Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

258. fundur

Árið 2001, föstudaginn 17. ágúst kl. 09:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Tilboð í almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ - skólaakstur í Skutulsfirði.

Lögð fram tilboð í almenningssamgöngur í Ísafjarðarbæ - skólaakstur í Skutulsfirði, er opnuð voru þann 15. ágúst s.l. kl. 14:00 á skrifstofu Ísafjarðarbæjar að Hafnarstræti 1, Ísafirði. Eftirfarandi tilboð bárust.

1. Stjörnubílar ehf., Mjallargötu 5, Ísafirði.
a) Leið 1 til og með 3 kr. 85.820.682.-
b) Leið 1 til og með 2 kr. 67.915.377.-
c) Leið 1 kr. 59.176.302.-
d) Leið 2 kr. 10.491.390.-
e) Leið 3 kr. 17.905.305.-

2. Ferðaþjónusta Margrétar og Guðna ehf., Sunnuholti 6, Ísafirði.
Leið 1 til og með 3 kr. 93.270.667.-

3. Sophus Magnússon, Sundstræti 39, Ísafirði.
Leið 1 til og með 3 kr.110.780.488.-

4. F&S Hópferðabílar ehf., Vallargötu 15, Þingeyri.
Leið 3 (8.519.676.-) kr. 25.559.028.-

Ofangreindar tilboðsfjárhæðir eru allar miðaðar við að gildistími samnings/ samninga er til 1. janúar 2005.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir frekari upplýsingum frá öllum tilbjóðendum, með tilvísun í ÍST 30:1997 grein 7.5 Upplýsingum verði skilað á skrifstofu Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, Ísafirði, fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 23. ágúst n.k.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:00

Þorleifur Pálsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs.

Jón Reynir Sigurvinsson. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.