Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

252. fundur

Árið 2001, mánudaginn 25. júní kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi, mætir til fundar við bæjarráð vegna skipulagsmála.

Til fundar við bæjarráð er mættur Stefán Brynjólfsson, byggingarfulltrúi, til viðræðna um skipulagsmál á fjarðarsvæðinu í Skutulsfirði. Einkum var rætt um skipulag inn af Skeiði, í Seljalandshverfi og Tungudal.

2. Lóðaleigusamningur fyrir ,,Kofrahús" á Skeiði.

Lögð fyrir að nýju drög að grunnleigusamningi vegna lóðar undir ,,Kofrahús" á Skeiði í Skutulsfirði, er frestað var að taka til afgreiðslu á 251. fundi bæjarráðs þann 18. júní s.l.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að grunnleigusamningur til 15 ára, vegna ,,Kofrahúss", verði samþykktur.

3. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 18/6.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 21/6.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 20/6.
Fundargerðin er í tólf liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4. Reglur um félagslega heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ. Samþykkt um skipan félagsmála í Ísafjarðarbæ.

Lagðar fram reglur um félagslega heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ og samþykkt um skipan félagsmála í Ísafjarðarbæ, er afgreiddar voru á 137. fundi félagsmálanefndar og þar óskað staðfestingar bæjarráðs.

Bæjarráð frestaði á 225. fundi sínum þann 27. nóvember 2000 að taka afstöðu til erindisins og því er það tekið fyrir að nýju hér.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur um félagslega heimaþjónustu og samþykkt um skipan félagsmála í Ísafjarðarbæ verði samþykkt.

5. Dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli Andreu S. Harðardóttur gegn Ísafjarðarbæ.

Lagður fram dómur Héraðsdóms Vestfjarða í máli Andreu S. Harðardóttur gegn Ísafjarðarbæ. Krafa var um greiðslu kostnaðar vegna ferðar með 10. bekk Grunnskólans á Ísafirði skólaárið 1998-1999.
Dómsorð: Stefndi Ísafjarðarbær er sýkn af kröfu stefnanda Andreu S. Harðardóttur. Málskostnaður fellur niður.

Lagt fram til kynningar.

6. Bréf Sjálfsbjargar. - Styrkbeiðni.

Lagt fram bréf frá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, dagsett 19. júní s.l., þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ að upphæð kr. 50.000.- til útgáfu bæklings um markmið og starfsemi Sjálfsbjargar.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarritara.

7. Bréf bæjarstjóra. - Bókun fræðslunefndar í 128. fundargerð.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 20. júní s.l., þar sem hann tekur fyrir bókun fræðslunefndar í 3. lið 128. fundargerðar fræðslunefndar frá 12. júní s.l., um fjárhagsáætlun leikskólans Bakkaskjóls í Hnífsdal, en kvörtun hafði borist frá leikskólastjóra um niðurskurð gjaldfærðrar fjárfestingar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001. Bæjarstjóri útskýrði að farið hefur verið fram á við sviðsstjóra að gæta aðhalds í fjárfestingum, þar sem í ljós hefur komið að mjög hægt hefur gengið að útvega lán eins og fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Hornstranda ehf., hafnaraðstaða. - Jafnframt bréf bæjarstjóra um sama málefni.

Lagt fram bréf frá Hornströndum ehf., dagsett 19. júní s.l., þar sem gerð er grein fyrir þeirri aðstöðu er félagið hefur við Ísafjarðarhöfn og kvartað yfir mismunun milli ferðaþjónustuaðila er flytja farþega um Ísafjarðardjúp og á Hornstrandir. Bréfinu fylgir afrit af bréfi Hornstranda ehf., til hafnarstjórnar Ísafjarðarbæjar dagsett 1. júní 2001.
Jafnframt er fram lagt bréf frá Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra, dagsett 20. júní s.l., þar sem hann gerir grein fyrir aðkomu sinni og hafnarstjórnar að þessu máli. Bréfi bæjarstjóra fylgja afrit bréfa er málið varðar.

Bæjarráð bendir á að tekin hefur verið ákvörðun um lausn á þessu máli nú í sumar og jafnframt hefur verið tekin ákvörðun í hafnarstjórn um að unnið verði að stefnumótun vegna aðstöðu ferðaþjónustubáta í Ísafjarðarhöfn. Bæjarráð leggur áherslu á að niðurstaða liggi fyrir áður en næsta ferðamannatímabil hefst.

9. Kauptilboð í Ránargötu 11, Flateyri.

Lagt fram kauptilboð frá Stanislaw Kordek kt. 010153-2129 móttekið 19. júní s.l., í Ránargötu 11 á Flateyri. Tilboðið hljóðar upp á kr. 800.000,-

Bæjarráð hafnar tilboðinu þar sem tilboðsfjárhæð er talin of lág.

10. Bréf bæjarstjóra. - Orkubú Vestfjarða.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 20. júní s.l., varðandi Orkubú Vestfjarða, tilboð ríkisins í hlutafé Ísafjarðarbæjar í OV og þá umræðu er í gangi hefur verið um lausn bráðavanda í félagslega íbúðarkerfinu tengt þessu máli. Bæjarstjóri óskar heimildar bæjarráðs til að hefja könnunarviðræður við ríkisvaldið.

Bæjarráð óskar eftir heimild bæjarstjórnar fyrir sig og bæjarstjóra, að fara í könnunarviðræður við ríkisvaldið, komi til sölu eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Orkubúi Vestfjarða h.f.

11. Bréf fjármálastjóra. - Mánaðarskýrsla, rekstur og fjárfestingar janúar - apríl 2001.

Lagt fram bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, dagsett 15. júní s.l., mánaðar- skýrsla um rekstur og fjárfestingar janúar - apríl 2001.
Lagt fram til kynningar.

12. Bréf Georgs Kr. Lárussonar og Pálma Gestssonar vegna Holtsskóla.

Lagt fram bréf Georgs Kr. Lárussonar og Pálma Gestssonar dagsett 15. júní s.l., þar sem þeir lýsa vilja sínu til kaupa á Holtsskóla og hugmyndum um fjölbreytta nýtingu hússins og ekki síst gott samstarf og samráð við heimamenn.

Bæjarráð frestar að taka afstöðu til erindisins, þar til afstaða sameignaraðila Ísafjarðarbæjar, menntamálaráðuneytis fyrir hönd ríkisins, liggur fyrir.

13. Bréf bæjarstjóra. - Almennur fundur um atvinnu- og byggðamál 26. maí 2001 á Ísafirði.

Bréfi bæjarstjóra til þeirra er boðuðu almennan fund um atvinnu- og byggðamál á Vestfjörðum sem haldinn var á Ísafirði 26. maí s.l. í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Meðfylgjandi er samantekt ritara fundarrins, Birkis Friðbertssonar, sem unnin er upp úr minnispunktum hans frá fundinum.

Lagt fram til kynningar.

14. Fundargerð 60. fundar skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.

Lögð fram fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði, frá 60. fundi er haldinn var þann 17. maí 2001.

Lagt fram til kynningar.

15. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 679. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarf. frá 679. stjórnarfundi er haldinn var þann 25. maí s.l., að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík.

Bæjarráð óskar eftir tillögum byggðanefndar Samb. ísl. sveitarf.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:35

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.