Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

245. fundur

Árið 2001, mánudaginn 30. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Atvinnumálanefnd 25/4. 6. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 18/4. 123. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd 24/4. 124. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
4. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veitt verði aukafjárveiting til Tónlistarskóla Flateyrar að upphæð kr. 580.000.- er fjármagnist með lántöku. Bæjarráð lýsir vonbrigðum með að ekki skuli hafa verið brugðist fyrr við breyttum aðstæðum í rekstri.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Landbúnaðarnefnd 24/4. 42. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
6. liður. Bæjarráð óskar upplýsinga um fjölda hrossa er verða á beit á Eyrarhjalla utan Flateyrar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Samgöngunefnd 10/4. 3. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 25/4. 129. fundur.
Fundargerðin er í tíu liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Aves sf., Reykjavík. - Kauptilboð í Skógarbraut 2, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Ólafi Sigurðssyni f.h. Aves sf., Reykjavík, dagsett 27. apríl s.l., þar sem hann tilkynnir að ekki hafi tekist að fjármagna kaup á Skógarbraut 2 á Ísafirði og falli því frá kauptilboði í eignina að upphæð kr. 600.000.- Gerður var fyrirvari um fjármögnun í kauptilboði.

Bæjarráð leggur til að tilboði næstbjóðanda Magna Ö. Guðmundssonar á Seljalandi, Ísafirði, að upphæð kr. 400.000.- verði tekið.

3. Bréf bæjarstjóra. - Framkvæmdir á Flateyri á komandi sumri.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 26. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir undirbúningi og rekur væntanlegar framkvæmdir á Flateyri á komandi sumri með tilvísun til samnings ríkisstjórnar, Ofanflóðasjóðs og Ísafjarðar- bæjar frá 26. febrúar 2001.

Lagt fram til kynningar.

4. Bréf bæjarstjóra. - Þjónusta við eldri borgara.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 26. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir svörum sínum við bókun bæjarráðs frá 243. fundi 10. lið.

Lárus G. Valdimarsson lagði fram svohljóðandi tillögu við 4. lið 245. fundar bæjarráðs. ,,Í framhaldi af umræðum um málefni eldri borgara í bæjarfélaginu leggur undirritaður bæjarfulltrúi K-lista til að Skóla- og fjölskylduskrifstofu verði falið eftirfarandi:
1. Að rita bréf til eldri borgara þar sem þeim er kynnt hvaða afslættir/niðurgreiðslur eru í boði og þeir hvattir til þess að nýta sér þessar ívilnanir til endurhæfingar og aukinnar hreyfingar.
2. Að hafa frumkvæði að því í samráði við Félag eldri borgara að stuðla að aukinni hreyfingu og útivist með samstarfi við t.d. Golfklúbba og Skíðafélagið ásamt öðrum félagasamtökum þar sem hægt er að finna leiðir að þessu markmiði er henta þessum aldurshópi.
3. Að tilkynna stjórn Félags eldri borgara að fallið hafi verið frá þeirri ákvörðun að hætta niðurgreiðslum vegna endurhæfingar á FSÍ.
Það er skoðun undirritaðs að átak í þessum efnum sé brýnt og til þess fallið að efla lífsgæði þessa hóps verulega.
Undirritað af Lárusi G. Valdimarssyni þann 30. apríl 2001.
Undirrituð styðja framkoman tillögu Lárusar G. Valdimarssonar enda er hún efnislega samhljóða því sem rætt hefur verið í bæjarráði.
Undirritað af Guðna G. Jóhannessyni og Birnu Lárusdóttur þann 30. apríl 2001.

5. Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ. - Samskiptamál.

Lagt fram bréf frá Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðarbæ dagsett 20. apríl s.l., þar sem fram kemur að stjórn stofnunarinnar óskar eftir formlegum samskiptum við starfandi vinnuhóp sem vinnur að þróun og útfærslu hugmynda í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu, bæjarstjórn og aðra aðila í náinni framtíð. Í bréfinu er farið fram á að fundinn verði formlegur farvegur fyrir þessi samskipti af hálfu Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð tekur fram að atvinnu- og ferðamálafulltrúi Ísafjarðarbæjar Rúnar Óli Karlsson hefur unnið að þessu máli og er litið svo á að hann muni áfram sinna því.

6. Bréf matsmanna Fjarðastrætis 33, Ísafirði. - Tilkynning um skoðun eignarinnar 3. maí 2001.

Lagt fram bréf frá Arnari G. Hinrikssyni, hdl. og Jóhanni B. Helgasyni, matsmönnum eignarinnar Fjarðarstrætis 33, Ísafirði, dagsett 20. apríl s.l., þar sem þeir tilkynna að þeir muni skoða eignina þann 3. maí n.k. og bjóða fulltrúa Ísafjarðarbæjar að vera viðstöddum og gæta hagsmuna hans.

Bæjarstjóri upplýsti að hann hafi falið byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar og Tryggva Guðmundssyni hdl., að mæta sem fulltrúar Ísafjarðarbæjar.

7. Bréf Ísfirðingafélagsins í Reykjavík. - Umhverfi Sóltúns á Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Ísfirðingafélaginu í Reykjavík dagsett 23. apríl s.l., þar sem meðal annars er farið fram á við Ísafjarðarbæ, að ljósastaur sem stendur í Bæjarbrekku verði færður, þar sem hann hindrar mjög innkeyrslu inn á bílastæði við Sóltún.

Erindinu vísað til umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar.

8. Menningarlandið. - Ráðstefna á Seyðisfirði 14. og 15. maí n.k.

Menntamálaráðuneyti, Byggðastofnun og Samb. ísl. sveitarf. boða til ráðstefnunnar Menningarlandið - stefnumótun í menningarmálum á landsbyggðinni, sem haldin veður á Seyðisfirði dagana 14. og 15. maí n.k. Í dagskrá er gert ráð fyrir að Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, verði með erindi undir liðnum „Menningarstarf í samvinnu ríkis og sveitarfélaga.“

Lagt fram til kynningar.

9. Boðsbréf til bæjarstjóra frá MOST CCPP í Tromsö í Noregi.

Lagt fram boðsbréf frá MOST CCPP dagsett 23. apríl s.l., þar sem bæjarstjóra Halldóri Halldórssyni er boðið til þáttöku í ráðstefnu er haldin verður 6.-10. júní n.k. í Skibotn í Noregi.

Bæjarráð hafnar boðinu þar sem um útlagðan kostnað Ísafjarðarbæjar er að ræða.

10. Bréf Hagstofu Íslands. - Búferlaflutningar janúar - mars 2001.

Lagt fram bréf frá Hagstofu Íslands dagsett 11. apríl s.l., ásamt yfirlitum þar sem gerð er grein fyrir búferlaflutningum á Íslandi í janúar - mars 2001.

Lagt fram til kynningar.

11. Bréf Samb. ísl. sveitarf., Launanefnd sveitarfélaga. – Kjarasamningur við Kjarna f.h. viðkomandi stéttarfélaga.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 20. apríl s.l., ásamt samningi um breytingar á kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem hún hefur samningsumboð fyrir og Kjarna f.h. viðkomandi stéttarfélaga. Gildistími er 1. janúar 2001 - 31. mars 2005.

Lagt fram til kynningar.

12. Bréf bæjarstjóra. - Kaupsamningar vegna Hafnarstræti 11, Ísafirði.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 27. apríl s.l., ásamt kaupsamningum vegna kaupa Ísafjarðarbæjar á Hafnarstræti 11, Ísafirði. Samningarnir eru undirritaðir þann 27. apríl s.l. með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kaupsamningarnir verði samþykktir og kostðani kr. 18.000.000,- verði mætt með lántöku.

13. Bréf bæjarstjóra. - Áskorun vegna sjávarútvegsmála.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 27. apríl s.l., þar sem bæjarstjóri gerir grein fyrir undirritun sinni á áskorun vegna sjávarútvegsmála og kvótasetningar á ýsu, steinbít og ufsa þann 1. september 2001 og samþykkt bæjarstjórnar um sama mál frá 21. október 1999 svohljóðandi. ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ályktar gegn kvótasetningu á ýsu, steinbít og ufsa og mælist til að henni verði frestað a.m.k. um eitt ár."

Bæjarráð vísar bréfi bæjarstjóra til umræðu í bæjarstjórn.

14. Bréf Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf. - Áskorun bæjarstjórnar.

Lagt fram bréf Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf., dagsett 21. apríl s.l., þar sem óskað er eftir svörum um hvort áskorun sú er birtist í Morgunblaðinu þann 18. apríl s.l. og fleiri miðlum, undirrituð af bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, sé skoðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar varðandi breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

Bæjarráð vísar bréfi Hraðfrystihússins-Gunnvarar hf., til umræðu í bæjarstjórn.

15. Forsætisráðuneytið. - Framkvæmdir á Flateyri.

Lagt fram bréf frá forsætisráðuneyti, dagsett 25. apríl s.l., svar við bréfi Ísafjarðarbæjar frá 24. apríl s.l. vegna framkvæmda á Flateyri, endurbóta á íþróttamannvirki. Ekki er gerð athugasemd við að heildarfjárhæð framkvæmda við íþróttamannvirki verði kr. 15,2 milljónir, sem þýðir að millifæra þarf á milli framkvæmdaþátta.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:12

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.