Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

243. fundur

Árið 2001, mánudaginn 9. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Grænigarður við Seljalandsveg á Ísafirði.

Fulltrúar eigenda að Grænagarði við Seljalandsveg á Ísafirði, þeir Gunnar og Oddur Péturssynir eru mættir til viðræðna við bæjarráð um uppkaupamál húseignarinnar Grænigarður. Rætt var um feril málsins allt frá árinu 1996 og það mat sem fyrir liggur á eigninni, gert í september árið 2000.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli þeirra umræðna er fram fóru í bæjarráði.

2. Fundargerðir nefnda.

Samgöngunefnd 31/3. 2. fundur.
Fundargerðin er í einum lið.
Fundagerðin lögð fram til kynningar.

3. Bréf Einars Guðbjartssonar ofl., Flateyri. - Umsókn um leyfi til kvíaeldis á þorski í Önundarfirði.

Lagt fram bréf frá Einari Guðbjartssyni ofl. á Flateyri, dagsett 3. apríl s.l., þar sem sótt er um leyfi til kvíaeldis á þorski í Önundarfirði. Fjöldi og staðsetning kvíanna verði ákveðin í samráði við bæjaryfirvöld.

Bæjarráð vísar erindinu til umhverfisnefndar.

4. Erindi fyrir bæjarráð. - Uppgjör vanskila húsnæðisnefndar.

Lagt fram erindi undirritað af bæjarritara dagsett 6. apríl s.l., þar sem gerð er grein fyrir kostnaði við uppgjör vanskila húsnæðisnefndar við Íbúðalánasjóð og hvaða áhrif það hefur á fjárhagsáætlun húsnæðisnefndar Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2001.

Bæjarráð samþykkir hækkun fjárhagsáætlunar er nemur kr. 5,4 milljónum er fjármagnist með lántöku.

5. Bréf byggingarfulltrúa. - Útboð vegna miðlunatanks Flateyrarveitu.

Lagt fram bréf frá Stefáni Brynjólfssyni, byggingarfulltrúa, dagsett 5. apríl s.l., þar sem hann gerir grein fyrir tilboðum er bárust í byggingu miðlunargeymis á Flateyri. Fimm tilboð bárust og voru fjögur fyrir ofan kostnaðaráætlun, sem er krónur 14.323.000,-

1. Trésmiðjan Hnífsdal ehf., Hnífsdal. kr. 14.169.570,-
2. Hólsvélar ehf., Bolungarvík. kr. 14.725.922,-
3. Eiríkur & Einar Valur hf., Ísafirði. kr. 15.460.000,-
4. Ágúst & Flosi ehf., Ísafirði. kr. 15.934.980,-
5. GS-Trésmíði ehf., Súðavík. kr. 19.479.025,-

Tæknideild Ísafjarðarbæjar leggur til að lægsta tilboði, sem er frá Trésmiðjunni ehf., Hnífsdal, verði tekið.

Bæjarráð samþykkir tillögu tæknideildar og felur bæjarstjóra að sækja um heimild til Ofanflóðasjóðs, að sjóðurinn taki fullan þátt í byggingu miðlunartanks.

6. Vegur, áhugamannafélag. - Vegur milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar.

Lagt fram bréf frá Vegurinn, áhugamannafélag, Miðstræti 1, Bolungarvík, dagsett 15. febrúar s.l., ásamt ritgerð og umfjöllun um vegalagningu milli Steingrímsfjarðar og Króksfjarðar. Óskað er eftir afstöðu sveitarfélaga um að kannað verði frekar að leggja veg þessa leið í einkaframkvæmd.

Bæjarráð vísar erindinu til samgöngunefndar Ísafjarðarbæjar og óskar umsagnar.

7. Bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 30. mars 2001.

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða, dagsett 2. apríl s.l., ásamt fundargerð heilbrigðisnefndar frá 30. mars s.l. Bréfinu fylgja drög að gjaldskrá fyrir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða og þurfa sveitarfélög að samþykkja eða hafna þeim. Samþykki sveitarfélögin drögin þurfa þau jafnframt að samþykkja ráðningu Helgu Friðriksdóttur, líffræðings, sem heilbrigðisfulltrúa til eftirlits.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt. Jafnframt leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að heimilað verði að ráða í nýja stöðu hjá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, enda liggur fyrir samþykki frá síðasta ári frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.
Samþykki bæjarráðs byggir á fjárhagsáætlun HV þar sem gert er ráð fyrir að kostnaður sveitarfélaga aukist óverulega þrátt fyrir ofangreinda ráðstöfun.

8. Bréf Auðar E. Ásbergsdóttur. - Umsókn um vínveitingaleyfi.

Lagt fram erindi frá Auði E. Ásbergsdóttur, Urðarvegi 76, Ísafirði, þar sem hún sækir um leyfi til almennra vínveitinga á veitinga- og gististaðinn Hafnarstræti 1 á Þingeyri. Bréfinu fylgja þær staðfestingar og umsagnir sem óskað er eftir samkvæmt lögum og reglugerðurm er varða smásölu áfengis.

Bæjarráð samþykkir leyfi til almennra vínveitinga til veitinga- og gististaðarins að Hafnarstræti 1 á Þingeyri.

9. Bréf Sigurðar R. Guðmundssonar. - Kauptilboð í Kofrahús.

Lagt fram kauptilboð frá Sigurði R. Guðmundssyni, Stórholti 7, Ísafirði, dagsett 6. apríl s.l., í eignarhluta Ísafjarðarbæjar í svonefndu Kofrahúsi á Skeiði í Skutulsfirði. Tilboðið hljóðar upp á kr. 1.000.000.- og gildir til föstudagsins 27. apríl n.k.

Bæjarráð óskar eftir verðmati eignarinnar frá tæknideild fyrir 27. apríl n.k.

10. Bréf bæjarstjóra. - Þjónusta við eldri borgara í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. apríl s.l., varðandi þjónustu við eldri borgara í Ísafjarðarbæ og endurskoðun mála.
Jafnframt lagði bæjarstjóri fram yfirlit yfir endurgreiðslur vegna endurhæfingar frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu, svo og minnisblað forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu um veitta afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega í Ísafjarðarbæ.

Undir þessum dagskrárlið var og lögð fram svohljóðandi tillaga Bryndísar G. Friðgeirsdóttur frá 97. fundi bæjarstjórnar 5. apríl s.l., við 10. lið 241. fundar bæjarráðs og vísað var til bæjarráðs. ,,Undirrituð leggur til við bæjarstjórn að horfið verði frá þeirri ákvörðun að hætta greiðslu þjónustugjalda vegna endurhæfingar á endurhæfingardeild Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ. Jafnframt legg ég til að eldri borgarar verði hvattir til aukinnar útiveru og hreyfingar með því að þeim verði veittur ókeypis aðgangur að íþróttamannvirkjum sem rekin eru á vegum bæjarins. Aukin útivera og hreyfing er ekki síður mikilvæg fyrir þennan aldurshóp og hefur mikið forvarnargildi."

Samkvæmt framlögðum upplýsingum kemur fram að Ísafjarðarbær veitir afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega, má þar nefna að ókeypis er í sundlaugar sveitarfélagsins, boðin eru frí afnot af íþróttahúsum utan álagstíma, leikfimi án endurgjalds er í boði á Hlíf, Ísafirði og á Þingeyri, margvíslegt félagsstarf er í boði án endurgjalds, auk þess sem veittur er afsláttur af fasteignagjöldum.

Bæjarráð leggur áherslu á mikilvægi þess að eldri borgurum verði kynnt sú þjónusta sem í boði er af hálfu Ísafjarðarbæjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fullmóta þær hugmyndir er ræddar voru í bæjarráði og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

11. Bréf bæjarstjóra. - Drög að umsögn Ísafjarðarbæjar um tvö erindi félagsmálanefndar Alþingis frá 23. mars 2001.

Lagt fram bréf Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 6. apríl s.l., drög að umsögnum um tvö erindi félagsmálanefndar Alþingis samkvæmt bréfum frá 23. mars 2001.
146. mál. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, einkafjármögnun og rekstrarleiga.
512. mál. Tillaga til þingsályktunartillögu um framboð á leiguhúsnæði.

Bæjarráð samþykkir drög bæjarstjóra.

12. Samb. ísl. sveitarf. - Ályktanir fyrri fulltrúaráðsfundar 2001.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 2. apríl s.l., ásamt ályktunum 60. fundar fulltrúaráðs sambandsins er haldinn var á Hótel Sögu þann 29. mars s.l.

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:40

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.