Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

247. fundur

Árið 2001, mánudaginn 14. maí kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 9/5. 148. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 5/5. 125. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 8/5. 126. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf tæknideildar Ísafjarðarbæjar. - Gatnagerð á Flateyri.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar tæknideild Ísafjarðarbæjar dagsett 11. maí 2001, þar sem greint er frá tilboðum er bárust í útboðsverkið „Gatnagerð á Flateyri, 1. áfangi“. Eftirtalin tilboð bárust.

Kubbur ehf., Ísafirði, kr. 48.218.664.- 90,3%
Jónas Jónbjörnsson, Súðavík, kr. 56.187.067.- 105,3%
Græðir sf., Flateyri, kr. 78.234.534.- 146,6%
Hólsvélar ehf., Bolungarvík, kr. 88.268.347.- 165,4%

Kostnaðaráætlun hönnuðar er kr. 53.372.230.- Lagt er til í bréfi tæknideildar að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir tillögu tæknideildar um að tilboði Kubbs ehf., Ísafirði, að upphæð kr. 48.218.664.- verði tekið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita leiða til að fjármagna mismun á því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsramma kr. 53,1 milljón og áætluðum heildarkostnaði kr. 62,0 milljónir. Takist það ekki verði dregið úr umfangi verksins sem því nemur.

3. Bréf Húsafriðunarnefndar ríkisins. - Hafnarstræti 9 og 11, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Húsafriðunarnefnd ríkisins dagsett 3. maí s.l., svar við erindi byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar um hvort Húsafriðunarnefnd geri athugasemd við niðurrif húsanna Hafnastrætis 9 og 11 á Ísafirði.
Húsafriðunarnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið, þar sem götumynd eldri byggðar er horfin sunnan götunnar á þessu svæði.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar.

4. Bréf landbúnaðarnefndar. - Svar við fyrirspurn bæjarráðs vegna beitar.

Lagt fram bréf frá Sigurði Mar Óskarssyni tæknideild f.h. landbúnaðarnefndar dagsett 8. maí s.l., þar sem svarað er þeirri fyrirspurn bæjarráðs frá 245. fundi er varðar fjölda hrossa er beitt verður á Eyrarhjalla utan Flateyrar. Í svari landbúnaðarnefndar kemur fram að um 5-6 hross sé að ræða.

Bæjarráð þakkar framlagðar upplýsingar. Lagt fram til kynningar.

5. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Fjárhagsaðstoð árið 2000.

Lagt fram bréf frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu dagsett 8. maí s.l., þar sem gerð er grein fyrir kostnaði við fjárhagsaðstoð árið 2000 hjá Ísafjarðarbæ kr. 6.372.162.- Um þessar upplýsingar hafði verið beðið í janúar s.l., en láu þá ekki fyrir.

Bæjarráð þakkar framlagðar upplýsingar. Lagt fram til kynningar.

6. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Tilfærsla stöðugilda.

Lagt fram bréf frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu dagsett 10. maí s.l., varðar beiðni um tilfærslu á stöðugildum innan sveitarfélagsins. Óskað er eftir að 2,25 stöðugildi á Sólborg verði flutt til sem hér segir. 1,60 stöðugildi fari til Grunnskólans á Ísafirði og 0,65 stöðugildi fari til liðveislu.

Bæjarráð samþykkir beiðni Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

7. Bréf Hollvina Holtsskóla. - Framtíð Holtsskóla.

Lagt fram bréf frá Hollvinum Holtsskóla, dagsett 23. apríl s.l., þar sem greint er frá fundi Hollvina 23. apríl s.l. og varðar framtíð Holtsskóla. Á fundinum var lýst ánægju með þann áhuga sem kirkjan hefur á að reka einskonar kirkjumiðstöð í húsnæði Holtsskóla. Hollvinir styðja það heilshugar að Ísafjarðarbær gangi til samninga við Prestsetrasjóð.

Bæjarráð vísar til yfirstandandi vinnu bæjarstjóra varðandi Holtsskóla. Lagt fram til kynningar.

8. Bréf Tryggva Guðmundssonar hdl. - Forkaupsréttur að Silfurgötu 9,Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Tryggva Guðmundssyni hdl., Ísafirði, dagsett 11. maí s.l., þar sem hann óskar eftir að tekin verði afstaða til forkaupsréttar Ísafjarðarbæjar vegna sölu á Silfurgötu 9, Ísafirði. Bréfinu fylgir afrit af kaupsamningi dagsettum 27. apríl 2001.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti sé hafnað.

9. Bréf Súðavíkurhrepps. - Aðalskipulag Súðavíkurhrepps 1999-2018.

Lagt fram bréf Súðavíkurhrepps, dagsett 9. maí s.l., varðandi aðalskipulag Súðavíkurhrepps 1999-2018. Innan skamms verður tillaga að aðalskipulagi auglýst til kynningar á lögformlegan hátt. Með bréfinu er Súðavíkurhreppur að kynna sveitarfélaginu aðalskipulagstillöguna.

Bæjarráð vísar bréfinu til umhverfisnefndar og óskar umsagnar hennar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:45

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.