Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

242. fundur

Árið 2001, mánudaginn 2. apríl kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Bréf tæknideildar. - Tilboð í sópun gatna í Ísafjarðarbæ.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar tæknideild dagsett 23. mars s.l., þar sem hann gerir grein fyrir tilboðum er borist hafa í sópun gatna í Ísafjarðarbæ tímabilið 2001-2003. Eftirfarandi tilboð bárust, tilboðsupphæðir er þjónusta per ár.

1. Sigurgeir G. Jóhannsson, Bolungarvík. kr. 5.099.300.-
2. Hólsvélar ehf., Bolungarvík. kr. 3.421.200.-
3. Gámaþjónusta Vestfjarða ehf., Ísafirði. kr. 4.883.272.-
4. Kubbur ehf., Ísafirði. kr. 4.202.792.-

Lagt er til að öllum tilboðum verði hafnað og leitað leiða er ekki leiði til kostnaðarauka umfram fjárhagsáætlun.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að ofangreindum tilboðum verði hafnað.

2. Bréf Fjölskylduráðs. - Alþjóðadagur fjölskyldunnar.

Lagt fram bréf Fjölskylduráðs, dagsett 23. mars s.l., þar sem minnt er á alþjóðadag fjölskyldunnar sem verður þann 15. maí n.k. og hvetur ráðið sveitarfélög til að halda upp á daginn.

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð óskar eftir upplýsingum á næsta bæjarráðsfund, um veitta afslætti til elli- og örorkulífeyrisþega hjá Ísafjarðarbæ.

3. Bréf Róta, félags áhugahóps um menningarfjölbreytni.

Lagt fram bréf frá Rótum, félagi um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum, dagsett 26. mars s.l., þar sem þökkuð er aðstoð við lokahátíð Þjóðahátíðar Vestfirðinga er haldin var þann 24. mars s.l. í íþróttahúsinu á Torfnesi.

Bæjarráð þakkar öllum þeim er að komu fyrir vel heppnaða Þjóðahátíð.

4. Bréf Aðalsteins Ó. Ásgeirssonar. - Forkaupsréttur að Árnagötu 3, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Aðalsteini Ó. Ásgeirssyni, Lyngholti 5, Ísafirði, dagsett þann 30. mars s.l., þar sem hann óskar eftir að Ísafjarðarbær taki afstöðu til forkaupsréttar á Árnagötu 3, Ísafirði. Kaupsamningur undirritaður af kaupanda og seljanda fylgir bréfinu.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

5. Bréf Lögsýnar ehf., Ísafirði. - Forkaupsréttur að verkstæðisbyggingu á Skeiði, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Lögsýn ehf., Ísafirði, dagsett 30. mars s.l., þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til forkaupsréttar á verkstæðisbyggingu á Skeiði, Ísafirði, en eigandinn Lífeyrissjóður Vestfirðinga hyggst selja hana Sigurði R. Guðmundssyni, Stórholti 7, Ísafirði. Tilboð Sigurðar í eignina er að fjárhæð kr. 1.350.000.- auk kostnaðar við gerð eignarskiptasamnings.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að forkaupsrétti verði hafnað.

6. Bréf undirbúningsstjórnar Sparisjóðs Vestfirðinga.

Lagt fram bréf frá undirbúningsstjórn Sparisjóðs Vestfirðinga, dagsett 20. mars s.l., þar sem Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur eru beðnir um að tilnefna stjórnarmenn í stjórn Sparisjóðs Vestfirðinga. Stofnfundur verður haldinn 28. apríl n.k.

Bæjarráð vísar tilnefningu Ísafjarðarbæjar til bæjarstjórnar.

7. Bréf íbúasamtakanna Átaks, Þingeyri. - Tónlistarskóli Þingeyrar.

Lagt fram afrit af bréfi íbúasamtakanna Átaks á Þingeyri, til fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar, dagsett 30. mars s.l., vegna Tónlistarskóla Þingeyrar og þeirra hugmynda sem í gangi eru um fyrirhugaðar breytingar á rekstri skólans.

Lagt fram til kynningar.

8. Bréf bæjarritara. - Uppgjör vanskila húsnæðisnefndar Ísafjarðarbæjar.

Lögð fram greinargerð frá bæjarritara, dagsett 28. mars s.l., þar sem gerð er grein fyrir uppgjöri á vanskilum húsnæðisnefndar Ísafjarðarbæjar við Íbúðalánasjóð og upplýsingum um þær fjórar eignir sem enn eru ófrágengnar.

Lagt fram til kynningar.

9. Bréf Héraðsdóms Vestfjarða. - Dómkvaðning matsmanna vegna Fjarðarstrætis 33, Ísafirði.

Lagt fram endurrit úr þingbók Héraðsdóms Vestfjarða þar sem fram kemur að Arnar Geir Hinriksson, hdl. og Jóhann Birkir Helgason, byggingatæknifræðingur, hafa verið dómkvaddir matsmenn vegna eignarinnar Fjarðarstræti 33, Ísafirði, sem er í eigu Andrésar Jóhannssonar og Guðríðar Benediktsdóttur.

Lagt fram til kynningar.

10. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða. - Drög að gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunareftirlit Vestfjarðasvæðis.

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunareftirlit Vestfjarðasvæðis unnin af Antoni Helgasyni, heilbrigðisfulltrúa Vestfjarða. Drögin eru dagsett 30. mars 2001. Drögunum fylgir viðauki A með ofangreindri gjaldskrá.

Lagt fram til kynningar.

11. Félagsmálaráðuneytið. - Skipan nefndar til endurskoðunar laga og reglugerða um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis dagsett 23. mars s.l., þar sem greint er frá skipan nefndar sem endurskoða á laga- og reglugerðarákvæði um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Nefndinni er ætlað að skila tillögum til félagsmálaráðherra í september næst komandi.

Lagt fram til kynningar.

12. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. - Áætlun um þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni.

Lagt fram bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, dagsett 27. mars s.l., er varðar áætlun um þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni. Ráðuneytið hefur skipað nefnd til að vinna að málinu og óskar nefndin eftir samstarfi við sveitarstjórnir á landsbyggðinni.

Lagt fram til kynningar.

13. Félagsmálanefnd Alþingis. - Frumvarp til sveitarstjórnarlaga. - Tillaga til þingsályktunar um framboð á leiguhúsnæði.

Lagt fram bréf félagsmálanefndar Alþingis dagsett 23. mars s.l. ásamt frumvarpi til sveitarsjórnarlaga, 146. mál einkafjármögnun og rekstrarleiga.
Jafnfram er lagt fram bréf félagsmálanefndar Alþingis dagsett 23. mars s.l. ásamt tillögu til þingsályktunar um framboð á leiguhúsnæði, 512. mál.
Félagsmálanefnd óskar umsagnar sveitarfélagsins á ofangreindum erindum eigi síðar en 18. apríl 2001.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram drög að svörum til félagsmálanefndar Alþingis.

14. NORDREGIO - Kynning á rannsóknaverkefni.

Lagt fram bréf frá Nordregio er kynnir rannsóknarverkefni fræðimanna frá öllum Norðurlöndum, auk norrænu byggða- og skipulagsrannsóknastofnuninni Nordregio. Rannsóknin beinist að aðlögun byggðarlaga á norðlægum slóðum að breytingum í efnahagslífi og samfélagi. Rannsóknin beinist meðal annar að tveimur byggðalögum á Íslandi, Ísafirði og Hornafirði.

Lagt fram til kynningar.

15. NORDJOBB - Beiðni um vinabæjarstörf á Ísafirði sumarið 2001.

Lagt fram bréf frá verkefnisstjóra Nordjobb á Íslandi, dagsett 23. mars s.l., beiðni um vinabæjarstörf á Ísafirði sumarið 2001.

Bæjarráð vísar erindinu til menningarmálanefndar.

16. Skólanefnd Menntaskólans á Ísafirði. - Fundargerðir 57. og 58. fundar.

Lagðar fram fundargerðir skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði frá 57. fundi er haldinn var þann 23. janúar s.l. og 58. fundi er haldinn var þann 27. mars s.l.

Lagt fram til kynningar.

17. Ólafstún 2 á Flateyri. - Minningarsjóður Flateyrar.

Lagt fram minnisblað er fjallar um ósk Minningarsjóðs Flateyrar um að fá til afnota kjallara að Ólafstúni 2 á Flateyri, í tengslum við uppbyggingu skrúðgarðs á Flateyri, samkvæmt samstarfssamningi við Ísafjarðarbæ dagsettum 20. maí 1998.

Málinu frestað að sinni en tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 19:10

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.