Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

244. fundur

Árið 2001, mánudaginn 23. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fulltrúar Héraðssambands Vestfirðinga og Héraðssambands Bolungarvíkur mæta til fundar við bæjarráð.

Fulltrúar Héraðssambands Vestfirðinga og Héraðssambands Bolungarvíkur þau Kristinn Jón Jónsson og Katrín Gunnarsdóttir eru mætt til fundar við bæjarráð vegna landsmóts UMFÍ 2004, sem HSV og HSB hefur verið úthlutað.

Fram kom að Haraldi L. Haraldssyni hefur verið falið að gera úttekt á þörf framkvæmda, nýtingu á núverandi aðstöðu og kostnaðaráætlun vegna landsmóts á norðanverðum Vestfjörðum sumarið 2004. Haraldur er launaður af Byggðastofnun við þetta verkefni.

2. Fundargerðir nefnda.

Félagsmálanefnd 17/4. 147. fundur.
Fundargerðin er í níu liðum.
6. liður. Bæjarráð bendir á að ekki er um drög að vímuvarnaáætlun að ræða heldur samþykkta vímuvarnaáætlun Ísafjarðarbæjar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Fræðslunefnd 10/4. 122. fundur.
Fundargerðin er í tólf liðum.
1. liður. Bæjarráð samþykkir breytt gjald á árskorti kr. 4.000.- fyrir fullorðna og kr. 2.000.- fyrir börn og enga hópafslætti vegna aðstæðna á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð lýsir ánægju með opnun á nýju skíðasvæði og lyftu í Tungudal. Bæjarráð ber fram þakkir til þeirra hjóna Sigríðar Brynjólfsdóttur og Ásgeirs Guðbjartssonar fyrir höfðinglega gjöf.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

Hafnarstjórn 10/4. 48. fundur.
Fundargerðin er í fimm liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Menningarmálanefnd 10/4. 63. fundur.
Fundargerðin er í sjö liðum.
3. liður. Bæjarráð telur sér ekki fært að veita aukafjárveitingu til ferðar til Tönsberg.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

3. Vísan 1. liðar úr 41. fundargerð landbúnaðarnefndar frá bæjarstjórn til bæjarráðs 5. apríl s.l.

Á 97. fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar vísaði Birna Lárusdóttir, forseti, 1. lið 41. fundargerðar landbúnaðarnefndar til bæjarráðs. Í viðkomandi dagskrárlið lá meðal annars fyrir að taka ákvörðun um þá tillögu landbúnaðarnefndar að hækka skotlaun fyrir refi utan grenjatíma úr kr. 7.000.- í kr. 9.000.- fyrir hvert unnið dýr.

Bæjarráð leggur til að gjald fyrir unna refi og minka á tímatilinu 1. maí til 31. júlí 2001 verði samkvæmt gjaldskrá Veiðistjóraembættisins frá 28. mars s.l. Frestað verði ákvörðun um gjaldskrá fyrir hlaupadýr. Bæjarráð leggur til að stofnaður verði samstarfshópur hagsmuna- og fagaðila til að endurskoða skipulag á veiðum refa og minka innan Ísafjarðarbæjar.

4. Kauptilboð í Skógarbraut 2, Ísafirði.

Lagt fram yfirlit um þau kauptilboð er bárust í Skógarbraut 2, Ísafirði og opnuð voru þann 17. apríl s.l. af byggingarfulltrúa og bæjarritara. Tilboðin eru þessi.

1. Magni Ö. Guðmundsson, Ísafirði. kr. 400.000.-
2. Ásthildur Þórðardóttir og Elías Skaftason, Ísafirði. kr. 395.000.-
3. Guðjóna Ólafsdóttir, Reykjavík. kr. 150.000.-
4. Guðmundur Sigurðsson, Reykjavík. kr. 300.000.-
5. Aves sf., Ólafur Sigurðsson, Reykjavík. Fyrirvari er um fjármögnun. kr. 600.000.-

Bæjarráð leggur til að tilboði Aves sf., að upphæð kr. 600.000.- verði tekið.

5. Kauptilboð í sumarhús að Oddatúni 1, Flateyri.

Lagt fram yfirlit yfir kauptilboð er bárust í sumarhús að Oddatúni 1 á Flateyri og opnuð voru þann 17. apríl s.l. af byggingarfulltrúa og bæjarritara. Tilboðin eru þessi.

1. Helga Dóra Kristjánsdóttir og Ásvaldur Magnússon, Tröð í Önundarfirði. kr. 2.205.000.-
2. Sigurlaugur Baldursson og Margrét R. Hauksdóttir, Ísafirði, kr. 2.200.000.-
3. Elísabet Gunnlaugsdóttir ofl., Ísafirði, kr. 3.100.000.-
4. Jónína Ólöf Emilsdóttir, Ísafirði, kr. 1.400.000.-
5. Þorbjörg H. Vigfúsdóttir, kt. 050972-4299, kr. 1.857.000.-
6. Friðrik H. Karlsson, kt. 180366-4909, kr. 2.057.000.-
7. Hjalti M. Karlsson, kt. 220867-2939, kr. 2.257.000.-
8. Guðríður Hjaltadóttir, kt. 220338-2589, kr. 2.457.000.-
9. Karl F. Hallbjörnsson, kt. 020835-7299, kr. 2.657.000.-

Bæjarráð leggur til að tilboði Elísabetar Gunnlaugsdóttur og fl., að upphæð kr. 3.100.000.- verði tekið.

6. Bréf Bærings G. Jónssonar. - Forkaupsréttur að sumarhúsi á Dagverðardal í Skutulsfirði.

Lagt fram bréf frá Bæring G. Jónssyni dagsett 18. apríl s.l., þar sem hann býður Ísafjarðarbæ að neyta forkaupsréttar að sumarhúsi sínu á Dagverðardal í Skutulsfirði.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

7. Bréf Sigurðar Björnssonar í Kaupmannahöfn.

Lagt fram bréf Sigurðar Björnssonar, Milanovej 8a-3.tv., 2300 Kaupmanna- höfn, Danmörku, dagsett 17. apríl s.l., þar sem hann gerir fyrirspurn um hvort Ránargata 11 á Flateyri sé til sölu. Ef svo er hefur bréfritari áhuga á að gera kaupstilboð í eignina.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa eignina til sölu.

8. Bréf Félags eldri borgara í Önundarfirði.

Lagt fram bréf Félags eldri borgara í Önundarfirði, þar sem greint er frá samþykkt á fundi félagsins er haldinn var þann 8. apríl s.l., varðandi handverks- og fönduraðstöðu eldri borgara í Önundarfirði. Í bréfinu er tillaga um að kaupa eignir Félagskaupa á Flateyri undir starfsemi fyrir aldraða.

Bæjarráð hafnar tillögu um húsakaup og bendir á að bæjarstjóri muni á næstunni funda með fulltrúum Félags eldri borgara í Önundarfirði.

9. Bréf Náttúruverndar ríkisins. - Hornstrandanefnd.

Lagt fram bréf Náttúruverndar ríkisins dagsett 9. apríl s.l., varðandi Hornstrandanefnd. Bréfinu fylgir fundargerð Hornstrandanefndar frá 4. apríl s.l., reglur um akstur vélknúinna farartækja í friðlandinu og eintök af samkomulagi varðandi byggingarleyfi á Hornströndum.

Bæjarstjóri hefur óskað eftir umsögn umhverfisnefndar um akstursreglur og samkomulag varðandi byggingarleyfi.

10. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Framlög sveitarfélaga til íþróttamála.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 11. apríl s.l., til allra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir upplýsingum um aðkomu sveitarfélaga að fjármögnun og rekstri íþróttahreyfinga og íþróttamála í landinu.

Bæjarráð óskar eftir að Skóla- og fjölskylduskrifstofa leggi fram um beðnar upplýsingar.

11. Bréf Samb. ísl. sveitarf.- Skipulagsskrá Prófanefndar tónlistaskóla.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 10. apríl s.l., beiðni um umsögn um tillögu að skipulagsskrá fyrir Prófanefnd tónlistarskóla dagsettri 24. janúar s.l.

Bæjarráð vísar erindinu til fræðslunefndar.

12. Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða. - Átaksverkefni á vegum Svæðisvinnumiðlana.

Lagt fram bréf frá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða dagsett 17. apríl s.l., vegna sérstakra átaksverkefna á vegum Svæðisvinnumiðlana. Vakin er athygli á umsóknum um styrki til sérstakra verkefna á vegum Svæðisvinnumiðlana. Samkvæmt reglum um úthlutun styrkja úr atvinnuleysistryggingasjóði geta sveitarfélög og ríkisstofnanir sótt um styrki til að ráða einstaklinga af atvinnuleysisskrá til verkefna umfram venjuleg umsvif, það er til sérstakra verkefna á vegum Svæðisvinnumiðlana.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálanefndar.

13. Bréf byggingarfulltrúa. - Kofrahús á Skeiði, Ísafirði.

Lagt fram bréf Stefáns Brynjólfssonar, byggingarfulltrúa, dagsett 20. apríl s.l., svar við fyrirspurn bæjarráðs til tæknideildar Ísafjarðarbæjar um verðmat eignarhluta Ísafjarðarbæjar í Kofrahúsi á Skeiði.

Bæjarráð samþykkir að gera Sigurði R. Guðmundssyni, Stórholti 7, Ísafirði, gagntilboð í eignina að upphæð kr. 1.200.000.-

14. Tilkynning um stofnfund Sparisjóðs Vestfirðinga.

Lögð fram tilkynning um stofnfund Sparisjóðs Vestfirðinga er halda á þann 28. apríl n.k. á Núpi í Dýrafirði og hefst kl. 16:00 Í tilkynningunni er jafnframt dagskrá stofnfundarins.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs Guðna G. Jóhannessyni og bæjarfulltrúa Sæmundi Kr. Þorvaldssyni að mæta á fundinn fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

15. Tilkynningar um aðalfundi Sparisjóðs Önundarfjarðar og Sparisjóðs Þingeyrarhrepps.

Lagðar fram tilkynningar um boðun aðalfunda Sparisjóðs Önundarfjarðar og Sparisjóðs Þingeyrarhrepps, er haldnir verða að Núpi í Dýrafirði þann 28. apríl n.k. og hefjast báðir kl. 14:00 Í fundarboði eru jafnframt dagskrár aðalfundanna.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs Guðna G. Jóhannessyni og bæjarfulltrúa Sæmundi Kr. Þorvaldssyni að mæta á fundina fyrir hönd Ísafjarðarbæjar.

16. Bréf Samb. ísl. sveitarf. - Viðmiðunargjald fyrir nemendur utan lögheimilissveitarfélags.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 18. apríl s.l., þar sem gerð er grein fyrir viðmiðunargjaldi fyrir nemendur sem stunda nám utan lögheimilissveitarfélaga skólaárið 2001-2002.

Bæjarráð vísar erindinu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

17. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerð 677. stjórnarfundar.

Lögð fram fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 677. stjórnarfundi er haldinn var þann 28. mars s.l., að Háaleitisbraut 11 í Reykjavík og hófst kl. 18:00

Lagt fram til kynningar.

18. Bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. - Aukafjárveiting vegna skíðasvæðis.

Lagt fram bréf frá Birni Helgasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa dagsett 23. apríl 2001, þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu að upphæð kr. 7.500.000.- til að klára framkvæmdir við Hauganeslyftu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umbeðin aukafjárveiting verði veitt og fjármagnist með lántöku.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:30

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Sæmundur Kr. Þorvaldsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.