt sé að byggja þar og að ef ekki verði leyft að byggja í Seljalandshverfi verða þá núverandi hús keypt upp.
Jafnframt er lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 4. október s.l. þar sem hann svarar spurningum þeirra Þórs og Álfhildar og fjallar almennt um stöðu Seljalandshverfis. Fylgiskjal með bréfi bæjarstjóra er reglugerð nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða, flokkun og nýtingu hættusvæða og gerð bráðabirgðahættumats Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Hilmars K. Lyngmó og Sigríðar Sigþórsdóttur v/Seljalandshverfi, ásamt svarbréfi Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra.

Lagt fram bréf Hilmars K. Lyngmó og Sigríðar Sigþórsdóttur, Seljalandi 16, Ísafirði, dagsett 24. september s.l., þar sem spurst er fyrir um hvort snjóflóðavarnargarður verði reistur fyrir Seljalandshverfið og þá hvenær og hvort auglýstar verði lóðir á Skeiði áður en varnargarður verði reistur.
Jafnframt er lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 4. október s.l., þar sem hann svarar spurningum bréfritara og fjallar almennt um stöðu mála varðandi Seljalandshverfið.

Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Vá/Vest. - Kynning vímuvarnastefnu.

Lagt fram bréf frá Vá/Vest hópnum dagsett 2. október s.l., er fjallar um undirbúning að kynningu á samræmdri vímuvarnastefnu sveitarfélaganna þriggja á norðanverðum Vestfjörðum, áætlaðan kostnað að upphæð kr. 1,1 milljón og tillögu um að Högni Sigþórsson, hönnuður, verði ráðinn til að vinna að kynningunni.

Bæjarráð vísar til liðs 02-08-401-1 í fjárhagsáætlun ársins 2001 kr. 250.000.- en kostnaði umfram það til fjárhagsáætlunargerðar 2002.

6. Bréf Sparisjóðs Vestfirðinga. - Minjasjóður Önundarfjarðar.

Lagt fram bréf Sparisjóðs Vestfirðinga dagsett 26. september s.l., undirritað af Eiríki Finni Greipssyni, aðstoðar sparisjóðsstjóra, þar sem óskað er eftir tilnefningu Ísafjarðarbæjar á tveimur fulltrúum til setu í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar til tveggja ára.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að Guðmundur Steinar Björgmundsson og Eiríkur Finnur Greipsson taki sæti í stjórn Minjasjóðs Önundarfjarðar fyrir hönd Ísafjarðarbæjar til næstu tveggja ára.

7. Bréf Jarðanefndar V-Ísafjarðarsýslu. - Hólakot í Dýrafirði.

Lagt fram bréf Jarðanefndar V-Ísafjarðarsýslu dagsett 27. september s.l., þar sem Jarðanefndin samþykkir fyrir sitt leyti leigusamning um leigu á landspildu úr landi Hólakost í Dýrafirði. Leigusalar eru Hjörtur Jónsson og Þyrí Jensdóttir, en leigutakar Jón Bjarni Geirsson og Guðjón Magnússon.

Bæjarráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti á 261. fundi sínum þann 3. september s.l. og er afgreiðsla Jarðanefndar lögð hér fram til kynningar.

8. Bréf starfsmanna skrifstofu Ísafjarðarbæjar. - Vinnufatnaður.

Lagt fram bréf frá starfsmönnum skrifstofu Ísafjarðarbæjar dagsett 2. október s.l., undirritað af Guðrúnu Hermannsdóttur og Auði Höskuldsdóttur, er varðar vinnufatnað starfsfólks á skrifstofum Ísafjarðarbæjar. Í bréfinu kemur fram að starfsfólkið vill halda áfram að vera í einkennisfatnaði enda um kjarabætur að ræða, en óskar eftir að reglur verði settar þar um. Bréfinu fylgja tillögur að reglum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

9. Ísland án eiturlyfja. - Verkefnalok.

Lagt fram bréf til sveitarstjórna frá verkefnisstjóra Íslands án eiturlyfja Snjólaugu G. Stefánsdóttur og deildarstjóra félagsmálaráðuneytis Ingibjörgu Broddadóttur, dagsett 18. september s.l., þar sem greint er frá formlegum verkefnalokum þann 15. febrúar 2002. Í bréfinu er jafnframt hnykkt á útivistartíma barna og unglinga.

Lagt fram til kynningar.

10. Samtök sveitarf. á köldum svæðum. - Fundarboð.

Lagt fram fundarboð frá Samtökum sveitarf. á köldum svæðum, en ársfundur samtakanna verður haldinn 10. október n.k. í Ársal Hótel Sögu og hefst kl. 11:00

Lagt fram til kynningar.

11. Sparisjóður Vestfirðinga. - Aukning stofnfjár.

Lagt fram bréf Sparisjóðs Vestfirðinga dagsett 20. september s.l., þar sem tilkynnt er að á stofnfundi SPVF var samþykkt að heimila stjórn að auka stofnfé sparisjóðsins um allt að kr. 300 milljónir. Ákveðið hefur verið að setja í sölu nú kr. 128 milljónir og á Ísafjarðarbær kauprétt að kr. 349.954.- að nafnverði, sem er uppreiknað söluverð að upphæð kr. 374.543.- Forkaupsréttur er til 10. október n.k.
Meðfylgjandi er bréf fjármálastjóra til bæjarstjóra varandi erindið, þar sem lagt er til að bæjarstjóður neyti ekki forkaupsréttar í aukningu stofnfjár í SPVF.

Bæjarráð er sammála niðurstöðu fjármálastjóra og hafnar forkaupsrétti.

12. Fundargerð Landsmótsnefndar HSV og HSB frá 7. ágúst 2001.

Lögð fram fundargerð Landsmótsnefndar HSV og HSB frá 7. ágúst 2001, er haldinn var við Torfnes á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

13. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða dagsett 1. október s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 24. fundi er haldinn var þann 28. september s.l. á skrifstofu Heilbrigðiseftirlitsins.

Lagt fram til kynningar.

14. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara.

Langt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 28. september s.l., ásamt fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara frá 50. fundi er haldinn var þann 11. september 2001.

Lagt fram til kynningar.

15. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga.

Langt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 28. september s.l., ásamt fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga frá 5. fundi er haldinn var þann 26. september 2001.

Lagt fram til kynningar.

16. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna stéttarfélags opinberra starfsmanna.

Langt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. september s.l., ásamt fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna stéttarfélags opinberra starfsmanna frá 2. og 3. fundi er haldnir voru 14. og 25. september 2001.

Lagt fram til kynningar.

17. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands.

Langt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 28. september s.l., ásamt fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands frá 2. fundi er haldinn var 25. september 2001.
Jafnframt er lagt fram samkomulag LN og SGS um matráða og starfsemi mötuneyta á grundvelli bókunar VI í kjarasamningi aðila.

Lagt fram til kynningar.

18. Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum. - Túlkaþjónusta á landsbyggðinni.

Lagt fram bréf frá Fjölmenningarsetri á Vestfjörðum dagsett 5. október s.l., í bréfinu kemur fram að unnið er að því að koma á stofn mjög öflugum upplýsingavef, en til þess hefur fengist styrkur frá Starfsmenntaráði.
Jafnframt er í bréfinu getið um afar brýnt atvinnuskapandi verkefni sem ekki hefur verið sinnt enn, en það er að koma á túlkaþjónustu á landsbyggðinni. Leitað er eftir viðræðum við Ísafjarðarbæ, til að kanna möguleika á samstarfi Fjölmenningarseturs og Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:20

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.