Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

259. fundur

Árið 2001, þriðjudaginn 21. ágúst kl. 13:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Menningarmálanefnd 14/8. 66. fundur.
Fundargerðin er í sex liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samgöngunefnd 13/8. 8. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Sverris Jóhannessonar. - Lóðamál í Reykjanesi við Djúp.

Lagt fram bréf Sverris Jóhannessonar, Hagamel 45, Reykjavík, dagsett 15. ágúst s.l., þar sem hann, í framhaldi af tilboði sínu í eignir ríkissjóðs í Reykjanesi við Djúp, fer fram á úthlutun lands ef af kaupum verður.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

3. Bréf Ups, Ármúla 38, Reykjavík. - Einkaréttur byggðamerkja.

Lagt fram bréf frá Ups, Ármúla 38, Reykjavík, dagsett 13. ágúst s.l., til sveitarfélaga og varðar einkarétt á byggðamerkjum og hönnun þeirra.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf Vegagerðarinnar á Ísafirði. - Dýpi við Mávagarð á Ísafirði.

Lagt fram bréf Vegagerðarinnar á Ísafirði dagsett 9. ágúst s.l., þar sem rætt er um dýpi við bryggju við asfalttank Vegagerðarinnar við Mávagarð á Ísafirði og þau vankvæði er það veldur sökum þess hversu grunnt þarna er.

Bæjarráð vísar erindinu til hafnarstjórnar.

5. Bréf Hrafnhildar Skúladóttur. - Lóðin Fjarðargata 5, Þingeyri.

Lagt fram bréf frá Hrafnhildi Skúladóttur, Þingeyri, dagsett 10. ágúst s.l., þar sem hún óskar eftir stækkun lóðar við húsið Fjarðargötu 5 á Þingeyri, en Ísafjarðarbær hefur tekið kauptilboði hennar í eignina. Sala eignarinnar er háð skilyrði um flutning hennar á lóðinni.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

6. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Biðlistar á leikskólum.

Lagt fram bréf Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu, dagsett 15. ágúst s.l., þar sem hún gerir grein fyrir biðlistum um pláss á leikskólum Ísafjarðarbæjar og þörf á dagmæðrum til að létta á þeim vanda.

Bæjarráð telur rétt að hraða undirbúningsvinnu varðandi niðurgreiðslu Ísafjarðarbæjar á dagvistargjöldum hjá dagmæðrum. Bæjarráð óskar eftir að forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og formaður félagsmálanefndar mæti til næsta fundar við bæjarráð.

7. Bréf Einars Ö. Björnssonar. - Vífilsmýrar I og II í Önundarfirði.

Lagt fram bréf frá Einari Ö. Björnssyni, Vífilsmýrum í Önundarfirði, dagsett 26. júlí s.l., þar sem hann óskar eftir að Ísafjarðarbær falli frá forkaupsrétti jarðanna Vífilsmýra I og II í Önundarfirði. Einar hefur í hyggju að kaupa jörðina en hún er nú í eigu jarðadeildar ríkisins.
Hjálagt fylgir afrit af bréfi jarðanefndar Vestur - Ísafjarðarsýslu frá 16. júlí s.l., varðandi sama málefni.

Bæjarráð telur sig ekki geta tekið ákvörðun um að neyta forkaupsréttar eða hafna honum, nema fyrir liggi undirritaður kaupsamningur.

8. Fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 62. fundi.

Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 62. fundi er haldinn var þann 9. ágúst s.l. á skrifstofu skólameistara í Menntaskólanum á Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf bæjarstjóra. - Flóttafólk frá El Salvador. - Endurupptekið.

Lagt fram að nýju bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, frá 26. júlí s.l., varðandi flóttafólk frá El Salvador. Erindinu var frestað á 256. fundi bæjarráðs þann 30. júlí s.l.

Bæjarráð samþykkir erindi bæjarstjóra frá 26. júlí s.l., kostnaður kr. 248.400.-færist af liðnum 15-65-929-1.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:15

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Guðni G. Jóhannesson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.