Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

264. fundur

 

Árið 2001, mánudaginn 1. október kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:
Fyrsti liður í boðaðri dagskrá féll niður þar sem ekki var hægt að fljúga til Ísafjarðar í dag vegna veðurs.

1. Fundargerðir nefnda.

Hafnarstjórn 26/9. 53. fundur.
Fundargerðin er í ellefu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 26/9. 138. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf menningarmálanefndar. - Gamla sjúkrahúsið.

Lagt fram bréf menningarmálanefndar Ísafjarðarbæjar dagsett 27. september s.l., þar sem þess er farið á leit við bæjaryfirvöld að leitað verði allra leiða til að leysa húsnæðisvanda bóka-, skjala- og listasafnanna á Ísafirði og ljúka endurbyggingu Gamla sjúkrahússins. Í bréfinu er vakin athygli bæjaryfirvalda á ört vaxandi þjónustuþörf, einkum við fjarnema í Ísafjarðarbæ. Bréfinu fylgir greinargerð og yfirlit um starfsemi safnanna og þjónustu þeirra, sem unnin eru af Jóhanni Hinrikssyni, forstöðumanni, bæjar- og héraðsbókasafns og héraðsskjalasafns.

Bæjarstjóri upplýsti að erindi varðandi endurbyggingu Gamla sjúkrahússins er inni á dagskrá fyrir fund formanns bæjarráðs og bæjarstjóra með fjárlaganefnd Alþingis sem áætlaður er í lok þessa mánaðar.

3. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar.

Lagt fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 19. september s.l., er varðar vinnuskóla Ísafjarðarbæjar, athugun á starfsemi, fyrirspurn bæjarstjóra ofl.

Bæjarráð felur forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu í samráði við forstöðumann félagsmiðstöðvar og vinnuskóla að semja vinnureglur fyrir starfsemi skólans. Drög að vinnureglum verði lögð fyrir bæjarráð.

4. Bréf Þorvarðar Jónssonar. - Jarðrask í Fremri Hnífsdal.

Lagt fram bréf Þorvarðar Jónssonar, Austurgerði 2, Reykjavík, dagsett 20. september s.l., ásamt reikningi að upphæð kr. 112.090.- vegna jarðrasks við vatnsveituframkvæmdir í landi jarðarinnar Fremri Hnífsdals í Ísafjarðarbæ á árinu 1991. Bréfinu fylgja og önnur gögn varðandi málið.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá málinu og tryggja að allir landeigendur samþykki uppgjör með tilvísun til meðfylgjandi gagna, samanber orðsendingu frá Ísafjarðarkaupstað dagsettri 6. júní 1995.

5. Bréf Dómnefndar um hugmyndasamkeppni um framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísafirði.

Lagt fram bréf Dómnefndar um hugmyndasamkeppni um framtíðarhúsnæði Grunnskólans á Ísafirði, dagsett 24. september s.l. Í bréfinu er óskað eftir að bæjaryfirvöld taki afstöðu til ákveðinna atriða svo sem um ákveðið svæði, skilgreiningar varðandi nýjar byggingar ofl. Dómnefndin telur útilokað að í samkeppnislýsingu verði heimild til að skila inn tillögum eða viðaukatillögum að skólabyggingu á öðrum ótilgreindum stöðum. Dómnefndin telur nauðsynlegt að skilgreina eitt svæði fyrir samkeppnina og verði miðað við svæði II, þó þannig að svæðið innan (vestan) Skólagötu svo og svæðið neðan (sunnan) Grundargötu falli út. Jafnframt verði skilgreint að ekki verði um neinar nýjar byggingar að ræða á lóð Tónlistarskólans og byggingarmagni verði haldið í lágmarki á Austurvelli.

Bæjarráð vísar erindinu til umræðu í bæjarstjórn.

6. Bréf Landssambands hestamannafélaga. - Fimmtugasta og annað ársþing Landssambands hestamannafélaga haldið á Ísafirði.

Lagt fram bréf Landssambands hestamannafélaga dagsett 25. september s.l., þar sem greint er frá fimmtugasta og öðru ársþingi sambandsins er hldið verður hér í Ísafjarðarbæ dagana 12. og 13. október n.k. og hefst kl. 13:00 föstudaginn 12. október.

Lagt fram til kynningar.

7. Bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar. - Kynning á reglum.

Lagt fram bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar dagsett 26. september s.l., þar sem boðað er til kynningarfundar í framhaldi af fjármálaráðstefnu Samb. ísl. sveitarf. fimmtudaginn 11. október n.k. kl. 13:15 í Súlnasal Hótel Sögu. Í bréfinu er boðuð dagskrá.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Dagskrá námskeiðs fyrir stjórnendur í sveitarf.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 26. september s.l., er varðar námskeið fyrir stjórnendur í sveitarfélögum. Meðfylgjandi bréfinu er umsóknareyðublað frá Den Kommunale Höjskole í Danmörku, umsóknarfrestur er til 4. desember 2001.

Bæjarráð vísar bréfinu til Þróunar- og starfsmenntunarsjóðs Ísafjarðarbæjar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.