Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

250. fundur

Árið 2001, mánudaginn 11. júní kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 29/5.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 6/6.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 6/6.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samgöngunefnd 6/6.
Fundargerðin er í þremur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 30/5.
Fundargerðin er í níu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Íþróttafélagið Ívar, Ísafirði. - Íslandsmót í Boccía 4. - 6. október 2001.

Lagt fram bréf Íþróttafélagsins Ívars, sem er íþróttafélag fatlaðra á Ísafirði, dagsett 30. maí s.l., þar sem greint er frá Íslandsmóti í Boccía 4. - 6. október n.k., sem haldið verður hér á Ísafirði. Í bréfinu er óskað eftir styrk frá Ísafjarðarbæ vegna mótsins til greiðslu húsaleigu fyrir afnot af Íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði.

Bæjarráð samþykkir styrk til Íþróttafélagsins Ívars til greiðslu húsaleigu fyrir Íþróttahúsið á Torfnesi ofangreinda daga, færist á 15-65-929-1.

3. Bréf bæjarstjóra. - Dómur Héraðsdóms Vestfjarða vegna Hildar Jóhannesdóttur gegn Ísafjarðarbæ og VÍS.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 5. júní s.l., ásamt dómi Héraðsdóms Vestfjarða vegna Hildar Jóhannesdóttur gegn Ísafjarðarbæ og VÍS. Jafnframt fylgir bréf Vátryggingafélags Íslands hf. dagsett 1. júní s.l., til Ísafjarðarbæjar, þar sem tilkynnt er að VÍS hefur ákveðið að vísa málinu til Hæstaréttar.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf bæjarstjóra. - Fasteignir undanþegnar álagningu fasteignagjalda.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 5. júní s.l., varðandi fasteignir undanþegnar álagningu fasteignagjalda. Bréfinu fylgir bréf Þóris Sveinssonar, fjármálastjóra, til félagsmálaráðuneytis, dagsett 30. maí s.l., ásamt yfirliti um undanþágur, niðurfellingar og styrkveitingar vegna fasteignaskatts.

Lagt fram til kynningar.

5. Landbúnaðarráðuneytið. - Neyttur forkaupsréttur að jörðum.

Lagt fram bréf frá landbúnaðarráðuneyti, dagsett 16. maí s.l., þar sem óskað er upplýsinga um neyttan forkaupsrétt að jörðum í sveitarfélaginu á tímabilinu 1996-2001. Óskað er framangreindra upplýsinga vegna fyrirspurnar frá Eftilritsstofnun EFTA.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

6. Foreldrafélag Eyrarskjóls. - Fyrirspurn um gjaldskrárhækkun.

Lagt fram bréf frá Jónasi Þ. Birgissyni, formanni foreldrafélags Eyrarskjóls, dagsett 28. maí s.l., þar sem rætt er um síðustu hækkun leikskólagjalda og óskað skýringa á tengingu kostnaðarliða við neysluvísitölu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.

7. Lánasjóður sveitarfélaga. - Úthlutun lána 2001.

Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga, dagsett 16. maí s.l., þar sem tilkynnt er um samþykkt stjórnar um veitingu láns að fjárhæð kr. 30 milljónir til holræsa- og fráveituframkvæmda í Ísafjarðarbæ.

Bæjarráð samþykkir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 30 milljónir, lán er ber 4,5% vexti og bundið er vísitölu neysluverðs og er til allt að 10 ára. Lánið verði með tryggingu í tekjum sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.

8. Kauptilboð í Holtsskóla í Önundarfirði.

Lagt fram bréf undirritað af Agnesi M. Sigurðardóttur, prófasti í Ísafjarðarprófastdæmi, Stínu Gísladóttur, sóknarpresti í Holti og Ásvaldi Magnússyni, hollvini Holtsskóla, dagsett 28. maí s.l., þar sem gert er kauptilboð í Holtsskóla fyrir hönd kirkjunnar og hollvina Holtsskóla. Kauptilboðið er að upphæð kr. 250.000,-

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins, en felur bæjarstjóra að kanna hvort sameignaraðili Ísafjarðarbæjar um Holtsskóla, menntamálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins, sé tilbúinn að selja eignina.

9. Vorfundur stjórnenda á fjármála- og stjórnsýslusviði sveitarfélaga haldinn í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík 25. - 27. maí 2001.

Lagt fram bréf frá Jóni Pálma Pálssyni, formanni samtaka stjórnenda á fjármála- og stjórnsýslusviði sveitarfélaga, dagsett 28. maí s.l., þar sem þakkað er fyrir höfðinglegar móttökur á vorfundi samtakanna í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík dagana 25. - 27. maí s.l.

Lagt fram til kynningar.

10. Félagsmálaráðuneytið. - Almennar kosningar til sveitarstjórna 25. maí 2002.

Lagt fram bréf frá félagsmálaráðuneyti, dagsett 16. maí s.l., þar sem tilkynnt er að almennar kosningar til sveitarstjórna verði laugardaginn 25. maí 2002. Í bréfinu er bent á mikilvægi þess að sveitarstjórnir kjósi yfir- og undirkjörstjórnir í samræmi við ákvæði V. kafla laga nr. 5/1998.

Lagt fram til kynningar.

11. Landbúnaðarráðuneytið. - Málefni jarðanna Háls og Villingadals á Ingjalds-sandi í Önundarfirði.

Lagt fram bréf frá landbúnaðarráðuneyti dagsett 5. júní s.l., er varðar málefni jarðanna Háls og Villingadals á Ingjaldssandi í Önundarfirði, ásamt afriti af bréfi til Jarðanefndar V-Ísafjarðarsýslu um andmælarétt varðandi væntanlegan úrskurð ráðuneytisins.

Lagt fram til kynningar.

12. Samb. ísl. sveitarf. - Um lóðaúthlutanir.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf., dagsett 31. maí s.l., er varðar úrskurð félagsmálaráðuneytis um lögmæti lóðaúthlutunar í Mosfellsbæ, sem fram fór þann 27. desember 2000.

Bæjarráð vísar bréfinu til byggingarfulltrúa og umhverfisnefndar.

13. Samb. ísl. sveitarf. - Yfirfærsla á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 18. maí s.l., er varðar yfirfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaganna. Þar sem fram kemur að félagsmálaráðherra hefur, með samþykki ríkisstjórnarinnar, dregið til baka frumvarp til nýrra félagsþjónustulaga og önnur frumvörp sem tengjast málinu.
Í bréfi Samb. ísl. sveitarf. leggur formaður sambandsins áherslu á, að sveitarfélögin hefðu útaf fyrir sig ekki lagst gegn því að verkinu yrði lokið á vorþingi 2001 að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í samþykkt fulltrúaráðsins þann 29. mars s.l. Félagsmálaráðuneytið lagði þannig fram ákveðna tillögu fyrir fjármálaráðuneytið í þeim tilgangi að brúa það bil sem var milli aðila en henni var hafnað af hálfu fjármálaráðuneytisins.

Lagt fram til kynningar.

14. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreina-sambands Íslands.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf., dagsett 28. maí s.l., ásamt fundargerð Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands frá 16. maí s.l.

Lagt fram til kynningar.

15. Samb. ísl. sveitarf. - Breytingar á reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 225/1995.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf., dagsett 25. maí s.l., ásamt afriti af reglugerð um breytingar á reglugerð um starfsemi leikskóla nr. 225/1995.
Breytingin felur í sér að nú skal húsnæði leikskóla miðað við 6,5 m2 brúttó fyrir hvert barn í stað 7,0 m2 áður. Einnig er reiknireglu varðandi barngildi breytt þannig að 5 ára barn reiknast nú sem 0,8 barngildi í stað 1,0 áður.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og tæknideildar.

16. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Fundargerð Heilbrigðisnefndar.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsett 28. maí s.l., ásamt fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða frá 25. maí s.l. Í bréfi Heilbrigðiseftirlits er óskað eftir áliti sveitarfélaga á fyrirkomulagi innheimtu eftirlitsgjalda. Óskað er eftir að skrifleg svör berist eftirlitinu fyrir 29. júní n.k.

Bæjarráð telur ekki ástæðu til að breyta innheimtu eftirlitsgjalda.

17. Samb. ísl. sveitarf. - Íslenskir sveitarstjórnarmenn í Brussel.

Lögð fram skýrsla frá Samb. ísl. sveitarf. um kynnisferð íslenskra sveitarstjórnarmanna til höfuðstöðva Evrópusambandsins í Brussel dagana 2. - 4. maí 2001.

Lagt fram til kynningar.

18. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Greinargerð um niðurgreiðslu dagvistunar hjá dagmæðrum.

Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Maríu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, dagsett þann 7. júní s.l., greinargerð um niðurgreiðslur dagvistunar hjá dagmæðrum samkvæmt bókun bæjarráðs þann 28. maí s.l. Bréfinu fylgja ýmis gögn varðandi málefnið.

Bæjarráð leggur til að unnið verði að frekari stefnumótun og málið verði tekið upp við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Málinu vísað til félagsmálanefndar til vinnslu.

19. Golfklúbbur Ísafjarðar. - Umsókn um vínveitingaleyfi.

Lagt fram bréf Golfklúbbs Ísafjarðar, dagsett 6. maí s.l., er barst Ísafjarðarbæ þann 6. júní s.l., þar sem sótt er um vínveitingaleyfi í Golfskálanum í Tungudal í Skutulsfirði. Jafnframt er framlagt afrit af bréfi Ísafjarðarbæjar til sýslumannsins á Ísafirði og afrit af umsögn sýslumanns varðandi málið.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfisnefnd.

20. Tónlistarskóli Ísafjarðar. - Starf aðstoðarskólastjóra.

Lagt fram bréf frá Tónlistarskóla Ísafjarðar dagsett 7. júní s.l., er varðar stöðu aðstoðarskólastjóra við skólann og beiðni um heimild bæjarráðs til að ráða aðstoðarskólastjóra að skólanum.

Bæjarráð frestar að taka afstöðu til erindisins þar til tillaga er komin fram frá starfshópi um framtíð tónlistarskóla í Ísafjarðarbæ.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:25

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Ragnheiður Hákonardóttir. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.