Bæjarráð Ísafjarðarbæjar

241. fundur

Árið 2001, mánudaginn 26. mars kl. 17:00 kom bæjarráð Ísafjarðarbæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Þetta var gert:

1. Fundargerðir nefnda.

Almannavarnanefnd 20/3.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Félagsmálanefnd 20/3. 146. fundur.
Fundargerðin er í fjórum liðum.
2. liður. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglur Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar verði samþykkt.
4. liður a. Bæjarráð tekur undir skoðanir félagsmálanefndar varðandi Barnahús.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Samgöngunefnd19/3. 1. fundur.
Fundargerðin er í tveimur liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Umhverfisnefnd 21/3. 128. fundur.
Fundargerðin er í átta liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Bréf Steinunnar A. Einarsdóttur. - Kauptilboð í Skógarbraut 2, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Steinunni A. Einrasdóttur, Ísafirði, dagsett 23. mars s.l., þar sem hún gerir kauptilboð í norðurenda Skógarbrautar 2 á Ísafirði. Tilboðið hljóðar upp á kr. 105.000.- og gildir til 28. mars 2001.

Bæjarráð hafnar tilboðinu, en felur bæjarstjóra að auglýsa eignina að nýju til sölu.

3. Bréf Tönsberg kommune. - Vinabæjarmót ungmenna 2001.

Lagt fram bréf frá Tönsberg kommune dagsett 5. mars s.l., þar sem boðið er til vinabæjarmóts ungmenna í Tönsberg dagana 30. júlí til 3. ágúst n.k. Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi 10. apríl n.k.

Bæjarráð vísar bréfinu til menningarmálanefndar.

4. Bréf Ungmennafélags Íslands. - 24. Landsmót UMFÍ.

Lagt fram bréf frá Ungmennafélagi Íslands dagsett 20. mars s.l., þar sem tilkynnt er að samþykkt hafi verið á 9. stjórnarfundi UMFÍ að fela Héraðssambandi Vestfirðinga og Héraðssambandi Bolungarvíkur að halda 24. Landsmót UMFÍ í samvinnu við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða stjórnir Héraðssambands Vestfirðinga og Héraðssambands Bolungarvíkur á fund bæjarráðs svo fljótt sem auðið er.

5. Bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, umhverfissviði. - Svar við erindi vegna sorpeyðingargjalds.

Lagt fram bréf Sigurðar Mar Óskarssonar, umhverfissviði, dagsett 22. mars s.l., svar við erindi Hjá Settu ehf., vegna álagningar sorpeyðingargjalds á árinu 2001. Sigurður telur að flokka megi fyrirtækið í 3. flokk í stað 4. flokks.

Að fenginni ofangreindri niðurstöðu vísar bæjarráð erindinu til hefðbundinnar afgreiðslu kærumála vegna opinberra gjalda.

6. Bréf forstöðumanns Hlífar. - Beiðni um aukafjárveitingu.

Lagt fram bréf frá forstöðumanni Hlífar Elínu Þóru Magnúsdóttur, dagsett þann 22. febrúar s.l., þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu upp á kr. 1.600.000.- til að fjarlægja gömul teppi á göngum Hlífar I og setja í stað þeirra gólfdúka.

Bæjarráð hafnar erindinu og bendir á að slíkar framkvæmdir þurfi að koma fram við gerð fjárhagsáætlunar.

7. Bréf Skóla- og fjölskylduskrifstofu. - Beiðni um heimildir til millifærslu.

Lagt fram bréf frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu dagsett 22. mars s.l., þar sem óskað er heimildar til millifærslu af rekstrarliðum Tjarnabæjar yfir á gjaldfærða fjárfestingu kr. 151.184.- og af rekstrarliðum Grunnskólans á Þingeyri yfir á gjaldfærða fjárfestingu kr. 710.000.-
Gerð er frekari grein fyrir þessum millifærslum í bréfinu.

Bæjarráð samþykkir beiðnir um ofangreindar millifærslur.

8. Bréf Guðmundar B. Hagalínssonar. - Jarðamál á Ingjaldssandi.

Lagt fram bréf frá Guðmundi B. Hagalínssyni dagsett 19. mars s.l., þar sem hann fer þess á leit við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að hún nýti sér forkaupsrétt að hluta jarðarinnar Hálsi á Ingjaldssandi og endurselji honum síðan.
Bæjarstjóri lagði fram bréf, vegna sölu sömu jarðar, frá hreppsnefnd Mýrarhrepps dagsett 29. júní 1988.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að erindi Guðmundar verði hafnað.

9. Bréf Héraðsdóms Vestfjarða. - Matsbeiðni vegna Fjarðarstr. 33, Ísafirði.

Lagt fram bréf frá Héraðsdómi Vestfjarða dagsett 15. mars s.l., þar sem tilkynnt er að tilnefndir hafi verið matsmenn þeir Arnar Geir Hinriksson og Jóhann Birkir Helgason, til að meta hugsanlegt verðfall á fasteigninni Fjarðarstræti 33, Ísafirði, vegna byggingarframkvæmda á lóðinni Mjallargötu 9, Ísafirði.

Lagt fram til kynningar.

10. Bréf félags eldri borgara í Ísafjarðarbæ. - Mótmæli við niðurfellingu Ísafjarðarbæjar á greiðslu þjónustugjalda vegna endurhæfingar.

Lagt fram bréf frá félagi eldri borgara í Ísafjarðarbæ dagsett 13. mars s.l., þar sem mótmælt er eindregið þeirri ákvörðun bæjaryfirvalda að hætta að greiða þjónustugjald fyrir aldraða, til endurhæfingardeildar Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, samanber bréf dagsett 1. mars s.l.

Bæjarráð bendir á að eldri borgarar í endurhæfingu geti sótt um endurgreiðslu til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

11. Félagsmálaráðuneytið. - Gerð og skil fjárhagsáætlana og þriggja ára áætlunar 2002 - 2004.

Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis til allra sveitarfélaga dagsett 14. mars s.l., þar sem minnt er á að gerð fjárhagsáætlana 2001 skal lokið fyrir lok janúar og þriggja ára áætlun skal lokið mánuði síðar.

Lagt fram til kynningar.

12. Samb. ísl. sveitarf. - Fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga og Félags íslenskra leikskólakennara 5. og 12. mars 2001.

Lagt fram bréf frá Samb. ísl. sveitarf. dagsett 16. mars s.l., ásamt fundargerðum Launanefndar sveitarfélaga og Félags íslenskra leikskólakennara frá 5. og 12. mars s.l.

Lagt fram til kynningar.

13. Samb. ísl. sveitarf. - Málþing um árangur reynslusveitarfélaga að þjónustu við fatlaða.

Lagt fram bréf Samb. ísl. sveitarf. dagsett 21. mars s.l., þar sem boðað er til málþings um árangur reynslusveitarfélaga að þjónustu við fatlaða. Málþingið verður haldið á Grand Hótel í Reykjavík, föstudaginn 30. mars n.k. og hefst kl. 13:00

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fulltrúa frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu að sækja málþingið.

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 18:20

Þorleifur Pálsson, ritari.

Guðni G. Jóhannesson, formaður bæjarráðs.

Birna Lárusdóttir. Lárus G. Valdimarsson.

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.