Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

254. fundur

Árið 2001, mánudaginn 9. júlí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Umhverfisnefnd 4/7, 133. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

2. Sparisjóður Vestfirðinga – gjöf til leikskóla í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf dags. 2. júlí s.l. frá Angantý Vali Jónassyni, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Vestfirðinga, þar sem tilkynnt er um peningagjöf til leikskóla í Ísafjarðarbæ og sem verja á til tölvukaupa eða annarrar uppbyggingar skólanna.

Bæjarráð ítrekar þakklæti sitt fyrir veglega gjöf.

3. Landbúnaðarráðuneytið – Háls og Villingadalur, Ingjaldssandi.

Lagt fram bréf frá landbúnaðarráðuneytinu, dags. 27. júní s.l., ásamt fylgiskjali varðandi meðferð mála er varðar jarðirnar Háls og Villingadal á Ingjaldssandi.

Lagt fram til kynningar.

4. Múrkraftur ehf – umsókn um lóðir á Tunguskeiði.

Lagt fram bréf frá Hermanni Þorsteinssyni, f.h. Múrkrafts ehf, dagsett 4. júlí s.l., þar sem sótt er um átta lóðir undir einbýlishús á Tunguskeiði.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju sinni með umsóknina og vísar erindinu til umhverfisnefndar.

5. Samband ísl. sveitarfélaga – breytingar á skipulagi sambandsins.

Bæjarstjóri lagði fram gögn af heimasíðu Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 26. júní s.l. með upplýsingum um breytingar á skipulagi sambandsins í samræmi við tillögur framtíðarnefndar.

Lagt fram til kynningar.

6. Oddatún 4, Flateyri - kauptilboð.

Lögð fram kauptilboð í sumarhúsið við Oddatún 4 Flateyri frá eftirtöldum:

Sigríði Hermannsdóttur, kr. 2.850.000, Sigurlaugi Baldurssyni og Margréti Rakel Hauksdóttur kr. 2.850.000 og Kristmundi Finnbogasyni kr. 2.650.000.

Bæjarráð ákveður að taka tilboði Sigurlaugs Baldurssonar og Margrétar R. Hauksdóttur.

7. Aðalstræti 29, Þingeyri - kauptilboð.

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Aðalstræti 29 Þingeyri frá Sigurði K. Kristjánssyni kr. 15.000.

Bæjarráð hafnar tilboðinu.

8. Borgarskipulag Reykjavíkur – Riisom kverið, aðalskipulag 2001-2024.

Lagt fram bréf dags. 25. júní sl. frá Ingibjörgu R. Guðlaugsdóttur, Borgarskipulagi Reykjavíkurborgar, ásamt skýrslu borgarskipulagsins "Riisom kverið", grunngagn með Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2001-2024.

Bæjarráð vísar skýrslunni til umhverfisnefndar til upplýsinga.

9. Samband ísl. sveitarfélaga - fundargerð.

Lögð fram fundargerð 680. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

10. Bæjarstjóri – húsbygging í Engidal utan skipulagðrar hesthúsabyggðar.

Lagðir fram minnispunktar ásamt fylgiskjali frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, varðandi húsbyggingu í Engidal á svæði utan skipulagðrar hesthúsabyggðar.

Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga í bréfi bæjarstjóra frá 4. apríl 2001 og samþykkts skipulags fyrir hesthúsabyggð í Engidal hafnar bæjarráð alfarið byggingu hesthúsa í Engidal utan skipulags. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kynna aðilum sem málið viðkemur þessa afstöðu.

11. Bæjarstjóri – skipan dómnefndar vegna hugmyndasamkeppni um húsnæði Grunnskólans á Ísafirði.

Lagðir fram minnispunktar frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, með tillögu um að þeir Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, Árni Traustason og Kristján Kristjánsson verði aðalfulltrúar Ísafjarðarbæjar í dómnefnd um hugmyndasamkeppni um húsnæði Grunnskólans á Ísafirði. Ennfremur er lagt til að Önundur Jónsson verði tilnefndur sem trúnaðarmaður og Sigurður Mar Óskarsson sem ritari dómnefndarinnar. Kristján Kristjánsson verði formaður dómnefndarinnar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:30.

Þórir Sveinsson, ritari.

Birna Lárusdóttir, formaður bæjarráðs. Guðni G. Jóhannesson.

Sæmundur Þorvaldsson. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.